Aðgerð

Ja komiði öll sæl og blessuð!

Nú er búið að ákveða nokkurn veginn aðgerðardag fyrir augun mín Smile  Ég fer á mánudaginn 26.mars í viðtal við svæfingarlækninn og skurðlækninn og svo verður aðgerðin gerð annað hvort daginn eftir eða þriðjudaginn þar á eftir (3.apríl).  Vei vei.  Ég er auðvitað hæstánægð með að það á að reyna að laga þennan leka hjá mér því eins og þið vitið þá eru pípurnar mínar ónýtar (táragöngin) og það á sem sagt að setja í mig gerfi-táragöng.  Einnig verður settur einhvers konar gler-kubbur efst í nefið sem gerfipípurnar verða svo tengdar við.  Nú krossa ég bara fingur um að augun mín hætti alveg að leka eftir þessa aðgerð Smile 

En jæja.  Hér í lokin kemur smá gáta fyrir ykkur.  Ef þið fattið hana skrifið þá svarið í comment ok!!

Hvert er orðið, sem vísan  era ð benda á?

Líst mér best ég lúri um stund

laglegt þykir nafnið varla.

Ekki bratti ekki grund

undirballans má það kalla.                      Leggið nú höfuðið í bleyti kæru vinir LoL  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi heppnast nú aðgerðin svo þú getir sleppt tissjúpakkanum elskan. Þarf að leggja höfuðið meira í bleyti til að skilja þessa gátu.....þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:03

2 identicon

Gott að þú kemst loksins í aðgerðina og vonandi heppnast hún vel . Gangi þér vel í þessu frænka mín. Ég þarf nú aðeins að velta þessari vísu betur fyrir mér áður en ég læt vaða.............................................ég reyni að veiða þetta uppúr þér við tækifæri....ha ha ha ha. Bless í bili Ko-Kolla.

Anna Kolbrún Þ (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:21

3 identicon

Halli var það !!!  Eða Halla, Hallur, það er að minnsta kosti halli á rekstrinum í undirballans !Heh, er nefnilega búin að vera nánast óvinnufær síðasta korterið, hef hugsað svo mikið um hvað þetta gæti verið.  Seisei...  En ég gleðst með þér að þú þurfir ekki að bíða lengur eftir aðgerðinni, og vona innilega að hún takist eins og best verður á kosið. Bestu kveðjur til ykkar, og allra sem ég þekki í sveitinni, kær kveðja Inga

Inga V (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jú jú Inga þú hafðir það   HALLI var það.  Ekki bratti ekki grund = halli. 

Takk fyrir allar kveðjurnar.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.3.2007 kl. 10:42

5 identicon

Gat verið að gáfnaljósið Inga V. myndi finna útúr þessu, löngum verið góð í alls kyns gátum.....

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband