Afmæliskveðja

Jæja góðir gestir.  Nú ætla ég að taka eitt lag .... NEI NEI  ég ætla ekkert að taka það.  Ég ætla að flytja eitt lag ... NEI NEI NEI  ég ætla ekkert að flytja það, ég ætla að hafa það á staðnum.  Ég ætla að syngja eitt lag.  Tileinkað vinkonu minni henni Söndru Dís því hún á afmæli í dag skvísan.  Nú hef ég upp raust mína:

Hún á afmæli í dag   Whistling  hún á afmæli í dag  Whistling hún á afmæli hún Sandraaaaaa.  Whistling  Hún á afmæli í dag Whistling  Wink  TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KÆRA VINKONA.  Þú ert ekki deginum eldri en 25.

 En héðan er allt gott bara.  Stebbi fór í sína fjallaferð um helgina og hafði gaman af.  Við mæðgur fórum í sumarbústaðinn til mömmu og pabba og höfðum það ákaflega gott.  Skvísan var þó veik og komst því ekki í pottinn.  En við bættum bara um betur og skutluðumst í hann um miðnætti á laugardaginn og stútuðum einni hvítvín þar.  Voðalega ljúft í blíðunni og stjörnubjörtum himni. 

Blessiykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er greinilega eitthvað á undan, því ég hringdi í hana í gær og óskaði henni til hamingju með daginn. Sé það núna að ég var aðeins of fljót á mér, en hún minntist samt ekkert á það. Já svona getur það verið, maður er alltaf að flýta sér....

Er annars að pakka niður, fer til Berlín á morgun á ráðstefnu og fund. Hafðu það gott mín kæra. Sjáumst vonandi fljótlega

kveðja Sigga

Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:52

2 identicon

Takk elsku dúllan Manni líður amk alltaf eins og maður sé 25, hehe........ja nema kannski akkúrat þessa dagana, bumban ætlar bara ekkert að hætta að stækka.  Knús í sveitina frá okkur öllum

Sandra Dís

p.s. sigga mín, hvað er einn dagur til eða frá........bara notalegt að fólk muni eftir manni

Sandra Dís (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:19

3 identicon

Hæ eskan

Verð alveg græn af öfund þegar ég heiri um svona sumarbústaða og pottaferðir!!! Það vantar alveg hér;o( Annars allt gott að frétta héðan! Lífið gengur sinn vanagang Hlakka til að koma heim í sumar... verða kanski í alveg einn og hálfan mánuð;o) ef mér tekst að redda mér plássi í æfingakennslu!!

Bið að heilsa í kotið 

Knús Þóra

Til hamingju með afmælið (um daginn) Sandra;o)

Þóra (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband