Fimleikasýning og afmæli

Fór á svakalega flotta og skemmtilega fimleikasýningu í gær í íþróttahúsi Vallaskóla (heitir það ekki það annars?) og þemað í ár var Konungur ljónanna.  Guðfinna Gunnars las af sinni alkunnu snilld söguna og svo komu hver hópurinn á fætur öðrum með rosalega flott atriði.  Sigrún var í ljónahópnum (þau voru öll í brúnu) og hennar hópur gerði m.a. dans og ýmsar æfingar á gólfi.  Gekk voða vel og var auðvitað mjög flott Wink  Eldri hóparnir eru orðin svo flink að maður gapti bara af undrun.  Þvílíku flikk flökkin og heljarstökkin voru ótrúleg.  Og meira að segja 8 ára krakkarnir með frábæra takta.  Vona að mín verði svona áhugasöm áfram eins og hún hefur verið og muni æfa fimleika um aldur og ævi LoL

Svo var hún Linda okkar heiðruð fyrir frábæran árangur í fimleikum í gegnum árin.  Hún er snillingur stelpan og hún vinnur hjá okkur í Krakkaborg og sér um alla leikfimina þar og krakkarnir ekkert smá áhugasöm og ánægð.  Þau hlakka alltaf jafn mikið til að fara í salinn með Lindu Smile  hún tekur þau í allskyns leiki og æfingar og þrautabrautir og hvað þetta heitir allt.  Við starfsfólkið erum náttúrlega búin að læra fullt af henni Grin

Nú svo eftir sýninguna fórum við í afmæliskaffi til mömmu.  Hún átti afmæli í gær og bauð upp á kræsingar að vanda.  Takk fyrir það mamma mín.  Og pabbi líka því hann hjálpaði nú til við ýmislegt Grin 

Jólakortaskrifin ganga vel og nú skal haldið áfram...  á jólunum er gleði og gaman fúmm fúmm fúmm... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólakortið frá mér er ekki komið til þín í sveitina... þú ert eitthvað að ruglast á skriftum held ég.  Mín að skjóta út rusli núna   Enda myndi ég aldrei henda í þig jólakorti án þess að banka uppá og heimta kaffi og meððíí

jólaknús í krús

gunnur (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:47

2 identicon

Dísús, þetta er nú meira jólakorta havaríið!!  Ég er alveg í bunka yfir þessu klúðri, en mikið er ég nú samt glöð að pósturinn í sveitinni sér um sína

hafðu það gott ljúfan

gunnur (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband