11.3.2007 | 22:18
Prjónagleði
Jæja þá er enn ein helgin liðin og ýmislegt var nú brallað um þessa helgina. Eitt af því var að kjellan eignaðist nýtt áhugamál en það er PRJÓNASKAPUR. Já mín skrapp í borgina á laugardaginn með álafosslopa og prjóna með sér til að læra almennilega að prjóna hjá Guðrúnu syss. Og viti menn. Þetta er bara að hafast svei mér þá. Ég er sem sagt að reyna að prjóna mér hatt sem ég ætla að þæfa og svo er bara að sjá hvort hann passar Ja hann hlýtur þá að passa á Sigrúnu ef hann verður of lítill á mig. Við mæðgur fórum sem sagt og gistum hjá Guðrúnu systur og höfðum það agalega kósí á laugardagskvöldið og prjónuðum í kór systurnar.
Stebbi er búinn að vera í fjallaferð síðan á föstudaginn og er enn hann fór á Grímsfjall og mér skilst að færið hafi ekki verið með besta móti fyrir jeppana en minn maður var auðvitað á snjóbíl. Enn ein æfingaferðin. Svo er ég búin að reyna að ná í hann síðan um fimmleytið í dag og ekkert samband að hafa, slökkt á öllum símum. En svo núna klukkan 10 í kvöld fékk ég hringingu frá einum í Björgunarsveitinni um að mennirnir væru veðurtepptir í skála þarna innfrá og ætluðu að reyna að leggja af stað þegar veðrið hefur skánað aðeins. O jæja mér létti nú við það að vita af þeim heilum á húfi í skála.
jæja yfir og út og góða nótt.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja ekki spyr maður nú að sparivettlingunum. Myndarskapurinn í frúnni í algeru hámarki. Gangi þér allt í haginn mín kæra og vonandi fer Stebbi að koma til byggða! Bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 10:00
Elsku vinkona!
Það er meira hvað þú ert alltaf dugleg... skil ekki afhverju ég hef þetta ekki í mér líka!! Vona að þú og þið öll hafið það gott. Já, þessir blessuðu karlar... það er samt gott að þeir hafi áhugamál, vona samt að Stebbi skili sér heim sem fyrst. Biðjum að heilsa í sveitina!
Þórlaug, Kiddi og fallegasti prinsinn!
Þórlaug og Kiddi (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:47
Já rannveig mín hvað verður það næst ég vildi að ég hefði sömu eljuna og orkuna og þú
Anna Kristín (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.