Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hræðilegt tjón hjá Bjössa og Svövu

Það er sorglegt að sjá hversu mikið tjón hefur orðið í Ingólfsskála og mér verður hugsað til Gunnars og Áslaugar sem búa úti í Bandaríkjunum.  Ævistarfið hjá Bjössa og Svövu orðið að engu eftir þetta og það er hreinlega erfitt að skoða myndirnar af skemmdunum hjá þeim.  Ég var þarna að borða fyrir hálfum mánuði síðan og fengum við hópurinn dýrindis rjómalagaða asparssúpu og brauð og kaffi og köku á eftir.  Ótrúlegt að nú skuli allt vera í rúst á þessum stað og ekki að sjá í bráð að hægt verði að byggja þetta upp að nýju.  Vonandi verður það þó hægt.

Ég svaf nú ekki sem best í nótt.  Var alltaf að vakna við smáskjálfta og þó þetta séu smáskjálftar þá hrekkur maður upp með látum og hjartað  hamast og svo var auðvitað  mjög erfitt að festa svefn aftur.  Sigrún svaf þá alla af sér og Stebbi líka.  Ég sef nú aðeins lausar en þau Undecided 

En vonandi er þetta búið núna og nú þarf að fara að taka til hendinni heima  hjá mömmu og pabba og ömmu Boggu.  Þau sváfu öll í bústaðnum í  nótt og þar hafði enginn hlutur hreyfst.  Maður fer nú með smá ótta í blokkina verð ég að segja Crying


mbl.is Ingólfsskáli eyðilagðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálæði upp á 4.hæð

Já það er ekki  þægilegt að vera staddur á 4.hæð þegar svona öflugur jarðskjálfti ríður yfir.  Sem betur fer virðist sem fólk hafi ekki slasast alvarlega í skjálftanum en öllum er auðvitað mjög brugðið.  Foreldrar mínir ætla að sofa í bústaðnum sínum í nótt og amma líka og svo verður væntanlega farið í tiltekt á morgun.  Errm  Eins og þessar myndir sýna þá er íbúðin hjá mömmu og pabba í rúst og glerbrot út um allt gólf. 

Skjálftamynd 1    Bókaskápurinn uppi    IMG_1181 


mbl.is Íbúar fá að snúa heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fjölskyldan erum heil á húfi

Þvílíkt og annað eins hef ég nú ekki upplifað áður þar sem ég var stödd í Danmörku 2000 þegar stóru skjálftarnir riðu þar yfir.  Við mamma vorum 2 uppi í blokk (4.hæð í Fosslandi á Selfossi) þegar skjálftinn kom og Guð minn góður hvað manni brá.  Við stóðum í sinn hvorri dyragættinni og  héldum okkur  í og hristumst og horfðum á munina hrynja úr hillum og myndir detta á gólfið og brotna og einmitt brothljóðin voru mikil.

Það fyrsta sem ég gerði eftir þessi ósköp var að hringja út á leikskóla þar sem Sigrún var því ég átti frí í dag og þar voru þau öll komin út þegar skjálftinn kom svo þau fundu minna fyrir honum en fundu samt jörðina skjálfa og sum börnin urðu skelkuð.  En allir heilir á húfi.  Við brunuðum svo til Boggu ömmu þegar búið var að opna Ölfusárbrúna og þar var allt á hvolfi líka en hún komin út úr húsinu og Lára og co voru komin þangað sem betur fer.  Amma slapp við meiðsli sem er ótrúlegt miðað við ástandið á heimilinu hjá henni.

Jæja fréttir!


mbl.is Skelfingarástand á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulrætur og radísur

Jæja þá er bóndinn minn bestaskinn búinn að græja fyrir mig matjurtargarð Grin  Grin  Grin  Hann er nú reyndar frekar lítill en ég er eitt sólksinsbros því ég ætla sko að koma upp gólrótum í sumar.  Keypti gulrótarfræ í Húrígúrí þar sem þau fengust ekki í Blómavali á Selfossi (frekar en neitt annað þar Errm) og ég prufaði að kaupa svona borða þar sem fræin eru í.  Keypti líka hin típísku fræ og ætla að prufa bæði.  Svo keypti ég líka hvítar radísur sem ég hef aldrei prufað og þær eru svona ílangar eins og gulrætur.  Virkilega spennandi og svo er spurning um að fá sér kóríander, basil og steinselju í potta út á pallinn sem er ekki til Undecided

Já ég finn að hinir grænu fingur eru hreinlega að spretta fram þessa dagana. 

Og hvað var með þessar radísur þarna...???  UUUU nei gulrófur!!!  Já gulrófur eða radísur skiptir það nokkru máli.  Enda hefur mér alltaf fundist gulrófur vondar svo vertu sæl!!!  Tounge  Föttuðu þið þennan???  Þeir sem fatta fá gulrót að launum LoL


Gamanið búið

Jæja þá er það ljóst - við urðum í 14. sæti Happy  sem mér finnst nú bara nokkuð gott og megum við vera stolt af okkar fólki.  Þau voru rosalega flott á sviðinu og útgeislunin var þvílík og þau gerðu þetta sko að sínu Tounge  Nei í alvöru þau voru bara flottust verð ég að segja og þetta blessaða Rússa lag bara prump.  Held svei mér þá að skautadansarinn hafi verið að hala inn stigunum þarna.  Heitir hann ekki örugglega BilUN en ekki BilAN?  Undecided  Hefði nú frekar viljað sjá Grikkland vinna... ja eða bara Noreg.  Þær voru þrælflottar skvísurnar enda urðu þær í hva....5. sæti er þakki?

Við urðum alla vega fyrir ofan Svíana og er þá ekki bara allt í orden eins og sagt er ?!  Wink

En kjötbolluveislan í Vorsabæ tókst vel með Vorsabæjar-rabarbarasultu og bræddu smjörlíki út á.  Ekki alveg það hollasta svona en come on!!! Hver borðar hollt á Eurovision-kvöldi?  Joyful


Það er bara veisla

Jæja þá er bóndinn loksins orðinn húsasmíðameistari Grin  Til lukku með það Stebbi minn InLove 

Útskriftin var í dag og minn maður mætti auðvitað til að taka við skírteininu.  Við Sigrún skruppum í nokkrar búðir á Selfossi eftir vinnu og færðum bóndanum svo gjöf að sjálfsögðu og nú er mín með steik í ofninum, rautt í glasi og blóm í vasa Wink 

Veislukvöld framundan Happy  Whistling  Wizard 

 


Ísland verður með

Jæja nú getur landinn heldur betur sest fyrir framan imbann á morgun og fylgst spenntur með því Ísland komst áfram, jibbbbbí.  Ég var úti að borða í gær með nokkrum skvísum af Bakkanum og við fögnuðum heldur betur þegar við fengum þær fréttir að við yrðum með á laugardag.  Tounge

Svo nú er bara að hendast í Bónus til að kaupa partýmatinn og í Mjólkurbúðina til að kaupa drykkina og hvetja okkar fólk heima í stofu á morgunLoL

En djö... voru þau flott í gær.  Geisluðu þvílíkt á sviðinu og orkan streymdi frá þeim.  Enda langþráður draumur LOXINS orðinn að veruleika Grin

Með Euro kveðjum Rannveig


Heja Norge!

Já þetta var bara nokkuð gott í kvöld verð ég að segja.  Finnsku rokkararnir voru náttúrulega bara eins og Iron Maiden þarna á sviðinu með tilheyrandi öskrum og takti.  Ég er ánægð með að Noregur og Finnland komast í aðalkeppnina á laugardaginn og held satt að segja að Noregur verði bara nokkuð ofarlega þetta árið.  Fínt lag hjá skvísunum sem voru hinar glæsilegustu á sviðinu.   

Veit ekki hvort ég get sagt það sama um kynbomburnar frá Armeníu og Grikklandi.  Gríska atriðið og lagið sjálft bara copy/paste af framlagi þeirra ... hvenær var það... þegar Helena söng fyrir Grikkland "you are the one, you're my number one!"  Algjörlega copy paste af því dæmi.  Veit ekki alveg hvort þetta sé málið í ár.  Kynbombur fara þó aldrei úr tísku eða hvað?!?!? Undecided

Ísland hlýtur að komast í aðalkeppnina ef lögin verða eins og þau voru í kvöld því langflest laganna var hreinlega ekkert varið í. 


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

E U R O V I S I O N - fyrri forkeppnin í kvöld

 Jæja gott fólk þá er fyrri forkeppnin í kvöld og svona er röðin skilst mér:

      1. Svartfjallaland                       
      2. Ísrael                                   
      3. Eistland
      4. Moldavía
      5. San Marino
      6. Belgía
      7. Azerbaijan
      8. Slóvenía
      9. Noregur
    10. Pólland
    11. Írland
    12. Andorra
    13. Bosnía-Herzegóvina
    14. Armenía
    15. Holland
    16. Finnland
    17. Rúmenía
    18. Rússland
    19. Grikkland

Maður verður nú allavega að fylgjast með Noregi og Finnlandi er þakki?!  Skv. Eurovision síðunni hjá BBC þá munu Svíar vinna keppnina í ár, við verðum í 8.sæti og Norðmenn í því 9.  Spurning hvað er til í þessu Joyful 

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/7375489.stm  Hér er linkurinn á BBC síðuna


Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband