Gleðifréttir

Loksins - já LOKSINS fékk ég hringingu frá augndeildinni á LSH og guess what!  Búið að kalla mig inn í aðgerð á hægra auganu  Roll JIBBÍ  og nú er bara að vona að hún takist jafn vel og hin aðgerðin því rörið þar er svoleiðis að svínvirka að ég veit ekki hvað annað eins er Tounge  Mér stóð til boða að fara í aðgerðina núna næsta mánudag en ég varð eiginlega að afþakka þann dag og bað um 5.maí í staðinn því ég treysti því ekki að ég yrði búin að jafn mig alveg þegar kemur að Danmerkurferðinni.  Hún er fyrirhuguð aðeins 9 dögum síðar og ég vil ekki taka sénsinn á ef eitthvað kæmi uppá.  Enda get ég alveg beðið í 3 vikur í viðbót við biðina sem komin er nú þegar GetLost  Ritarinn sem ég talaði við taldi næstum öruggt að ég gæti frestað henni þar til 5.maí og nú er bara að krossa fingur. 

Geggjað ekki satt?  Nú sé ég fyrir mér að ég losni svo að segja alveg við bréfið og geti farið að lifa "eðlilegu" lífi... hvað sem það nú er!   Bubblegum 






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru sannkallaðar gleðifréttir.  Ég vona að þú komist að 5. maí svo þú verðir örugglega í þínu besta formi í Danaveldi!!!

Kveðja Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:36

2 identicon

Sæl

Ég er búin að þesa bloggið þitt reglulega síðan um það leyti sem þú varst í sjónvarpsviðtali haustið 2006. Þá var ég einmitt að hefja mína brjóstakrabbameinsmeðferð. Mikið var gott að lesa bloggið þitt, það var mér góð hjálp og mikill stuðningur.

Frábært að þú skulir vera að komast í aðgerðina og getir fari að "klára" þetta augnamál. Ég slapp blessunarlega við þennan hluta.

Gangi þér vel 

Kveðja

Þórhildur Kristjánsdóttir  

Þórhildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gangi þér allt sem best gæzkan

Helga R. Einarsdóttir, 9.4.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir

Frábært Þórhildur að ég hef getað hjálpað þér á þessum erfiðu tímum.  Mér hefur dottið í hug að hætta að blogga en er þá líka hrædd um að síðan týnist og það vil ég ekki því ég sjálf notaði svona blogg (hjá Pálínu, Maríu Erlu og Döbbu) til þess að hjálpa mér í gegnum erfiðasta hjallinn.  Að hafa hjálpað einni manneskju eða tveimur er mér mjög dýrmætt.  Gangi þér allt í haginn og endilega hafðu samband ef eitthvað er. 

Bestu kveðjur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 9.4.2008 kl. 22:59

5 identicon

Frábært systir og vonandi kemst þú að þann 5. maí.    Kv. Guðrún syss og co.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Brynja skordal

Frábært vonandi gengur allt upp hjá þér hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Gott mál og góða skemmtun í dk.

Eyrún Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband