Önnur afmæliskveðja

Í dag á hún Bogga amma mín afmæli.  Já hún er orðin 85 ára gömul konan og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötug Smile  enda er hún við hestaheilsu.  Við Anna Kolla hjálpuðumst að í gær að gera brauðtertur fyrir veisluna sem verður í dag og svo ætlaði Lára litla að skreyta þær í morgunsárið.  Nú svo henti ég í eina köku áðan sem verður á boðstólum líka.  Voða gaman.  Til hamingju með daginn gamla mín Grin 

Nú á maður eitthvað að tjá sig um Eurovision... hmmmm.  Ég hefði nú frekar viljað sjá Friðrik Ómar fara fyrir okkar hönd til Finnlands með lagið ELDUR ... en það er samt spurning hvort hann Eiki meiki það ekki bara í staðinn.  Kominn tími til Tounge  Hann er nú alltaf góður rokkarinn svo sem.  Ætli fólkið okkar sem tekur þátt í þessu komi ekki bara fram fyrir Íslands hönd á 20 ára fresti og lifi drauminn aftur.  Ja við lifum allavega í voninni með að vinna þessa keppni... og fara þannig á hausinn í eitt skipti fyrir öll.  Svei mér þá.  Ég held að 16. sætið sé bara ekkert svo slæmt.  Að vera bara á miðjunni, það lukkast best fyrir alla. Undecided  Já já hvað segið þið þarna úti???? 

TJÁIÐ YKKUR NÚ UM ÞETTA MÁL... NÚ EÐA EINHVER ÖNNUR MÁL Wink  See ya.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst nú Haffi með "Þú tryllir mig" bara lang flottasta lagið  eða svona eina sem eithvað öðruvísi en hin, svo var Heiða flott og Sigurjón Bríng með lagið Áfram en mest gaman var að sjá þá þrjá syngja,spila og takka dans spor, hver segir svo að menn geti ekki nema gert eitt í einu!

Kolla rauða (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:26

2 identicon

ja ég held að íslendingar geti bara slepppt þessu... (án þess að hafa heyrt lagið;) vegna þess að danska dragdrottningin er bara langflottust;o) I'm your dramaqueen tonight Jamm alla vega raular þetta á allra vörum í augnablikinu, þannig að það er alla vega mjög grípandi!!!

Annars er þetta mér nú sossum ekkert hjartans mál, fyndist nú samt gaman ef að íslendingum gengi aðeins betur en undanfarin ár;o)

Knús Þóra

Og til hamingju með hana ömmu þína;o) 

Þóra (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:59

3 identicon

Eiki rauði langflottastur rokkarinn klikkar ekki á því hehe...Hamingjuóskir með Boggu ömmu þína.  Bið að heilsa í bæinn

 knús Svava

svava (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:52

4 identicon

Jaaaá, það er nú spurning með Eika, hann er nú farinn að reskjast, en hver veit, kannski verður það ,,in'' í þessari keppni.....spennandi... Kærar kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 08:32

5 identicon

Hæ hæ frænka komin tími að kvitta fyrir sig ;)

Vona að "EIKI" Meiki það ;)

Til hamigju með ömmu þína ;)

Kveðja Elín Birna frænka.

Elín Birna (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 20:47

6 identicon

Jú ég hélt með eldinum líka, kíki alltaf á þig annað slagið. Kv. í sveitina. Erla

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband