25.4.2006 | 21:13
Tannsi og afmæli
Jæja gott fólk. Þá fórum við mæðgur til tannlæknis í dag. Gekk það bara glimrandi vel og ég má vera stolt af skottunni. Hún fékk að sjá öll tólin sem tannsi notar og líka hvernig stóllinn virkar og svona áður en hann skoðaði tennurnar. Hún fékk sólgleraugu til að verjast sterku ljósinu sem hann notar. Bara snilld. Hún var voða dugleg og gerði allt sem hann bað um og fékk flúor í lokin. Þetta gamla gula you know. Svo fékk hún verðlaun á eftir. Þegar hún var að velja sér eitt dót spyr hún tannsann hvort hún megi nokkuð fá tvö dót. Því hún eigi nefnilega vin he hehe allt í lagi að reyna.
En nú ætla ég að baka marens á morgun fyrir afmælið hjá Sigrúnu. Hún verður sem sagt 4 ára á föstudaginn en að eigin sögn er hún lööööööngu orðin 4 ára. Hún skilur bara ekkert í hvað allir segja að hún sé bara 3 ára. Bara allir að ruglast Hún er sko búin að biðja um hjólbörur í afmælisgjöf. Hún á reyndar einar hjólbörur sem hún fékk þegar hún var 2 ára en það er sko ekki nóg. "Mamma, ég verð að eiga einar handa Reyni þegar hann kemur í heimsókn." Já það er sko alltaf verið að hugsa um vinina Ekki amalegt að eiga svona vinkonu.
Ég fer svo í lyfjagjöf á fimmtudaginn en annað er nú ekki að frétta hér á bæ svo sem. Stebbi byrjaður að slá upp sökklum í Brandshúsum hér í sveitinni. Hann verður hér að smíða út júlí. Það er ferlega notalegt að hafa hann svona nálægt kallinn Þá fer líka enginn tími í akstur og svona. Ágætis tilbreyting.
Bið að heilsa í bili. Yfir og út!!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get trúað því að daman er farin að verða spennt fyrir afmælinu, þetta var sannalega spennufall fyrir alla fjölskylduna á þessum bæ sunnudagskvöldið eftir afmælið hennar Jónínu. Afmælisbarnið var alveg búin á því og er enn að jafna sig. Kakan sem við fengum var alveg snild, bleikur pony ("gúmihestur" kallaði Jónína hann).
En Rannveig mín gangi þér vel í lyfjagjöfinni á fimmtudaginn og einnig með að undirbúa afmælisveislu, þetta er bara gaman.
kv. Sigga Sigf.
Sigga Sigfús (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 23:40
Vá! ég trúi því ekki að hún sé að verða 4ára, maður hugsar alltaf að þær séu jafngamlar stelpurnar okkar en mín er nátturulega svo seint á árinu þannig að ég þarf bara að fást við það sjok að Arnar minn er að fara í fyrstu skóla heimsóknina á næstu vikum. Guð hvað við erum að verða gamlar! jæja best að halda áfram að þrífa húsið loksins að komast í lag eftir lekan í febrúar og bara miklu myndalegra hús eftir breytingar.
Kveðja Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 10:19
Innilegar afmæliskveðjur til Sigrúnar :-)
knus og kram í kotið þitt Rannveig mín!
Gunnur
Gunnur (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.