Eitt allsherjar samsæri

Djöfuss svindl er í gangi þarna í þessu Eurovision kjaftæði.  Austur Evrópa bara að taka yfir.  Algjört allsherjar samsæri.  Ekki spurning.  Aumingja Eiríkur Rauði var bara svekktur.  Fannst að lagið og flutningurinn hefði sko átt það skilið að komast í úrslitakeppnina á laugardaginn.  Er reyndar alveg sammála en svona er þetta bara.  Og er eitthvað hægt að gera í því???   Og Danmörk og Noregur með þessi fínu lög en nei nei... komust bara ekki áfram.  Algjört svindl allt saman og maður ætti núna að gefa skít í þessa keppni í eitt skipti fyrir öll.  Já ég er ekki glöð með þetta.  Held ég sé meira að segja svekktari nú en í fyrra Crying 

En jæja það þýðir víst ekki að grenja þetta.  Snúum okkur þá bara að kosningunum.  Það verður spennandi að sjá hvernig úrslitin verða eftir allar þessar sveiflur í skoðanakönnunum síðustu daga. 

Ég er alla vega á leiðinni í búst í mæðraorlof Grin  Heyrumst eftir helgina kæru vinir.


Hvað ætti ég að kjósa....???

Hvað ættir þú að kjósa í Alþingiskosningunum samkvæmt þessum link:    

http://xhvad.bifrost.is

Ég tók prófið og svei mér þá.      Held ég sé bara búin að ákveða mig  Happy 

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 47%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Frjálslynda flokksins! 

Er hann ekki eini flokkurinn sem vill virkilegar breytingar í þjóðfélaginu í dag  (sem vit er í btw)??? 

Það fyndna við þetta er að ef maður hefur enga skoðun á neinu málefni þá kemur þetta svar:  Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar.   LoL  Þetta er skrítið próf verð ég að segja.


...gente di mare....

Jæja þá er búið að setja í mig Lester Jones rörið og svei mér þá ég held það virki bara fínt Joyful  Er reyndar aðeins bólgin og er pínu að þurrka ennþá en vonandi lagast það á næstu dögum.  Ég fór náttúrulega að setja í eina þvottavél áðan (ekki alveg að fíla það að sitja eða liggja hreyfingarlaus allan daginn Pouty) og þá fann ég nú dálítinn þrýsting í auganu og hann Lester vinur minn ætlaði bara að yfirgefa samkvæmið Crying  Já rörið poppaði eitthvað upp þannig að ég varð að ýta því niður aftur og fannst það ekkert mjög spennandi.  Reyndar var búið að segja mér á augndeildinni að þetta gæti gerst en væri ekki mjög líklegt og þá ætti ég bara að ýta því varlega niður aftur.  Jaaaá einmitt.  Sniðugt Whistling  En þetta rör er sem sagt alveg í augnkróknum og maður sér í það ef horft er vel... þannig að þetta er allt saman ansi opið og ég er að bera smyrsl í augað 3x á dag til að varna því að sýking berist í þetta. 

En ég er búin að hlusta á Bylgjuna í allan dag og er að komast í Euro fííííllllíííng.  Gömlu góðu lögin búin að hljóma í allan dag og maður bara að komast í stööööð!!!

AÐEINS 3 DAGAR Í BÚST STELPUR!!! Grin Grin Grin  Ég ætla að kjósa utankjörfundar á föstudaginn en gallinn er bara sá að ÉG VEIT BARA EKKERT HVAÐ ÉG Á AÐ KJÓSA NÚNA.  Mér finnst allir vera að lofa því sama...  og svo stendur auðvitað enginn við neitt.  Allir gleyma því hverju var lofað eða finna einhverja góða ástæðu fyrir því af hverju ekki er staðið við loforðin W00t  Spurning um að skila auðu bara.... hmmm

DIGGI LÚ DIGGI LEI, ALLA TITTA PO MEI......  jeeee jeee jeeee


Nú verða sagðar fréttir

Í fréttum er þetta helst:

Við litla fjölskyldan brunuðum til borgarinnar í gær til þess að skoða fellihýsi Smile  Byrjuðum á því að fara í Ellingsen þar sem þeir eru með umboð fyrir Coleman fellihýsin sem heita reyndar í dag Fleedwood.  Þetta voru auðvitað allt saman ný hús og rosalega flott og líka rosalega dýr.  Okkur leist best á Cheyenne húsið sem er 10 fet að stærð, með ísskáp og geymslukassa framan á og löngum bekk inni sem kemur við endann á borðinu.  Þannig geta a.m.k. 8 manns setið í því fyrir utan rúmin Smile  En jæja við ákváðum að skella okkur í Hafnarfjörðinn til að skoða eitt hús sem við vissum af til sölu.  Það er líka Coleman en heitir Larame minnir mig.  Okkur leist rosalega vel á það því það er mjög svipað Cheyenne húsinu, einmitt með geymslukassa utan á beislinu, ísskáp, og svona bekk við endann á borðinu (reyndar aðeins styttri því það kemur borð við hliðina og skápur undir því) en svo fylgir þessu húsi líka 2 ljós, snyrtiborð með spegli (algjörlega nauðsynlegt fyrir húsmóðurina), skyggni, stór geymsluhyrsla úr nyloni með fullt af hólfum og gasgrill sem hægt er að festa utan á húsið.  Og okkur leist svona ljómandi vel á þetta fellihýsi þannig að við bara keyptum það Whistling  Þetta er 2004 árgerð en hefur aðeins verið notað eitt sumar í útilegur því hjónin sem áttu það fluttu það sjálf inn síðasta vor og þetta var sýningarhús úti í Ameríku þannig að það er eins og nýtt.  Bara frábært Grin Grin Grin  Þannig að nú auglýsum við eftir skemmtilegum ferðafélögum í sumar....

Coleman  Fellihýsið er ekki ósvipað þessu á myndinni. 

Nú svo er ég að fara aftur í aðgerð á morgun.  Læknirinn ætlar að reyna að klára það sem hann byrjaði á um daginn.  En eins og þið kannski munið þá varð hann að hætta því það blæddi svo mikið.  Þessi aðgerð er mun einfaldari þar sem hann var búinn að gera gatið fyrir glerkubbinn og rörið (Lester Jones túpuna) þannig að nú skutlar hann þessu bara inn og voila.... mín komin með þessi fínu táragöng (7-9-13).  Ég vonaaaaaa  allavega innilega að það verði ekkert flóknara en þetta og að það fari ekki að blæða svona aftur.  Ég á sem sagt að mæta í fyrramálið kl. 7.30 takk fyrir og vonandi verð ég komin snemma á skurðarborðið.  Síðast þurfti ég að bíða í nokkra tíma.   En ef það blæðir ekki svona mikið þá fæ ég að fara heim samdægurs.  Jibbí.

Ég fór aftur til hómópatans míns á föstudaginn.  Bjóst nú hreint ekki við góðri mælingu þar sem ég fór í eina aðgerð og á vikuskammt af sýklalyfjum í millitíðinni.  Einnig hafa verið miklar veislur eins og páskarnir og afmæli Sigrúnar og fleira og ég því "svindlað" aðeins.  En mælingin kom mun betur út en Birna þorði að vona og ég er bara í góðum málum þannig séð.  Á auðvitað að halda áfram að forðast sömu efni og síðast (forðast hörðu efnin hehe) og þá held ég mér nokkuð góðri í meltinu og ristli.  Já já þið fáið bara allar fréttirnar í einum pakka hérna.  Svo gjöriði svo vel!!!

Læt heyra í mér eftir aðgerð.


Jæja góðir gestir

Við Sigrún vorum að koma frá Selfossi.  Hittum nokkrar skvísur sem við Svava vorum með í Kennó fyrir nokkrum árum.  Allar með börnin og við erum sex kellur sem höldum mest hópinn (útskrifaðir leikskólakennarar í júní 2001) og 4 af okkur eignast barn á þessu ári.  Smile  Ótrúlega ríkar konur.  Þegar þau eru öll fædd þá eigum við til samans 11 börn Wink   VÁ!!!  Geri aðrir betur.  Þórlaug og Olla komu sem sagt austur fyrir fjall í dag með krílin 2 og við hittumst heima hjá Svövu.  Agalega gaman.  Nú svo er bara vika í að við förum allar saman í bústað í mæðraorlof.    Þá reynir á karlana okkar góðu að vera einir með börnin Joyful  En þetta eru nú svo miklir englar að það verður auðvitað ekkert mál Halo  tíhí.  Ja ein okkar er löglega afsökuð þar sem hún býr í Danmörku og er reyndar að fara að eiga barn á næstu dögum.

Stefnum að því að taka til í garðinum um helgina.  Er eiginlega ekki að nenna því ef ég segi alveg eins og er....   ég vildi óska þess að ég hefði grænni fingur en raun ber vitni.  Mig vantar slatta af áhuga og dass af hugmyndaflugi fyrir skemmtilegan garð sem þarfnast ekki mikillar umhugsunar.  Einhverjar hugmyndir???

Svo vantar okkur ennþá fellihýsi.  Helst Coleman (skilst að þau séu best) og um 10 fet.  Karlinn vill ekkert minna.  Ætli ég taki svona mikið pláss??  Hmmmm     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband