2.3.2007 | 18:30
Flensuskítur
Hósti, kvef, nefrennsli .... svona helstu einkenni mín þessa dagana. Ekki nógu gotth!!! Kom heim i dag og lá í móki uppi í sófa með bullandi beinverki og svona máttleysi í líkamanum, jakk. Ég er ekki vön að veikjast að þessu tagi svo að mér leið bara frekar illa. Tók svo sterkar verkjatöflur og er búin að vera ágæt síðan. Það er verst þegar maður er einn heima með barnið... enginn til að taka við af manni. Kallinn í bænum að vinna og er nú á leiðinni heim með kjúlla og franskar..... ummm óhollustu af verstu sort
Hef ekkert getað kíkt á skvísurnar mínar í Suðurenginu. Fer að fá fráhvörf held ég. Jæja þá höfum við bara fleiri kjaftasögum að útdeila þegar við loksins hittumst, hehehe.
Annars hafa Kanarífuglarnir okkar það bara gott. Eru ánægð með hótelið og veðrið er bara búið að vera gott Yfir og út kæru landsmenn hvar sem þið eruð.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sömuleiðis mikið er það skrítið þegar maður hefur ekki séð þig svona lengi það verður bara drukkið þeim mun meira kaffi og kjaftað lengur hehe.... æ leiðinda pest er þetta vonandi nærðu að rífa hana úr þér fljótt, ömó. Já heyrist það að feður okkar séu alveg að fíla sig þarna úti efast ekki um að þar sé einhver gleði í gangi hehehe........
Farið að hlakka til að sjá þig kveðja úr Suðurenginu
Svava
svava (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 11:57
Vonandi nærðu þér fljótt af þessari árans pest, passaðu bara að fara vel með þig, bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 15:45
oooohhhh ég var búin að skrifa heillanga athugasemd :(ætli hún hafi ekki verið of löng) og svo þegar ég ætlaði að skrá hana fraus talvan mín og hún hvarf;o( buhu ég man ekkert orðrétt hvað ég skrifaði.... og held ekki ég taki sénsinn á annarri svona langri athugasemd!!
En ég allavega sagði þér að fara vel með þig í flensunni og að passa þig á að gera ekki of mikið "undir áhrifum" verkjalyfja;o)
og að ég er að leita mér að æfingakennslu plássi í skóla á íslandi og að ég verði ca 6 vikur á ísl í ág-sept... og þá hafi ég nógan tíma til að koma og heimsækja þig og ykkur allar fyrir austan fjall;o)
knús og kossar til ykkar allra og farðu vel með þig í flensunni;o)
Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:56
Hvaða flensu huh!! Hún er löngu búin haha. Sem betur fer varaði hún bara í einn dag flensan mín. En það verður gaman Þóra mín að fá þig á klakann í ágúst.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.3.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.