24.7.2006 | 23:53
Uppskriftin
Vegna fjölda áskorana kemur hér uppskriftin að humarpizzunni góðu:
- 1 pizzabotn (ég gerði hann úr 250 g. spelti, 3 tsk. vínsteinslyftidufti, 1 tsk salti, 2 msk. ólívuolíu og 125 ml. volgu vatni. Hnoðaði þessu létt saman og forbakaði í ca 3 mín. Breiddi svo blautu vizkustykki yfir á meðan ég útbjó restina).
- 1 hvítlaukur (ekki 1 lauf heldur HEILL hvítlaukur)
- 20 humarhalar teknir úr skelinni
- ólívuolía
- 1 poki rifinn pizzaostur
- 1 bakarofn og ofnplata
Steikið hvítlaukinn í sneiðum í ólívuolíunni og skellið humrinum útí í smá stund. Ekki of lengi. Kryddið með salti og pipar. Ekki of mikið Smyrjið pizzubotninn með olíu og skutlið hvítlauknum og humrinum jafnt yfir pizzuna og að lokum rifna ostinum yfir allt saman og bakð í 10 mín. í 200 gráðu heitum ofni (ekki blæstri). Etið hægt og njótið. Hvítvínið sem við drukkum með þessu var Vina Sol frá Torres. Voðalega ljúft og gott.
Sit hér og sötra Panodil Hot því fjölskyldan virðist vera að fyllast af kvefi svona um hásumar. Haldiðasé!!!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega girnileg pizza, ég vistaði uppskriftina hjá mér, takktakk, :) Kv. Erla
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 10:27
Mmmm, ekkert smá girnilegt, prófa þetta við fyrsta tækifæri...bestu kveðjur nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 11:53
Ógilla spennandi pizza ég á eftir að prófa þessa og vel kælt hvítvín með, hlakka til.
kv. Gúa syss og co.
Guðrún systir. (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.