Bollu- sprengi- öskudagur!

Jæja þá er bolludagurinn afstaðinn og náðum við fjölskyldan að svolgra í okkur eins og nokkrum bollum og hér er nú yngsti fjölskyldumeðlimurinn að háma í sig bollu hjá afa og ömmu.  Bolla bolla    Nú svo fengum við saltkjöt og baunir á sprenigdaginn í leikskólanum við Sigrún.   Svo hefur öskudagurinn verið ansi skemmtilegur.  Sú stutta var klædd hér í morgun í nornabúning og máluð í framan og hún ætlaði sko að vera góð norn.   Góða nornin í Vorsabæ   Svo fórum við í leikskólann og þar var farið í salinn í Þingborg og kötturinn sleginn úr tunnunni.  Ógurlegt fjör og mikið gaman.    Allir fengu popp og saltstangir en við byrjuðum reyndar á því að syngja fyrir sveitastjórann 2 lög og fengum límmiða að launum.  IMG_3033  Sigrún nornin í Vorsabæ

Vona að þið hafið átt góðan dag í dag.  Kveð að sinni.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún klikkar ekki á því Sigrún frænka mín í Vorsabæ hefur örugglega verið langflottasta nornin .Trúi því að það hafi verið fjör hjá ykkur í dag........Heyrðu já takk fyrir síðast flott afmæli hjá Boggu ömmu , hún alltaf mesta skvísan.....þetta heppnaðist vel. Svo er það Eiríkur Hauks, hann er góður.....og mun standa sig vel...ekki spurning. Bestu kveðjur í Vorsabæ.Ko-Kolla.

Anna Kolbrún Þ (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:22

2 identicon

Hún er svo flott litla skvísan

Allt gott að frétta af Bakkanum og allir hressir, knús til ykkar allra

Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:39

3 identicon

Ekkert smá gúmmilaði-leg með bolluna stelpan mmmm.  Hér voru bakaðar vatnsdeigsbollur í fyrsta skipti, sem enduðu á einhvern óskiljanlegan hátt sem klattar   Gengur betur næst!

 Knús í kotið

Gunnur á kafi í snjó (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 123789

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband