Fermingarveisla # 3 - frh.

Jæja þá er það veisla nr. 3 þetta árið.  Allt leit nú  þokkalega út þar sem veislan var á Selfossi og því ekki langt að fara.  En nei nei ekki aldeilis GetLost  Það var kominn snjór - ENN OG AFTUR!  Og jeppadruslan biluð.  Hvernig getur svo mikill snjór komið á svona stuttum tíma?????  Það er mér hulin ráðgáta en flygsurnar voru á stærð við golfkúlur eða tennisbolta, ja eða handbolta því þær voru svo stórar.  Og komu niður til jarðar gjörsamlega allllaaaan sunnudaginn.  Byrjaði reyndar aðeins á laugard.kv.  En jæja.  Ekki nennti ég að labba og ekki gat ég farið á reiðhjóli Undecided  Stebbi fór því út til að moka bílinn upp og best að taka það fram að ég á lítinn, rauðan, sætan bíl - en MJÖG lágan!  Jæja þegar hann var búinn að moka hann upp og sópa mestan snjóinn af honum reyndi hann að fara af stað Pinch 

Og hann sat fastur.  Ekki lengi þó því minn kraftakarl setti bara í Dræfið og ýtti bílnum upp.  Reyndi aftur.  Og hann sat fastur.  Aftur sama sagan.  Og í þriðja sinnið.  Svei mér þá ég hélt við kæmumst ekki í veisluna fyrir snjó í þetta skiptið.  En jæja, tengdó kom á Massanum og mokaði vel fyrir framan okkur og aftan og þá var bara brunað í gegnum snjóinn og gjörsamlega allt gefið í botn.  Og ég er að segja ykkur það að við vorum eins og á jarðýtu allan Vorsabæjarveginn (sem er 3 km. að lengd) því við ruddum bara veginn á Rauðhettu litlu og ég sat skíthrædd í framsætinu og ríghélt mér í handfangið og beið eftir að lenda ofan í skurði.  En við rétt náðum upp á Gaulv. veg sem var í mun betra ástandi Joyful  og komumst í veisluna, hálftíma of seint reyndar en betra er seint en aldrei ekki satt!?

Ég er fegin að ekki eru fleiri fermingarveislur þetta árið.  Vona bara að fólkið mitt komist klakklaust til okkar í afmæli Sigrúnar í byrjun maí LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ert ekki til að lífga upp á lífð og tilveruna, þá veit ég ekki hvað......  Jesús minn, ég sá þetta alveg fyrir mér! Meira hvað þú ert heppin þegar fermingarveislur eru annars vegar!  Takk fyrir að láta mig hlægja

Bið að heilsa í kotið

Þórlaug (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

HMHM ættir kanski bara að afþakka boðið í næstu veislu hahaha

Eyrún Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Þórir S. Þórisson

Það var mikið að þú skrifaðir mér bréf til baka. Ég er búinn að bíða eftir bréfi frá þér síðan 1985........ eða um það bil, þegar þú ákvaðst að hætta að vera pennavinur minn. Gott að finna þig svona áratugum síðar. Ég held ég eigi ennþá mynd að þér einhverstaðar frá því að þú vars 11 eða 12 á Stokkseyri!!

kv. frá Ameríkuhreppi... Þórir

Þórir S. Þórisson, 16.4.2008 kl. 04:46

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hey Þórir!!!  Það var á EYRARBAKKA.  EKKI Stokkseyri   það er væntanlega æðisleg mynd hehe.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:29

5 identicon

Takk fyrir síðast...það var nú gott að þið komust því annars hefði ennþá meiri afgangur (ekki það að þið hafið borðað svo mikið ;) )

Sigurjón (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:33

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

      Já var það ekki frændi!  Góður!  Og takk sömuleiðis

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband