Kominn júní

    Pæliði í því.  Það er kominn JÚNÍ!!!   Sumarið verður búið áður en maður nær að snúa sér við.  Við ætlum nú að reyna að skella okkur í nokkrar útilegur í sumar.  Það sem er "defenetlí" ákveðið er fjölskylduútilega í Borgarfirði um miðjan júlí en allt fólkið okkar kemur frá Noregi.  Það verður gaman að hitta þau öll.  Nína, Kjell, Gunn Vigdis, Helen og Harald og öll börnin maður vá.  Frábært alveg.  Ætlum svo að halda áfram norður og austur á land í einhverja daga.  Svo stefnum við á Úlfljótsvatn, Laugarás og Þingvelli jafnvel... eina nótt kannski því ekki nennir maður að vera lengi á stað þar sem ekki má heyrast í manni eftir 10 á kvöldin Woundering  ég meina come on!  Börnin eru nú úti að leika langt frameftir á tjaldsvæðum um hásumarið.  Mér skilst allavega að á Þingvöllum verði að vera komin ró á liðið kl. 22.00  TAKK FYRIR!  Sjáum til hvað við gerum.

Reykingabannið á skemmtistöðum hefst á morgun.  Gott mál það.  En það verður nú gaman að sjá hvort blindfullir Íslendingar (og aðrir of course) fari eftir þessu.  Það verða nú örugglega einhverjir úti í horni að reyna að "laumast" til að kveikja sér í og segja svo bara:  "Haaa?  Bannað að reykja?  Hva segirrrru?  Errrrt a meinedda?  Jiiii ég vissi þakki sko!!!"      

 

Óskum eftir ferðafélögum í útilegur í sumar Grin


Hvítasunnuhelgin afstaðin

Jæja margt búið að gera um helgina.  Ber helst að nefna að á föstudaginn var opið hús hjá okkur í Krakkaborg og sungum við í kórnum okkar með Hörpukórnum (eldri borgarar) í Þingborg og tókst það ljómandi vel.  Við vorum ansi stolt af hópnum okkar og þau stóðu sig svo vel. 

Um kvöldið fórum við svo í Timburhól (skógarlundurinn rétt hjá afleggjaranum heim til okkar) því þar var búið að kveikja í kolum og kom hópur saman til að grilla og hafa gaman.  Leikhópurinn í Flóahreppi sýndi svo frumsamið verk sem var assgoti gott.  Sigrún hitti m.a. Kolbrúnu Kötlu vinkonu sína úr leikskólanum. 

Laugardagurinn var nú nokkuð fljótur að líða hér á bæ þar sem húsmóðirin stóð sveitt í eldhúsinu eitthvað að fást við mat.  Gerði 2 stórar brauðtertur fyrir fermingu Þuríðar sem var svo í gær.  Afrakstur svitans má svo sjá hér Laxatertur  agalega fínar og voru hinar bestu á bragðið.  Sigrún og Stebbi skelltu sér í Töfragarðinn á meðan.

Nú svo brunuðum við til Reykjavíkur snemma á Hvítasunnudag til að mæta í Langholtskirkju þar sem fermingin fór fram.  Þuríður stóð sig eins og hetja og var auðvitað langflottust.  Sigrún var nú ekki alveg að nenna þessu og spurði sífellt hvenær þetta væri búið því þetta væri svooooo leiðinlegt!!!  Gasp  Hún reyndi nú að drepa tímann þessi elska með því að tóna með prestinum og fara 2x á klósettið og svona.  LoL  Svo fórum við í veisluna og fengum þennan líka æææææðislega mat, bland af hinum og þessum réttum og sælkeratertur auðvitað Smile  Þetta var voða gaman og svo eftir veisluna ákváðum við litla fjölskyldan að bruna í Skorradalinn að heimsækja Svövu og co í sumarbústað.  Það var alveg frábært.  Meiriháttar staður alveg, bústaðurinn er nálægt vatninu og svo skógurinn og fjöllin í kring.  Sigrún, Reynir og Ísak (frændi Reynis) nutu sín úti í náttúrunni og kallarnir okkar Svövu fóru á seglbát út á vatnið.  Voða gaman.  Svo keyrðum við Hvalfjörðinn heim og fórum Þingvallamegin.

Nú í dag opnuðum við svo fellihýsið loksins og erum við búin að stúdera allt í sambandi við uppsetninguna á því.   Ég er voða spennt að fara í fyrstu útileguna og prufa græjuna.  Sigrún vill nú bara sofa þarna úti í nótt Happy  Hún skellti sér inn og náði í köku sem hún vildi nú endilega borða í fellihýsinu þannig að fyrsta kökumáltíðin er afstaðin í þessu líka fína húsi Smile   Fyrsta kökumáltíðin    jú mér líst bara ágætlega á þetta   Það eru komnar nokkrar nýjar myndir inn í albúm merkt sumar 2007 hér neðar á síðunni.  Einnig eru nýjar myndir á heimasíðu Sigrúnar  http://barnanet.is/sigrunstef


Rok, rok ég ræ ekki

Þetta er nú meira hel... rokið hérna á þessu skeri.  Maður bara nær ekki andanum í þessu.  Púff.  Fékk bílhurðina í andlitið áðan á meðan ég var að hleypa Sigrúnu út.  Svei mér þá.  Ef ég hefði nú fengið marblett eftir hana þá hefði nú einhver haldið að um heimilisofbeldi væri að ræða.  Maður rétt búinn að jafna sig eftir augnaðgerð... en já talandi um augnaðgerð.  Rörið fína poppaði nú bara upp úr hjá mér á sunnudaginn síðasta þannig að nú er ég röralaus og ekki hægt að kalla mig Lester Jones lengur Woundering  Þannig að ég þurfti enn og aftur að hitta Harald augnlækni á miðvikudaginn og hann sagði að næsta skref væri að prufa aðra týpu.  Já þetta var einfaldlega ekki mín týpa Wink  en hann vill bíða með það fram á haustið.  Leyfa bólgunni alveg að hjaðna og auganu að jafna sig og sonna.  Gott að það sé alveg búið að lagast þegar á að fara að þjösnast á því á nýjan leik.  Þetta er nú meira ástandið.  En ok.  Ég verð að sætta mig við það að tárast í sumar og mega svo búast við aðgerð á ný upp úr miðjum ágúst.  Great!!!  Eins gott að þetta virki þá.  Spurning um að fá lengra rör næst því þau eru víst til mislöng.

Annars lítið títt af þessum bæ.  Fjör í Flóanum um helgina og ætlum við fjölskyldan að reyna að taka aðeins þátt í því á milli þess sem ég smyr á brauðtertur fyrir fermingu Þuríðar sem er á Hvítasunnudag.  Var að panta brauðin áðan og þá er bara að skella í salatið á morgun.  Smyrja svo á laugardag.  Skreyta á sunnudag.  Ekki gott plan???  Smile 

Heyrumst.


Candy floss sumarið mikla, úffff!

Við Sigrún skunduðum til Reykjavíkur í dag.  Byrjuðum á því að hitta Sibbu söst í Kringlunni.  Sigrún fór í Ævintýraland og skemmti sér konunglega.  Við Sibba áttum erindi í búð í Kringlunni.  Segi ekki meir þar sem sumir gætu verið að lesa Joyful  Þegar það var búið fengum við okkur kaffi og með'ðí á Kaffi tár.  Mmmmmm besta kaffið í heimi Smile  Svo náðum við í Sigrúnu og hún fékk pizzu og brauðstangir frá Dominos á Stjörnutorgi. 

Svo kvöddum við Sibbu og brunuðum í Fjölskyldugarðinn á M 12 hátíð.  OG JE MINN EINI.  Þvílíkt og annað eins kraðak af fólki.  Ég sleppti varla hendinni af Sigrúnu því það hefði EKKI verið auðvelt að finna hana aftur í mannmergðinni.  Við urðum nú fyrir svolitlum vonbrigðum með þennan dag.  Það var ægileg eftirvænting í Sigrúnu fyrir þennan dag því hún ætlaði sko í hringekjuna og í hoppukastala og að sjá Skoppu og Skrítlu.  Sem henni finnst by the way ÆÐISLEGAR.  Nú biðraðirnar í tækin voru tugi metra að lengd og það tæki sem heillaði mest hjá henni mátti hún ekki fara í því hún var ekki nógu há Frown  Þá var aðeins grátið.  Svo hún fór þá á risa hoppudýnu þar sem sást nú varla í dýnuna fyrir krökkum.  En hún prófaði og staldraði nú stutt við.  Hún hoppaði og skoppaði upp í loftið og vildi bara koma af.  Pínu meiri grátur Frown  Aðeins of margir STÓRIR krakkar.  En jæja þá hófst leitin að Skoppu og Skrítlu.  Við spurðum örugglega 10 starfsmenn (krakka BTW) hvar þær ættu að vera en enginn vissi neitt.  "eeee sko ég held þær verði á sviðinu sem er einhvers staðar þarna" og bentu út í loftið.  Annar sagði að þær yrðu hjá Víkingaskipinu.  Enn einn sagðist bara ekki vita það sko... "ég bara vinn hérna"  Oh my god!!!  Þvílík hjálp sem var í þessu liði.  Við gengum fram og til baka í garðinum þangað til við runnum bara á hljóðið í þeim og þá var mikil gleði að finna þær.  Sigrún fór auðvitað fremst við sviðið (en ekki hvað!!!  Hefur góða fyrirmynd LoL ) og hlustaði á þær syngja af miklum áhuga.  Svo þegar þær voru búnar með showið hófst myndataka með öllum börnunum.  Við lentum nú frekar framanlega í því þannig að ég skelli inn myndum af því við tækifæri.  Glaðar héldum við ferð okkar áfram um garðinn og ákváðum að fara í Candy floss röðina.  Og je minn eini.  Biðum í klukkutíma í röð þar til við gáfumst upp.  Við ákváðum að fara bara á einhvern annan stað til að reyna að finna þetta Candy floss því það kom ekki til greina að kaupa eitthvað annað í staðinn.  Candy floss skyldi það vera GetLost  En jæja þá fórum við bara aftur í bílinn og heyrðum í Stebba og hann var þá akkúrat kominn í bæinn af Landsþingi Landsbjargar sem var á Suðurnesjunum.  Við ákváðum að skella okkur í Kolaportið því ég hafði hlerað það í Fjölsk.garðinum að það fengist Candy floss þar.  Og jú jú við fundum það og þá var nú kátt í höllinni Grin  Og við fundum líka harðfisk og nammi og þá fóru allir glaðir heim.

Jú dagurinn var bara nokkuð góður í heildina séð og Sigrún hæstánægð þegar öllu var á botninn hvolft Joyful 

Góða nótt   


Enn smá von

Fór til augnlæknisins í dag í "check up" og hann sagði að augað væri ekki enn búið að jafna sig eftir aðgerðina og því væri enn von um að táragöngin ættu eftir að virka betur.  Það er enn bólga í þessu þannig að nú er bara að bíða og sjá.  Hann vill hitta mig aftur í haust til að sjá þá betur hvernig þetta virkar í raun og þá getur hann betur metið hvort borgi sig að reyna við hitt augað.  Já þá er bara að krossa fingur og vona það besta   Ég er sem sagt ennþá að þurrka úr auganu en finn þó nokkurn mun.  Þurrka orðið oftar úr hægra auganu núna.  Æ ég veit ekki... þetta kemur bara í ljós.

Fór svo aftur í bæinn í dag í afmæli hjá "litlu" frænku minni sem varð 14 ára í dag   Já hún Þuríður er orðin 14 og mun fermast á Hvítasunnudag.  Ja hérna hér.  14 ára já.  Sumarið 1988...  nokkur stikkorð fyrir ykkur sem þekkið mig og vitið hvað þau þýða, malbikun, skólinn, Rannveig - your mother, kúlutjald, sætaferðir, Fiat uno... segi ekki meir!!!    

Stefni á garðvinnu á morgun.  Prrrrrrrrrrrrrrrrrr  yfir og út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband