21.2.2007 | 16:02
Bollu- sprengi- öskudagur!
Jæja þá er bolludagurinn afstaðinn og náðum við fjölskyldan að svolgra í okkur eins og nokkrum bollum og hér er nú yngsti fjölskyldumeðlimurinn að háma í sig bollu hjá afa og ömmu. Nú svo fengum við saltkjöt og baunir á sprenigdaginn í leikskólanum við Sigrún. Svo hefur öskudagurinn verið ansi skemmtilegur. Sú stutta var klædd hér í morgun í nornabúning og máluð í framan og hún ætlaði sko að vera góð norn. Svo fórum við í leikskólann og þar var farið í salinn í Þingborg og kötturinn sleginn úr tunnunni. Ógurlegt fjör og mikið gaman. Allir fengu popp og saltstangir en við byrjuðum reyndar á því að syngja fyrir sveitastjórann 2 lög og fengum límmiða að launum. Sigrún nornin í Vorsabæ
Vona að þið hafið átt góðan dag í dag. Kveð að sinni.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún klikkar ekki á því Sigrún frænka mín í Vorsabæ hefur örugglega verið langflottasta nornin .Trúi því að það hafi verið fjör hjá ykkur í dag........Heyrðu já takk fyrir síðast flott afmæli hjá Boggu ömmu , hún alltaf mesta skvísan.....þetta heppnaðist vel. Svo er það Eiríkur Hauks, hann er góður.....og mun standa sig vel...ekki spurning. Bestu kveðjur í Vorsabæ.Ko-Kolla.
Anna Kolbrún Þ (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:22
Hún er svo flott litla skvísan
Allt gott að frétta af Bakkanum og allir hressir, knús til ykkar allra
Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:39
Ekkert smá gúmmilaði-leg með bolluna stelpan mmmm. Hér voru bakaðar vatnsdeigsbollur í fyrsta skipti, sem enduðu á einhvern óskiljanlegan hátt sem klattar Gengur betur næst!
Knús í kotið
Gunnur á kafi í snjó (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.