Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 12:00
Dagur 7.
Jæja mér gengur bara vel á þessu breytta mataræði. Er ekkert neitt svakalega svöng inn á milli en ég viðurkenni að stundum kemur upp sú hugsun hjá mér þegar kemur að máltíð að ég nenni ekki að finna mér neitt til að borða. Hugmyndaflugið er ekki upp á marga fiska þannig að það vill verða pínu einhæft hjá mér mataræðið. Þá gríp ég kannski epli eða annan ávöxt eða hnetur... bara takmarkað hvað mig langar í það. Ég horfði inn í matarbúrið mitt í gær og sá súkkulaði og fleira gotterí og hugsaði hvað það væri nú gott að fá sér einn mola en fékk mér EKKI!!! Mér finnst auðveldara að standast freistingarnar núna en oft áður. Ég var meira að segja búin að ákveða að hafa smá nammidag í dag en ég tými því varla. Skrítið ekki satt?! Kannski út af því að ég fann hvað var orðin mikil þörf hjá mér að taka til "inni í mér"
Einu fráhvörfin sem ég hef fundið fyrir er hausverkur part úr degi og svo ekki söguna meir. Ég vona bara innilega að mér muni ganga þetta vel næstu vikurnar. En eftir 3 daga má ég fara að borða rautt kjöt aftur og fá mér kaffisopa þannig að þetta verður nú bara pís of keik
Ég mæli eindregið með því við ykkur þarna úti sem líður illa í maganum, meltingin í einhverju fokki eða harðlífið að drepa ykkur að prufa að taka út hvítt hveiti, ger og allan sykur og sætuefni. Ykkur mun líða svoooo miklu betur. Í staðinn fyrir hvíta hveitið getið þið notað heilhveiti, spelt eða rúgmjöl t.d. og í staðinn fyrir hvítan sykur notiði Agave-sýróp sem er mun hollara og fæst í Heilsuhúsinu. Nú svo getið þið notað vínsteins-lyftiduft í stað gersins og ég læt hér fylgja uppskrift að pizzabotni sem er svo auðveldur að maður er búinn að gera hann áður en maður byrjar.
Spelt-pizzabotn
- 250 gr. fínt spelt
- 3 tsk. vínsteins lyftiduft
- 1 tsk. herbamare jurtasalt
- 2 msk. ólívu olía
- 125 ml. volgt vatn
Allt hráefnið sett í skál og hnoðað saman (ekki of lengi þá verður deigið seigt). Flatt svo út og forbakað í 3 mín. við 200°c og síðan setjiði það sem ykkur lystir á botninn og bakið áfram í 10 - 12 mín. og njótið. Ef þið eruð ekki tilbúin með það sem á að fara á pizzuna þegar hún hefur forbakast í þessar 3 mín. leggið þá blautt vizkustykki yfir botninn svo að hann verði nú ekki að hrökkbrauði.
Þessa einföldu uppskrift er líka hægt að nota sem brauð með súpu t.d. og um daginn gerði ég nokkur lítil brauð sem ég smurði svo með hvítlauksolíu og bakaði aðeins skemur. Rosalega gott.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 19:50
Dagur 3 - punktur!
Jæja þá er ég búin að ferma heh!!
Þá er þriðja - deginum að ljúka hjá mér á hreinsikúrnum og gengur svona ljómandi vel. Ég hef reyndar setið á dollunni megnið af tímanum... nei nei. Ég fer svo sem ekki nánar út í lýsingar hér en við skulum segja að þetta gangi brilljant vel. Ég borða núna bara meira af ávöxtum og grænmeti. Kjúkling í hádeginu og kartöflur. Speltbrauð í kaffinu og ávöxt. Nú svo eitthvað létt á kvöldin svona... agalega gott alveg. Sykurlöngunin er barasta engin hjá mér (ennþá ) og ég skutla í mig lúku af hnetum inn á milli og þurrkuðum ávöxtum aðeins líka. Háma í mig appelsínu í þessum töluðu orðum.
Ég var reyndar með mikinn hausverk í dag eftir vinnu. Gat lagt mig í heila 2 tíma og þá lagaðist ég. Spurning hvort koffeinið sé að kalla eða hvað. Nú eru 3 dagar komnir án nokkurs koffeins en svo skrítið sem það er að mig langar ekkert í það. Fæ mér bara te eða vatn og smá ávaxtasafa af og til þá er deginum reddað.
Læt heyra meira frá mér fljótlega. Adios mi amigos
Sorry hef aðeins gleymt mér hérna. Aðgerðinni var frestað hjá mér um a.m.k. viku. Fer sem sagt að tala við svæfingarlækninn og skurðlækninn á mánudaginn næsta og svo kemur í ljós í framhaldinu hvort ég fari strax daginn eftir í aðgerðina eða þriðjudaginn eftir páska.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2007 | 15:26
Fljótt að líða
Dóttir mín verður fermd áður en ég veit af Hún er að verða 5 ára svkísan. Ég trúi þessu bara varla. Ég keyrði hana í afmæli áðan hjá einni sem er með henni á deild í leikskólanum. Það er sem sagt fyrsta afmælið sem hún fer ein í... eða án okkar foreldranna þ.e.a.s. Mér fannst nú hálf skrítið að skilja hana bara eftir og sækja hana svo aftur eftir nokkra tíma. En það kemur víst að þessu og maður verður bara að sætta sig við það eins og annað
Ég fór til hómópata á föstudaginn. Ég hef farið áður þannig að það var ekkert rosalega margt sem kom mér á óvart eftir mælinguna. Ég á að taka út ger, hvítt hveiti og allan sykur (en ekki hvað) ásamt nokkrum öðrum fæðutegundum. Ég byrja á því að fara í smá hreinsikúr í 10 daga og svo á ég að fá mér slatta af bætiefnum og steinefnum sem mig vantar en lyfjameðferð eins og ég fór í gerir það að verkum að ýmis góð efni skolast bara út. Þá er nauðsynlegt að byggja sig upp aftur. Hún ráðleggur mér að taka B og C vítamín, selen og þaratöflur (hjálpar til við að losna við eiturefnin), og ýmsilegt annað sem ég nenni nú ekki að telja upp. Ég er sko alveg tilbúin í þennan pakka núna. Kominn tími á róttækar breytingar á mínu mataræði. Ég skal halda smá dagbók hér inni til að leyfa ykkur að fylgjast með. Ég þarf að sleppa kaffinu, rauðu kjöti, og borða meira léttfæði á meðan hreinsikúrinn stendur yfir. Það ætti nú ekki að vera svo erfitt .... eða hvað?! 10 dagar eru nú fljótir að líða. En svo þarf ég að taka hitt út í 4-6 vikur og fara svo aftur í mælingu í byrjun maí til að sjá hvernig staðan verður þá hjá mér. Spennandi verkefni og verður örugglega ekkert óyfirstíganlegt. Þetta verður örugglega erfiðast í vinnunni því ég má ekki borða allan matinn sem er þar í boði. Þá er bara að grípa í ávöxt eða eitthvað létt
Kem fljótlega aftur með nánari útlistun á hvernig þetta gengur hjá mér. Ég byrjaði formlega í dag sem sagt.
Þangað til næst
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2007 | 10:16
Aðgerð
Ja komiði öll sæl og blessuð!
Nú er búið að ákveða nokkurn veginn aðgerðardag fyrir augun mín Ég fer á mánudaginn 26.mars í viðtal við svæfingarlækninn og skurðlækninn og svo verður aðgerðin gerð annað hvort daginn eftir eða þriðjudaginn þar á eftir (3.apríl). Vei vei. Ég er auðvitað hæstánægð með að það á að reyna að laga þennan leka hjá mér því eins og þið vitið þá eru pípurnar mínar ónýtar (táragöngin) og það á sem sagt að setja í mig gerfi-táragöng. Einnig verður settur einhvers konar gler-kubbur efst í nefið sem gerfipípurnar verða svo tengdar við. Nú krossa ég bara fingur um að augun mín hætti alveg að leka eftir þessa aðgerð
En jæja. Hér í lokin kemur smá gáta fyrir ykkur. Ef þið fattið hana skrifið þá svarið í comment ok!!
Hvert er orðið, sem vísan era ð benda á?
Líst mér best ég lúri um stund
laglegt þykir nafnið varla.
Ekki bratti ekki grund
undirballans má það kalla. Leggið nú höfuðið í bleyti kæru vinir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2007 | 22:18
Prjónagleði
Jæja þá er enn ein helgin liðin og ýmislegt var nú brallað um þessa helgina. Eitt af því var að kjellan eignaðist nýtt áhugamál en það er PRJÓNASKAPUR. Já mín skrapp í borgina á laugardaginn með álafosslopa og prjóna með sér til að læra almennilega að prjóna hjá Guðrúnu syss. Og viti menn. Þetta er bara að hafast svei mér þá. Ég er sem sagt að reyna að prjóna mér hatt sem ég ætla að þæfa og svo er bara að sjá hvort hann passar Ja hann hlýtur þá að passa á Sigrúnu ef hann verður of lítill á mig. Við mæðgur fórum sem sagt og gistum hjá Guðrúnu systur og höfðum það agalega kósí á laugardagskvöldið og prjónuðum í kór systurnar.
Stebbi er búinn að vera í fjallaferð síðan á föstudaginn og er enn hann fór á Grímsfjall og mér skilst að færið hafi ekki verið með besta móti fyrir jeppana en minn maður var auðvitað á snjóbíl. Enn ein æfingaferðin. Svo er ég búin að reyna að ná í hann síðan um fimmleytið í dag og ekkert samband að hafa, slökkt á öllum símum. En svo núna klukkan 10 í kvöld fékk ég hringingu frá einum í Björgunarsveitinni um að mennirnir væru veðurtepptir í skála þarna innfrá og ætluðu að reyna að leggja af stað þegar veðrið hefur skánað aðeins. O jæja mér létti nú við það að vita af þeim heilum á húfi í skála.
jæja yfir og út og góða nótt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 18:30
Flensuskítur
Hósti, kvef, nefrennsli .... svona helstu einkenni mín þessa dagana. Ekki nógu gotth!!! Kom heim i dag og lá í móki uppi í sófa með bullandi beinverki og svona máttleysi í líkamanum, jakk. Ég er ekki vön að veikjast að þessu tagi svo að mér leið bara frekar illa. Tók svo sterkar verkjatöflur og er búin að vera ágæt síðan. Það er verst þegar maður er einn heima með barnið... enginn til að taka við af manni. Kallinn í bænum að vinna og er nú á leiðinni heim með kjúlla og franskar..... ummm óhollustu af verstu sort
Hef ekkert getað kíkt á skvísurnar mínar í Suðurenginu. Fer að fá fráhvörf held ég. Jæja þá höfum við bara fleiri kjaftasögum að útdeila þegar við loksins hittumst, hehehe.
Annars hafa Kanarífuglarnir okkar það bara gott. Eru ánægð með hótelið og veðrið er bara búið að vera gott Yfir og út kæru landsmenn hvar sem þið eruð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar