Steeeeelpurnar...

á Stöð 2 eru náttúrulega bara snillingar.  Maður situr agndofa yfir hverjum þætti og veit stundum ekki hvort maður eigi að hlæja eða ...  ja bara hneykslast.   Ha ha ha LoL  þátturinn í kvöld var algjör snilld...  mæli með því að þið horfið á þessa vitleysu. 

Ekki ósvipað og þegar maður lá yfir áramótaskaupunum hérna um árið...  Viltu ekki vita hvað við átum líka eyminginn þinn...  Það má ekkert í þessu þjóðfélagi.  Viltu ekki fá að sjá mynd af mömmu líka sporhundurinn þinn HA HA HA A HAAAAA.  Þvílík gargandi snilld  LoL 

En jæja.  Kvikindið er ennþá á veggnum hjá okkur og ég held svei mér þá að þetta sé eitthvert fáránlegt fiðrildi frá Rússlandi eins og ein góð bloggvinkona benti mér á.  Alla vega ekkert hættulegt sko. 

Bið að heilsa heim. 


Þekkir einhver kvikindið?

Padda  Þetta kvikindi hékk hér inni í bíslaginu þegar ég kom heim úr vinnunni í dag.  Jakk.  Ef þið viljið sjá það stærra þá smelliði á myndina.  Ég held samt að þetta sé ekki fiðrildi. 

Anyone? 


Jahá konur eru klárar

Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði

froskurinn:
Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú.
Ella
svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans.
KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.

26.ágúst

Jæja þá höfum við hjónin verið gift í eitt ár í dag     Undarlega fljótt að líða allt saman og mikið búið að bralla.   T.d. byrjuðum við á að fara í brúðkaupsferð til Danmerkur í 6 daga, svo byrjaði ég í nýrri vinnu og Sigrún á nýjum leikskóla á þessu tímabili, keyptum okkur fellihýsi og búin að ferðast slatta og fleira og fleira.  Við héldum upp á daginn í gær eiginlega með því að fá okkur humarpizzu og hvítvín, nammi namm.  

Sigrún keppti á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti í gær við Félagslund á Flóamótinu.  Hún var voða spennt og tók þátt í 60 metrunum og langstökki.  Það voru 4 stökk í langstökkinu og henni fór fram í hverju stökkinu á fætur öðru og Unnur frænka hennar var henni innan handar með tæknina hehe.  Hún á náttúrulega ekki langt að sækja hæfileikana skvísan (já NEEEI ekki líta á mig GetLost ) og hún var alveg uppfull af áhuga. 

Búið er að skrá prinsessuna á bænum í fimleika í vetur.  Þurfum að fara eldsnemma á fætur á laugardögum úff og ég sem hélt ég fengi að sofa út um helgar Sleeping  En jæja það er svo sem ágætt að koma sér bara á fætur og nýta dagana.  Stebbi fær reyndar að fara með henni í fyrsta tímann þar sem ég verð í bústað í húsmæðraorlofi með öðrum góðum skvísum, vúhúúúú    

Er enn að hugsa málið með naggrísinn.  Veit ekki alveg hvort ég sé tilbúin í þetta... þrífa þrisvar í viku, muna að gefa mat og vatn, knúsa og allan þann pakka.  Á stundum alveg nóg með mína og mitt heimili eins og það er.   Sumir hérna eru oft ansi miklir orkuþjófar Whistling  hehe.   Reyndar er nú hægt að taka dýrið með sér í ferðalög þannig að þetta ætti ekki að vera svo mikið mál.

Yfrogút


Do you speak English?

Ég lenti í því um daginn að fá 2 túrista í hana Rauðhettu mína litlu W00t  en þannig var að ég og Sigrún vorum að koma úr leikskólanum og fórum á Olís til að taka bensín.  Þegar ég er að ganga inn um dyrnar er ég stöðvuð af einum ferðamanni sem spyr mig:  "Do you speak English?"  Og ég hélt það nú og maðurinn spyr mig hvort ég sé að fara í þessa átt og bendir í áttina að brúnni.  Jú jú ég var á þeirri leið.  Þá segist hann vera með félaga sínum á leið á puttanum inn í Thorsmork og hvort þeir megi fá far á hina bensínstöðina sem er N 1 væntanlega.  "Yes of course" sagði ég bara og sagðist ætla inn að borga fyrst.  Kom svo aftur út og sagði þeim að elta mig Wink  Þeir voru með 2 ansi stóra bakpoka með sér og komst nú annar þeirra rétt svo í skottið á bílnum og hinn fór í fangið á manninum sem settist framí.  Sigrún varð nú hálf hissa á þessu og ég lækkaði í MIKA um leið og við stigum inn í bílinn og ég kynnti dóttur mína og sagði að hún væri mikill MIKA fan LoL 

Nú ég fór að spjalla við þá og þeir sögðust vera frá Belgíu og að þetta væri fyrsti dagurinn þeirra  (þetta var á þriðjudaginn þegar MESTA rigning ever var á Selfossi).  Gaman að byrja fríið svona hehe.  En hverju er svo sem við að búast á okkar yndislega landi öðru en einmitt rigningu og roki.  Þeir ætluðu að byrja á Þórsmörk og fara svo að sjá Þingvelli og Gullfoss og Geysi.  Spurðu mig svo hvort ég mælti með einhverjum stað sem þeir ættu að sjá....  OMG ég fraus náttúrlega og datt ekkert annað í hug en Stokkseyri, muhhaaaaaaa.   Ég sýndi þeim á korti hvar sá ágæti bær er (ef bæ skyldi kalla) og sagði þeim að þar væru ýmis söfn að finna og að fjaran þar væri einstök.  Gleymdi að minnast á humarinn æ æ.  En mennirnir komust með mér á gömlu Esso (er ekki alveg að gúttera þetta ENN EINN) og stóðu allt í einu kviknaktir á planinu þar sem ég náði nú að spyrja þá spjörunum úr W00t  Og við Sigrún brunuðum heim á leið með MIKA í botni...

Suckin´ too hard on your lollipop oh love´s gonna let you down ..... újeeeee Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband