7.7.2006 | 18:44
Það er blíðan
Þá er heyskapur loksins hafinn fyrir alvöru hér á bæ, menn slá og snúa á fullu já og rúlla og pakka og hvaðeina. Þá loksins það kom þurrrrrkurrrr!!!!
Fór í lyf í gær sem gengu nú bara vel. Ég fékk nú einhverjar sjóntruflanir á miðvikudaginn og vegna þess vildi Óskar að ég færi í heilaskann svona til öryggis í gær. Hann vill bara útiloka að um meinvarp í höfði sé að ræða. Ég fór sem sagt í sneiðmynd af höfðinu á mér og það var sprautað einhverju skuggaefni inn í æðarnar á mér. Það er gert til að þeir sjái æðarnar í höfðinu betur þegar lesið er úr myndunum. Fæ væntanlega að vita niðurstöðurnar í næstu viku. Ég var nú alveg hissa að það var hægt að finna góða æð í handleggnum til að stinga í því ég hélt að þetta væri nú alveg uppþornað þarna síðan í fyrra því æðarnar þar eru ennþá innfallnar og harðar viðkomu sökum álags áður en ég fékk brunninn í fyrra. Það mátti nefnilega ekki setja þetta skuggaefni inn í brunninn vegna .... einhvers En það eru bara 3 lyfjagjafir eftir og þá er ég búinnnnnnnn .... JIBBÍ JEI...........
Við Sigrún kíktum á Sprotann við Landsbankann á Selfossi í dag í góða veðrinu. Það var gott að komast í góðan göngutúr á Selfossi og það var mikið af fólki í bænum. Allir á leið í ferðalag með fellihýsin sín Við löbbuðum líka í Reyrhagann og fengum kaffi hjá nöfnu. Takk fyrir kaffið og "borðskrautið" hehe
Það eru komnar nokkrar nýjar myndir af prinsessunni á heimasíðuna hennar fyrir þá sem nenna að skoða. Svo erum við mæðgur á leið í bústaðinn hjá mö og pa á morgun og ætlum að gista eina nótt. Það verður nú bara ljúft að láta líða úr sér í heita pottinum......... aaaahhhh
Góðar stundir allir sem einn
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohh væri ég til í að komast í eins og einn heitan pott... en enginn slíkur lúxus hér! Hafið það súper gott í bústa og njótið heita pottsins vel og extra vel fyrir mig ;-)
Knús úr hitanum, Gunnur
Gunnur (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 19:05
Takk fyrir komuna elskurnar, gaman að fá ykkur mæðgur í heimsókn. Bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.