Hvaðan koma þessi svör???

Sit hér agndofa yfir svörum dóttur minnar Shocking  Við vorum að skoða tölvupóstinn minn og þar sá hún mynd af 2 börnum frá SOS  - Barnaþorpum og spurði hvaða börn þetta væru og ég sagði henni að þessi börn væru munaðarlaus og ættu ekki heima hjá mömmu sinni og pabba.  Ég sagði henni að sum börn úti í heimi fengju lítið eða ekkert að borða.  "Æ hvað það er nú sorglegt" sagði hún eftir langa umhugsun.  "Eru þau þá alltaf svöng?"

Þessi mynd fékk mig til að hugsa alvarlega um að styrkja eitt barn hjá barnaþorpunum.  Það kostar 2300 kr. á mán. að gerast styrktarforeldri og þá fær maður mynd af barninu og upplýsingar reglulega um barnið sem maður styrkir.  Fær að fylgjast með þroska þess og svoleiðis og mér finnst þetta hljóma mjög spennandi.  Manni líður líka svo vel í sálinni vitandi að maður getur skipt sköpum fyrir þó ekki sé nema eitt barn og gefið því von um betra líf.

Svo sat Sigrún áfram með mér og fór að tína rauða glersteina upp úr krukku hérna og sagði að þetta gætu bara verið peningarnir þeirra InLove  litla snúllan bara búin að redda málunum.

Annars er það helst í fréttum úr Vorsabænum að við vorum með 2 næturgesti hjá okkur síðustu nótt.  Þóra vinkona mín og Eydís 10 ára dóttir hennar eru á landinu (búa úti í DK) og það var nú gaman að fá þær í heimsókn.  Eydís hefur bara búið úti í Danmörku og ekki upplifað mikið sveitalíf eins og það gerist hér og var alveg uppveðruð af hestunum, folöldunum, öllum beljunum og fjósinu.  Gaman að sjá hana upplifa þetta svona Smile 

Nú og hann Stebbi minn er að steypa sökkulinn á hænsnakofanum hér fyrir neðan fjós í þessum töluðu orðum InLove  Heart  Joyful  Skyldu verða komnar hænur næsta vor hjá okkur?

Annars er ég að spá í hvort við ættum að fá okkur naggrís.  Hvernig líst ykkur á þá hugmynd?


Föstudagur

AUGLÝSING - ÚTIMARKAÐUR

ÚTIMARKAÐUR VERÐUR HALDINN Á KRÍUNNI (það er kráin sem er við Glóru í Flóahreppi) LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST N.K. OG ÆTLUM VIÐ Í LEIKSKÓLANUM KRAKKABORG AÐ VERA MEÐ SÖLUBÁS ÞAR.  ÞAÐ ER FJÁRÖFLUN FYRIR NÁMSFERÐINA SEM VIÐ STEFNUM Á AÐ FARA Í Á NÆSTA ÁRI TIL SVÍÞJÓÐAR.

ÝMISLEGT GOTT OG GIRNILEGT VERÐUR TIL SÖLU ÞARNA.  MÁ ÞAR NEFNA SULTUR, KÖKUR OG ANNAÐ BAKKELSI, ÝMISLEGT HANDVERK OG FLEIRA OG FLEIRA.

ALLIR AÐ MÆTA Á MARKAÐINN LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST.  HEFST HANN KL. 12 OG VERÐUR EITTHVAÐ FRAMEFTIR DEGI. 

SJÁUMST Smile


Mánudagur

    Dreymdi í nótt að Íris B. vinkona mín hefði verið að gefa mér ráð varðandi dóttur mína og hennar hegðun, hhmmm  hmmmh!  Undecided  Það boðar víst bara gott að dreyma nafnið Íris:  Í: Íris ...
    Þýðing: Þetta nafn boðar farsæla lausn á máli sem hefur verið að íþyngja þér. ...  (http://www.draumar.is)  
    Æ hvað var nú gott að vita það Smile  Ekki laust við að maður þurfi smá ráðleggingar varðandi prinsessuna á bænum.  Þó maður sé leikskólakennari getur maður ekki vitað allt W00t  Whistling
    Út í Bjarnarey  Annars kom maðurinn minn heim með um 20 lunda í gær.  Þessi mynd er tekin út í Bjarnarey.  
    InLove  Við grilluðum nokkra og pönnusteiktum líka smá og ég held að það hafi verið betra en grillið.  Steikti hann upp úr smjöri auðvitað Joyful 

Nýjar myndir

Yo beibs!

Það eru komnar nýjar myndir inn á heimasíðu Sigrúnar (tengill hér neðar).  Myndir frá Versló nú í sumar og AAAAH.  Gleymdi að setja inn myndir frá ættarmótinu.  Fer í það fljótlega.    Stebbi fór með nokkrum félögum á slöngubát til Eyja í morgun.  Þeir fóru frá Bakka og hann hringdi í mig áðan og þá voru þeir í Bjarnarey að veiða LUNDA, nammi namm Grin    Þarf núna að skutlast til að sækja prinsessuna í afmæli hjá vinkonu sinni sem er með henni í leikskólanum.

Yfir og út!


ooo litla rófan

Mæli með nýjum íslenskum rófum þessa dagana.  Ekkert smá safaríkar og góðar.  Og svo líka bráðhollar Wink 

Gulrófan (Brassica napus rapifera) er upprunnin í N-Evrópu og er hennar fyrst getið með vissu í ræktun á Íslandi í upphafi 19. aldar. Hún var meðal þeirra matjurta sem fyrstar náðu útbreiðslu meðal landsmanna.
Gulrófan er C-vítamínauðug og hefur verið kölluð appelsína norðursins..

Áætluð meðalneysla á íbúa er 2,4 kg á ári. Til megin framleiðslunnar er sáð að vori (apríl / maí) en einnig eru þær forræktaðar í gróðurhúsum og plantað út í byrjun sumars. Þær gulrófur koma á markaðinn þegar geymslu gulrófurnar eru að klárast. Til að flýta uppskeru þeirra eru notaðir dúkar sem settir eru yfir eftir sáningu eða útplöntun.
Til eru íslenskir stofnar af gulrófum og eru þekktastir Kálfafellsrófa og Ragnarsrófa. Einnig hefur verið ræktaður stofn sem nefnist Sandvíkurrófa. Algengasta afbrigði í ræktun er Vige sem er norskt afbrigði og Sandvíkurrófa sem er stofn af Kálfafellsrófu
(tekið af vef Sölufélags garðyrkjumanna)
Í kjölfar þessarar fræðslu deili ég því með ykkur að ég fór í 40 mínútna stafgöngu heima í sveitinni í gær Grin 
Skyldi átakið vera hafið?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband