HANN Á AFMÆLI Í DAG...

hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann STEEEBBBBIIIII minn.  Hann á afmæli í dag  Wizard   Til hamingju með daginn kallinn minn  Heart  Wink

Við hjónin gerðum okkur glaðan dag í gær og skruppum í menningarferð til höfuðborgarinnar.  Gengum niður Laugaveginn og kíktum á kaffihús.  Fórum svo á Lækjarbrekku í gærkvöld og borðuðum þar dýrindis mat, humar og hörpuskel í forrétt og nautalund í aðalrétt og hvítt og rautt með að sjálfsögðu, namm namm.  Svo fórum við í leikhús að sjá pabbann.  Snilldarverk alveg og mæli með því.  Kom pínu á óvart tímabilið sem hann fjallar um... en þið verðið bara að sjá stykkið og þið veltist um af hlátri.  Það gerðum við allavega og könnuðumst við fuuuullt af góðum punktum þarna   Nú svo fórum við aftur á Lækjarbrekku því vinir okkar voru líka að borða þar og við settumst í betri stofuna uppi á lofti og fengum okkur Baileys og Mohito.  Voða nice.  Kíktum svo á Rex og Thorvaldsen.  Enduðum svo á hóteli og gistum þar hjónin.  Alveg svakalega rómó og nice helgi verð ég að segja.  Prinsessan á bænum gisti hjá Guðrúnu systir og co og var í góðu yfirlæti þar.  Nú hún Berglind vinkona mín á líka afmæli í dag (og sama ár og Stebbi meira að segja Smile) og vil ég óska henni til hamingju með daginn líka.  Meira er ekki að frétta héðan svo veriði sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Ég á líka afmæli í dag....smellti á mig ári númer 30.

Annars til haminjgju með bóndann!!

Janus, 25.2.2007 kl. 20:58

2 identicon

Til hamingju með kallinn, skilaðu góðri afmæliskveðju til hans. Gott að þið gátuð haldið vel uppá daginn. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:42

3 identicon

Þetta lítur út fyrir að hafa verið ljúf helgi  Innilega til hamingju með kallinn, þú skilar góðri kveðju frá okkur á Bakkanum

knús S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:14

4 identicon

Glæsilegt hjá ykkur, til hamingju með afmælið Stebbi og Berglind.  Kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:22

5 identicon

hæ hæ ;) Innilega til hamignju með kallinn,greynilega skemmt ykkur vel ;)Bestu kveðjur Elín Birna.

Elín Birna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:22

6 identicon

Hæ Hæ Rannveig !  Kýki stundum á blogsíðuna þína. Vildi bara kvitta fyrir mig.   Bestu kveðjur frá Sólveigu og G'isla Eyrarbakka.

Sólveig og Gísli (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:56

7 identicon

Hæ hæ og til hamingju með bóndann.  Ég var einmitt á næsta bæ við þig eða á Sálinni á honum Stebba mínum á laugardag á Nasa :)

Anna Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband