Do you speak English?

Ég lenti í því um daginn að fá 2 túrista í hana Rauðhettu mína litlu W00t  en þannig var að ég og Sigrún vorum að koma úr leikskólanum og fórum á Olís til að taka bensín.  Þegar ég er að ganga inn um dyrnar er ég stöðvuð af einum ferðamanni sem spyr mig:  "Do you speak English?"  Og ég hélt það nú og maðurinn spyr mig hvort ég sé að fara í þessa átt og bendir í áttina að brúnni.  Jú jú ég var á þeirri leið.  Þá segist hann vera með félaga sínum á leið á puttanum inn í Thorsmork og hvort þeir megi fá far á hina bensínstöðina sem er N 1 væntanlega.  "Yes of course" sagði ég bara og sagðist ætla inn að borga fyrst.  Kom svo aftur út og sagði þeim að elta mig Wink  Þeir voru með 2 ansi stóra bakpoka með sér og komst nú annar þeirra rétt svo í skottið á bílnum og hinn fór í fangið á manninum sem settist framí.  Sigrún varð nú hálf hissa á þessu og ég lækkaði í MIKA um leið og við stigum inn í bílinn og ég kynnti dóttur mína og sagði að hún væri mikill MIKA fan LoL 

Nú ég fór að spjalla við þá og þeir sögðust vera frá Belgíu og að þetta væri fyrsti dagurinn þeirra  (þetta var á þriðjudaginn þegar MESTA rigning ever var á Selfossi).  Gaman að byrja fríið svona hehe.  En hverju er svo sem við að búast á okkar yndislega landi öðru en einmitt rigningu og roki.  Þeir ætluðu að byrja á Þórsmörk og fara svo að sjá Þingvelli og Gullfoss og Geysi.  Spurðu mig svo hvort ég mælti með einhverjum stað sem þeir ættu að sjá....  OMG ég fraus náttúrlega og datt ekkert annað í hug en Stokkseyri, muhhaaaaaaa.   Ég sýndi þeim á korti hvar sá ágæti bær er (ef bæ skyldi kalla) og sagði þeim að þar væru ýmis söfn að finna og að fjaran þar væri einstök.  Gleymdi að minnast á humarinn æ æ.  En mennirnir komust með mér á gömlu Esso (er ekki alveg að gúttera þetta ENN EINN) og stóðu allt í einu kviknaktir á planinu þar sem ég náði nú að spyrja þá spjörunum úr W00t  Og við Sigrún brunuðum heim á leið með MIKA í botni...

Suckin´ too hard on your lollipop oh love´s gonna let you down ..... újeeeee Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ frænka ;)

Bara að kvitta fyrir mig ;)

Bara fjör hjá ykkur í gær hehe

Hafið það extra gott og vona að þið Svava séuð farnar að pæla í hittingnum í haust hehe ;)

Kveðja úr nafla alheimsins ;)

Elínj Birna (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

He he he....góður.....ég er enn reyklaus elskan og búin að vera núna í 16 daga. Þvílíkur munur Ég er skelfileg í ensku og þegar ég er spurð til vegar af túristum lenda þeir yfirleitt í ógöngum blessaðir..he he he  Eigðu ofur góða helgi elskan og ég sendi þér stórt knús frá mér

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.8.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 123806

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband