13.12.2007 | 03:06
Hér blikka ljós og sjónvarpið dottið út
Já það er snarvitlaust veður hér í sveitinni í þessum "töluðu" orðum. Sjónvarpið datt út áðan í miðjum CSI Miami þætti. Arrrrggghh. Ég get ekki sofið í þessu brjálaða roki. Húsið hristist svo að það liggur við að það fjúki um koll. Skyldi úlfurinn vera mættur?
Bóndinn á bænum farinn í útkall á Stokkseyri. Þakplötur að fjúka en ekki hvað?!
Prinsessan á bænum steinsefur. Það tók nú dálítinn tíma að sofna í kvöld fyrir spenningi rauðklæddra sveina sem sveima um þessa dagana. Hún bara gat ekki beðið með að vakna og kíkja í skóinn í fyrramálið sagði hún þegar hún kom niður í annað sinn í kvöld Nú skilur hún eftir smákökur í skónum handa öllum jólasveinunum sem eiga að koma hér við á hverju kvöldi til jóla. Stekkjastaur þakkaði fyrir sig með bréfi síðustu nótt og fannst kakan afar ljúffeng Hún segist ætla að skilja eftir bjúga handa Bjúgnakræki þegar hann kemur Veit ekki hvernig lyktin af því verður þegar hann mætir á svæðið.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka , já þetta er nú meira óveðrið hvað eftir annað á ekki að vera snjór og frost á þessum árstíma ég hélt það, vona nú að þessu fari að linna. Merkilegt hvað jólasveinarnir eru duglegir að böðlast áfram í þessu veðri til að gefa í alla þessa skó, en þeir eru nú ýmsu vanir blessaðir. Vona að þú sofir nú í nótt þrátt fyrir slæma veðurspá. Sjáumst vonandi fljótt , kanski á laugardaginn í afmæli!!!!!!!hver veit. Kveðja Ko-Kolla.
Anna Kolla (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:04
Já Ko-Kolla ég ÆTLA mér sko að sofa betur og lengur í nótt Verð alveg ómöguleg ef ég missi úr svefn 2 nætur í röð. Og já við sjáumst á laugardaginn. Ætlaðrðu kannski að kíkja á fimleikasýningu litlu frænku kl. 10.30 sama dag???
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.12.2007 kl. 22:33
Já tek undir með ykkur þetta er ekki nokkur hemja hvernig þetta veður er ætli þetta séu gróðurhúsaáhrif? Maður spyr sig. Gæti trúað að það hvíni í, vona bara að leifarnar af hjólhýsinu í Ásgarði lendi ekki á glugganum hjá þér.....Bestu kveðjur í sveitina, þar er nú alltaf jólalegast. Þín nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:51
Sigrún mín hugulsöm! þeir eru örugglega þreyttir og svangir greyin þessir jólasveinar. Já það fer nú að fjúka í mann bara í essu rokrassgat......hehe...er ekki best að hafa það bara notalegt inni og hjúfra sig að imbanum eða nei rafmagnið fór náttlega jæja en eigið góða helgi eskurnar og bestu kveðjur til Sigrúnar fimleikaskvísu góða skemmtun á morgun á sýningunni. Knús Svava
svava (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:16
Já SÆLL þetta rok er að gera mann klikk, húsfreyjan og húsbóndinn á mínum bæ er endalaust upp í stiga að laga jólaséríuna á kofanum, skipta um perur og festa, já kæri jóli er ekki nóg komið af þessu roki????? En sæl væna gott að fylgjast með ykkur og nú styttist í heimsókn í sveitina, allt á leiðinni. Hafið það sem allra best kæru vinir
Kveðja af Hafnarbergi 12A, Anna og börn
Anna Kristín (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:31
já þetta var ekkert smá flott sýning, ég á eiginlega ekki til orð yfir skipulagi og hvað þær eru færar stelpurnar.
Sædís Ósk Harðardóttir, 18.12.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.