2.4.2008 | 23:51
1.apríl 1985
Mig langar að deila með ykkur smá sögu af mér og einni vinkonu minni. Hún átti sér stað þann 1.apríl 1985 en þá vorum við á 11. ári.
Við vorum úti að leika okkur og úti var gott veður í minningunni. Svolítill vindur kannski en þurrt. Það var búið að vera þurrt veður í þó nokkurn tíma. Við vorum að leika okkur á bak við hús heima hjá vinkonu minni á Eyrarbakka, æskuslóðunum. Við ákváðum að fara í indíánaleik Á bakvið húsið hennar var stórt tún sem nágranni hennar átti og var vanur að hafa kindurnar sínar á. Við ákváðum að fara þangað í indíánaleikinn og náðum okkur í fullt af steinum sem við röðuðum í hring. Svo settumst við í indíánastellingu eins og sönnum INDÍÁNUM sæmir og ætluðum að kveikja varðeld. Sem við og gerðum. En það hefðum við ekki átt að gera
Því med det samme braust eldurinn út fyrir steinana og út fyrir girðingu, framhjá dúfukofa bræðra hennar, framhjá bílskúrnum og alla leið heim að húsinu hennar. Vá hvað þetta var fljótt að gerast
Við urðum skíthræddar og hlupum upp í eldhús heima hjá henni og þar sat annar bræðranna að lesa DV. Við reyndum að fá hann til að kíkja út um gluggann og sögðum honum að það væri kveiknað í úti en hann átti nú bágt með að trúa því þar sem var jú 1. APRÍL
En jú það tókst að lokum og hann hentist út og við á eftir, LOGANDI hræddar. Við stukkum af stað til að ná í pabba vinkonunnar og fleira fólk til að hjálpa okkur við að slökkva eldinn því hann breiddist hratt út. Ég man að afi einnar vinkonu okkar sá okkur og sagði að það væri réttast að flengja okkur
Við urðum svo hræddar á meðan allt liðið var að berja eldinn með kartöflupokum að við lokuðum okkur inni í herberginu hennar og grenjuðum
Dúfunum varð ekki meint af og það náðist að slökkva eldinn áður en hann náði í eitthvað MJÖG eldfimt en það þarf varla að taka það fram að við fiktuðum ekki með eld eftir þetta Jaaaa fyrr en lööööngu seinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2008 | 21:17
Fermingarveisla 2 - frh.
Jæja, það á ekki af okkur að ganga í sambandi við þessar fermingarveislur Við fórum sem sagt í fermingarveislu nr. 2 í dag. Ferðinni var heitið til Akraness og fórum af stað upp úr hádegi því við ætluðum að koma við hjá Sibbu systir og co. Það tókst nú bara vel. En ég hefði reyndar viljað stoppa aðeins lengur hjá þeim því við komum aðeins seinna en við áætluðum, tekur tíma að koma við í blómabúðinni og svona. En jæja þannig að við stoppuðum í rúman hálftíma til þess að verða nú ekki of sein á Akranes. Vorum komin þangað rúmlega 3 og fundum nú veislustaðinn fljótlega en hringdum þó í Kristínu mágkonu því það voru svo fáir bílar eitthvað
Og hva... þau bara heima ennþá og veislan byrjuð... eða það héldum við alla vega en nei nei... veislan átti að byrja kl. 4
Ertu ekki að grínast ... við hefðum þá getað stoppað aðeins lengur hjá Sibbu. En jæja við fórum bara á rúntinn á Akranesi og keyrðum gjörsamlega allar götur... aftur og aftur því maður er nú ekkert svakalega lengi að rúnta um þennan ágæta bæ
Anyway. Veislan hófst og það með þvílíkum kræsingum að maður fór saddur og sæll út þaðan og svo nú um kvöldmatarleytið lögðum við af stað austur aftur. Sem gekk nú nokkuð vel framan af og vorum í samfloti með Helga tengdó. Kannski rétt að ég taki það fram að við fórum á jeppanum í þessa ferð því hann er skráður á bóndann HE HE og ef hann yrði myndaður aftur þá fengi hann sko rukkunina. En jæja á Hellisheiði BILAÐI helvítis jeppinn - EINU SINNI ENN. Djöfullinn sjálfur þarna. Farin lega enn eina ferðina og réttast væri að henda skrjóðnum á haugana
Þannig að tengdó varð að snúa við og kippa okkur með heim og nú er bóndinn að sækja skrjóðinn á vörubíl.
ÉG ÆTLA AÐ LABBA Í NÆSTU FERMINGARVEISLU, HNUSS!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.3.2008 | 11:04
Frétt um mig!
Já það reyna fleiri að flýja úr leikskólanum en ég
Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég náði að príla yfir grindverkið á Brimveri hér um árið... það eru um 30 ár síðan GETUR ÞAÐ VERIÐ!
Var þetta ekki annars einhvern veginn svona? Er Auður að lesa? Ég man (eða veit öllu heldur) ekki hvernig þetta endaði hjá mér. Komst ég heim eða? Var ég nöppuð fyrir utan leikskólann?
Ég lenti alla vega ekki á höfðinu eins og þessi ungi drengur sem hefur bara verið að prakkarast er þakki?!
![]() |
Flótti úr leikskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2008 | 21:16
Er grín G - vara?
Ja það má spyrja sig að því hvort grín sé yfirleitt þannig að það eldist vel. Ekki finnst mér nú allt grín eldast vel eins og t.d. þessir blessuðu Limbó þættir sem voru hér um árið. Þeir mættu nú alveg týnast uppi á Sjónvarpi sko. En gömlu góðu skaupin þau virka alltaf best að mínu mati. Þeir sem þekkja okkur vinkonurnar vita það að við höfum grínast með þessi gömlu skaup frá því við vorum krakkar sjálfar og þá er ég að tala um skaupin frá 1984 og svo þau sem komu á eftir koll af kolli. T.d. grínið með Adda Palla og Bergþóru var algjör snilld og eins rás 84 og fullt af fleiri atriðum í þessu skaupi og svo auðvitað skaupið '85 þar sem áramótaskaupinu var stolið og það áttu ekki að verða áramót því það var búið að stela skaupinu
Svo eru þættir eins og Gættu að hvað þú gerir maður og Fastir liðir eins og venjulega og Heilsubælið gott dæmi um grín sem eldist vel. Algjör snilld og endalaust hægt að horfa á þá þætti aftur og grínast með þá. Einnig myndir eins og Stella í orlofi og Með allt á hreinu og Líf-myndirnar. Endalust frábærar.
Hins vegar gefst oft ekki vel að gera mynd nr. 2 eins og raun ber vitni með Stellu og Stuðmenn. Þar mistókst mönnum aðeins upp þótt hægt sé að sjá góða punkta í þeim. Spurning hvort þær verði svona vinsælar eins og hinar myndirnar eftir ca 20 ár. Ég held hins vegar ekki
En þetta með G - nafnið. Spurning hvort G-bletturinn heiti G-bletturinn því hann eldist svona vel eða geymist svona vel ???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2008 | 14:30
Pósturinn
Þegar ég kíkti í póstkassann heima á hlaði á miðvikudaginn sá ég mér til undrunar að mér hafði borist 3 bréf
Ég opnaði hið fyrsta. Bréf frá Happdrætti Háskóla Íslands: Ég hafði unnið í happdrættinu Vei vei ... já ég vann 15.000 kall og það munar nú um það. Maður getur allavega endurnýjað miðann í nokkra mánuði fyrir þann pening þó ekki sé meira.
En já þá opnaði ég bréf nr. 2. Það var frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi Hvað var um að vera??? Jú jú ég las bréfið og viti menn. SEKT fyrir of hraðan akstur
Samkvæmt dagsetningunni var BÓNDINN að keyra. Já ég keyri auðvitað aldrei of hratt
En sektin hljóðar upp á 10.000 kall EF og aðeins EF ég borga hana þegjandi og hljóðalaust fyrir 2.apríl. Annars gæti hún verið allt að 20.000 krónur
Djöfusssss vitleysa. Bíllinn (sem skráður er á mig N.B.) var myndaður í eftirlitsmyndavél á sunnudaginn þann 16. og vorum við þá á leið heim úr fermingarveislu. Dýr fermingarveisla það... HA HA HA
En þar fór helvítis happdrættisvinningurinn... eða hvað. Bóndinn borgar þessa sekt nárrúrlega bara og ég kaupi mér eitthvað sniðugt fyrir 15 þúsund kallinn. Er það ekki sanngjarnt?
En jæja bréf nr. 3 var boð í þriðju fermingarveisluna þetta árið. Frábært og hafið það nú gott um páskana kæru vinir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 124174
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar