6.9.2006 | 17:09
Miðvikudagur til Mikillar gleði...
Jæja þá er skvísan byrjuð í Krakkaborg og líst ljómandi vel á leikskólann. Við mættum í gær kl. 09.00 að staðartíma og nú er það bara byrjað, púff. Að þurfa að fara að vakna um hálf átta alla morgna héðan í frá. Það er rosalegt! En það eru ekki alltaf jólin svo að við mættum þarna eins og fyrr segir kl. 9 og hún fékk að skoða leikskólann aðeins og svo var farið út að leika og við fórum heim um hálf tólf. Hún hélt nú ekki Hún ætlaði sko að vera í matnum... það var þessi ilmandi góða matarlykt sem angaði um húsið en það var ákveðið að hún yrði í hádeginu á fimmtudaginn. Og við mættum saman aftur í dag og ég var að vinna á deildinni hennar (sökum manneklu) frá 13-16 í dag. Svo að á morgun fær hún að vera í hádeginu. Hún er spenntust yfir því held ég því í dag í hádeginu hér heima neitaði hún alfarið að borða matinn og sagði bara: "mamma, þú eldar ekki góðan mat" Ég á ekki til orð. Ég sem hélt að maturinn minn væri hinn BESTI Í HEIMI. Það segir Stebbi allavega Sigrún borðaði reyndar grjónagrautinn sem ég eldaði í hádeginu í gær af bestu lyst... kannski vegna þess að það var pakkagrautur frá TORO Já já ég veit það... er ekki duglegasta húsmóðirin í heimi að elda grjónagraut úr PAKKA en come on! Þetta er svo þægilegt. En hún bíður sem sagt eftir því daman að fá að borða almennilegan mat í leikskólanum, hrmpf!!
En ég fór til krabbameinslæknisins á mánudaginn og það leit allt eðlilega út í hjartaómuninni og brjóstamyndatökunni. Hjúkket!! Ég er byrjuð á töflum núna sem ég þarf að taka næstu 5 árin ef allt gengur eins og það á að ganga. Fer aftur til hans eftir mánuð til að hann fái nú að sjá hvernig töflurnar eru að fara í mig og þá verð ég á þriggja mánaðar fresti eftir það í einhvern tíma... veit ekki alveg hve lengi. Fæ Zolotexið áfram og svo verða væntanlega teknar úr mér blóðprufur í hvert skipti sem ég fer til hans. Og nú á að fara að fjarlægja lyfjabrunninn. Veit ekki alveg hvernig mér líður með það... því þetta er svo assgoti þægilegt því það er bara ein lítil stunga og blóðið "rennur" út en þegar enginn brunnur er þá þarf að fara að leita aftur að æðum í handleggnum og það finnst mér ekkert rosalega spennandi. Reyndar gekk það ágætlega um daginn þegar ég fékk skuggaefnið þar inn þannig að nú bind ég bara vonir við að allar æðarnar séu búnar að jafna sig á öllu álaginu síðan í fyrra og skreppi ekki undan eins og þær voru farnar að gera. Já bara neituðu að taka þátt í þessu partýi og létu sig hverfa hmmm... ekki alveg minn stíll. Ég vil nú yfirleitt taka þátt í öllum partýum sem bjóðast.
Það eru komnar fleiri myndir inn á heimasíðuna hennar Sigrúnar úr brúðkaupinu. Endilega kíkið á þær.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim elskurnar!! Ég sé að þið hafið skemmt ykkur konunglega í Danaveldi:)
Vonandi gengur allt í haginn hjá þér elsku Rannveig mín! Já, og hafið þið hjónakornin það ávallt sem allra best. Ætla svo að reyna að fara að draga Kidda í sveitina til ykkar:)
Kveðja, Þórlaug
Þórlaug (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 19:15
Velkomin heim fra Danmark , góð ferð hjá ykkur hjónunum .Gott að þú fékkst fína skoðun hjá lækninum vonandi heldur það áfram þannig. Gangi ykkur mæðgum vel í Krakkaborg.
Kveðja Ko-Kolla.
Anna Kolla (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 21:06
Blessuð vinkona
Velkomin heim úr þessari skemmtilegu brúðkaupsferð, hefur greinilega verið mikið stuð enda er Danmörk ágæt og Kaupmannahöfn bara frábær... Var reyndar ekkert rosalega ánægð með Danina í gær, en það er önnur saga og náttúrulega bara fótbolti...
kveðja
Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 10:46
Hæ hæ
Jæja þið hafið komist heil heim :-)
Það var rosalega gaman að fá ykkur í heimsókn, verst hvað þetta var stuttur tími en Stebbi náði þó að fara í þyrluflug... er hann ekki búin að sækja um í skólanum... hehehe
Bestu kveðjur frá Horsens :-)
Gunnar Svanur (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.