Færsluflokkur: Dægurmál

Afmæli

 Hann á afmæli í dag - hann á afmæli í dag - hann á afmæli hann PABBI.  Hann á afmæli í dag     Til hamingju með daginn pabbi minn.

Í gær fór húsbóndinn á bænum inn að Vatnsfelli að ná í jeppa sem hafði farið niður um ís.  Já þær eru margar björgunaraðgerðirnar sem þarf að sinna og hér fylgja nokkrar myndir af þessu. 

björgun  patrol í henglum   pattinn


Veikindi

Ekkert sérlega skemmtilegur dagur í dag Frown  við hjónin vöknuðum upp við það í nótt að Sigrún var að gubba.  Hún gubbaði aðeins í nótt og svo aftur í morgunn.  Svo hélt ég að hún væri að hressast áðan, var farin að hoppa og skoppa um stofuna og farin að stríða mér eins og henni einni er lagið en nei nei... þá kom enn ein gusan.  Ísinn og saltkexið sem hún hafði komið niður í morgun kom bara sömu leið til baka.  Jakk.  Og ekki bætir úr skák að mamman er með hálfgerðan niðurgang svo það eru tómir lasarusar á þessum bæ   Frekar fúlt að byrja helgina svona. 

Mæli með því að þið skoðið Gluggann eða Dagskrána því þar tróna þau á forsíðum beggja blaðanna (Já þetta er forsíðufrétt LoL)  með litlu prinsessuna og stóra duglega bróður hennar.  Rosalega flott öll og taka sig bara vel út.  OOO svo gaman að þessu.  Þið getið séð þetta á www.sudurglugginn.is ef þið komist ekki í blöðin.

En ég fór í eftirlit til Óskars í gær.  Það lítur allt vel út og blóðprufurnar voru góðar.  Ég á að hitta hann aftur eftir 3 mánuði.  Vona bara að ég þurfi ekki að fara til hans fyrr.  Hins vegar þarf ég að fara á mánaðarfresti í þessa Zolotex-sprautu.  En það er nú ekkert miðað við allt og allt.  Reyndar alveg hnausþykkri nál stungið í magann á mér og það er lítið hylki inni í sprautunni sem er skotið inn í magann og það eyðist upp á 28 dögum.   Þetta er gert til að hindra blæðingar og þá starfsemi frá eggjastokkunum... því krabbameinið var jú hormónatengt og þess vegna þarf að bæla niður alla hormónastarfsemina hjá mér næstu 5 árin Pouty  Þessar töflur sem ég þarf að taka inn líka eru einnig hormónabælandi.

En nóg um það.   Best að fara að horfa á Pocahontas með prinsessunni.... Villimenn villimenn...!!!  þú veist hvert leiðin liggur barn.  Farðu eftir henni!


G L E Ð I L E G T Á R

Góðan daginn kæru vinir og gleðilegt nýtt ár.  Og hjartans þakkir fyrir bloggið á síðasta ári Wink

Við fjölskyldan fórum í sumarbústað foreldra minna um áramótin og fögnuðum nýju ári með þeim.  Einnig fengum við nokkra gesti úr sumarbústað í Grímsnesinu.  Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur sem héldumst vakandi að minnsta kosti.  Sigrún var sofnuð fyrir skaup þannig að hún missti af aðalfjörinu og gestunum líka Frown  Hún var ekkert sérlega glöð þegar hún vaknaði á nýársmorgunn.  Það fyrsta sem hún sagði var:  "Mamma af hverju sá ég engar sprengjur"  Hún varð bara sár stúlkan þannig að við ákváðum að halda smá mini-áramót hér á hlaðinu í gær Halo  Það eru komnar nokkrar myndir hér inn frá því og líka frá áramótagleðinni okkar í bústaðnum. 

En Áramótaskaupið já... eigum við eitthvað að vera að fara út í þá sálma hér Sleeping  Frekar glatað skaup að mínu mati og ansi unglingatengt.  Mikið af gríni af Sirkus (sjónvarpsstöðinni fyrir fávísa Íslendinga sem fylgjast lítið með, hehe) og bara slappt grín í flesta staði.  Gervin voru ekki nógu sannfærandi fannst mér... átti þetta til dæmis að vera Árni Johnsen þarna...???  Ég var ekki að skilja megnið af þessu allavega.  Mér heyrist margir í þjóðfélaginu vera á sama máli.  Kannski er íslenska þjóðin bara orðin húmorslaus Tounge

Hinn skemmtilegi atburður átti sér stað á nýársmorgunn að Svava vinkona mín eignaðist stúlkubarn um níuleytið.  Óska ég þeim innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og hlakka ég ekkert smá til að sjá litlu snúllu.  Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig og öllum heilsast vel Smile

Kveð að sinni.


Allt eðlilegt

Komiði sæl   

Fór í beinþéttnimælingu í morgun og það gladdi mig mjög að beinin mín líta eðlilega út     og ég er því ekki með beinþynningu.  Mjög ánægjulegt. 

Við fjölskyldan fórum á jólaball í Félagslundi á annan í jólum og skemmtum okkur konunglega.  Sigrún var mjög hrifin af jólasveinunum sem komu.  Það voru þeir Skyrgámur og Þvörusleikir.  Hún lenti nú bara á léttu spjalli við þá og það vottar ekki fyrir neinni hræðslu hjá henni í þeirra garð.  Hmmm eitthvað annað en hún móðir hennar þegar hún var barn     Ég var skíthrædd við þessa blessuðu skelfilegu rauðklæddu verur sem hlupu um eins og vitleysingar með þvílíkum látum að annað eins hefur varla sést í háa herrans tíð.  Já kjarkurinn er eitthvað meiri hjá prinsessunni.

Læt fylgja með nokkrar myndir af jólaballinu  IMG_2682  Á spjalli við jólasvein  Sæt saman  Marsering


Jólakveðja

   

Gleðileg jól kæru landsmenn til

sjávar og sveita, vejo vejo!!!

Hafið það gott um jólin og

 borðið yfir ykkur af reyktu kjöti

 og konfekti og liggið á

meltunni svo þið getið varla

staðið upp aftur     Bestu

kveðjur RB    


Þorláksmessa~gleðifréttir :o)

Ég verð nú bara að tilkynna ykkur þær gleðifréttir að við fengum 4 rétta í lottóinu um daginn W00t  Við erum með áskrift og höfum verið með hana í þónokkra mánuði en aldrei unnið neitt þannig að ég var búin að heita því að hætta með áskriftina ef við ynnum ekkert á einu ári.  Held ég haldi þá bara áfram með hana núna Smile  Við unnum á afmælistölur Stebba og Sigrúnar og fæðingarár Sigrúnar.  Ekki slæm jólagjöf þetta.  Reyndar ekkert stór upphæð en hey!  Það munar um minna ekki satt.

Við Sigrún skruppum í Nóatún í gær og þurftum að leggja niðri á planinu við Tryggvaskála.  Þá vildi skvísan endilega skoða Ölfusána og ég greip myndavélina með mér og náði nokkrum myndum af áni á meðan var ansi hátt í henni.  Þó ekki eins mikið og deginum áður þar sem flæddi inn á bílaplanið og í kjallara Nóatúns.  En svona var þetta sem sagt í gær 22.des. um þrjúleytið Wink  Sigrún  Þið getið séð fleiri myndir í albúmi hérna sem heitir vetur 2006-2007. 

Ætlum annars í skötuveislu í dag í Þjórsárver.  Nammi namm... við fengum líka skötu í vinnunni í gær og hún var vel kæst.  Frekar gott með miklum skræðum Smile


We wish you a merry christmas...

Jæja þá er nú blessuð tengingin hjá okkur komin aftur í lag Angry  búið að vera bilað í 5 daga.  Það endaði á því að við fengum viðgerðarmann frá Emax til okkar og hann kippti þessu í lag á korteri kallinn Happy  Einhver bilun í sendinum skilst mér.  Hvað sem það nú þýðir, heh!!! W00t 

En jæja nú mega jólin bara koma held ég ... mín búin að fá sér rauðvínið með steikinni, Grýlukanilkaffi (sem ég mæli sérstaklega með svona á jólunum... alveg ótrúlegur jólailmur af því og bragðið hreint lokkandi Joyful)  nú og búið að leggja lokahönd á jólagjafirnar hér á bæ.  Bara eftir að pakka fáeinum gjöfum inn og þá er þetta komið.  Ég náði að senda jólakortin... vona að þau komi til ykkar fyrir jól Errm 

Auglýsi hér með eftir eiginmanni mínum.  Hef ekki séð hann síðan síðdegis í gær og þá í mýflugumynd.  Hann er eitthvað að stússast í þessum flóðum upp um allar sveitir með BFÁ væntanlega.  Og fylgjast með Ölfusánni eins og hálfur bærinn.  Ja ef það er ekki bílaumferð um Selfossbæ vegna jólanna þá er það vegna flóðanna og fólk að athuga hvort það sé nú ekki eitthvað að hækka í ánni.  Það hlýtur nú að vera komið aðeins meira upp á bakkann núna en fyrir hálfri klukkustund.  Svei mér þá - alla mína daga.

Vona að þið hafið það gott þarna úti í rokinu.  Hér blæs inn um öll hugsanleg göt FootinMouth og ég held ég þurfi bara að fylla í þau.  Ég meina það!

GLEÐILEG JÓL ANNARS  Kissing


Kúadella hvað, oj oj oj

Má til með að skella inn nokkrum myndum af því sem kallinn minn var að brasa við í vikunni.  Agalega skemmtilegt djobb... og lyktar svona líka vel Tounge  Kúadella  Hér er verið að bjarga kúm frá drukknun í sínum eigin skít!

Kúm bjargað  Spennandi að kafa þarna.  Litla greyið  Þær komu upp heilar á húfi greyin.

En hér gengur lífið annars bara vel.  Jólaundirbúningur á fullu IMG_2556  og húsmóðirin þurrkar af og þrífur  ... allt fyrir mig (syngur Stebbi Errm)  á milli þess sem hún spjallar á msn og föndrar jólakortin.  Mér finnst svo gaman að föndra kortin að ég gef mér ekki tíma í að setjast niður og skrifa í þau Halo  Þannig að þið vitið þá ástæðuna fyrir því ef þið fáið ekki jólakort frá okkur í ár. 

Prinsessan er sofnuð og hefur ekki sofnað svona snemma í laaaangan tíma.  Það er aðeins hægt að nota jólasveinana núna sem ástæðu fyrir því að fara snemma upp í rúm því ekki vill hún að sveinarnir fari framhjá án þess að stoppa.  Hún hefur nú verið mis-ánægð með gjafirnar frá sveinka.  Frá Stekkjastaur fékk hún þessa líka fínu jólaenglanælu með ljósi sem blikkar og allt Smile  mamman voða glöð.  En skvísan sagðist bara ekkert þurfa svona ljós.  "Mamma sérðu ekki að það er fullt af ljósum hérna" sagði hún og benti á jólaseríuna sem hangir í herberginu hennar Pouty  Já það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis, hmmmm!

Jólakveðja R


Engin aðgerð...

Það var nú ekkert stungið á augun í dag Errm  Skurðlæknirinn sagði að táragöngin mín væru hreinlega bara ónýt og það eina sem hann gæti boðið mér upp á væri að gera viðameiri aðgerð sem krefst svæfingar og innlagnar í um 2 daga á LSH.  Þá þarf að setja í mig einhvers konar glerkubb Woundering  og tengja svo gerfitáragöng við hann þannig að tárin leki rétta leið.  Hann sagði að um 50-60% þeirra sem færu í þetta yrðu yfir sig ánægðir með þetta en það væru líkur á að ég fyndi alltaf fyrir þrýstingi á milli augnanna (þar sem kubburinn mun verða settur) því þetta er jú aðskotahlutur.  Hins vegar miklar líkur á að þetta lagist að fullu.  Ég spurði hann bara hvenær ég ætti að mæta FootinMouth  En þetta er víst ekki alveg svona einfalt.  Það er víst BRJÁLAРað gera hjá honum svo að ég kemst ekki að fyrr en í fyrsta lagi í febrúar eða mars.  En það verður sjálfsagt þess virði að bíða....

Svo fór ég í beinaskanna í gær út af bakverkjunum sem ég hef fundið fyrir.  Ég fékk niðurstöðuna í dag og það bendir ekkert til þess að um meinvörp séu að ræða   þannig að það er mikill léttir.  Hins vegar eru slit í beinunum sem sást í skannanum en til að kanna beinin betur þarf ég að fara í beinþéttnimælingu.  Ef það kemur í ljós að um beinþynningu sé að ræða hjá mér þarf ég að fá lyf við því sem er gefið í æð á göngudeildinni.  Einhvers konar uppbyggingarlyf fyrir beinin.  Töflurnar sem ég er á (Aromasin) geta sem sagt valdið beinþynningu. 

Já það er margt í þessu.  Engin lyf eru aukaverkanalaus þannig að það er alltaf eitthvað sem tekur við af öðru.  Og af því að ein lyfin geta valdið beinþynningu þarf annað að koma á móti til að reyna að hindra hana...  Æ það verður bara gott þegar þessi 5 ár verða liðin og ég laus við öll lyf... (Krossa fingur).  Eða það er allavega takmarkið.

Kveð að sinni   

 


Alvöru kvennaferð

Jæja er nú komin heim úr þessari líka bráðskemmtilegu kvennaferð til Heidelberg í Þýskalandi.  Við þrömmuðum göngugötuna nokkrum sinnum... sem er 1,6 km. að lengd takk fyrir.  Vinsælasti drykkur ferðarinnar var án efa hið þýska Glühwein IMG_2373  sem er heitt jólaglögg og var hægt að bæta það með rommi eða einhverju álíka spennandi.  Ofsa gott á röltinu á milli jólabásanna.  Maður kaupir sér glögg í könnu og getur svo skilað könnunni og fengið þá hluta af peningnum til baka.  Okkur fannst nú ekki taka því.  Við vildum auðvitað eiga allar könnurnar og takmarkið hjá okkur var að safna í 12 manna könnusett Tounge  Það má engu muna en að það hafi tekist.  LoL  Jóladótið var svo ekkert smá flott.  Ég hef nú aldrei á ævi minni séð jafn mikið úrval af fallegu jólaskrauti.  VÁ.   IMG_2370

Snjóboltarnir klikkuðu heldur ekki.  IMG_2419  Þeir eru MUN stærri en mig hafði órað fyrir.  Ekki séns fyrir eina manneskju að torga einum bolta í einu og sömu máltíðinni... ja maður þarf þá að vera mikið svangur.  Tounge  Bratwurst var líka etið af mikilli lyst og list ... eða þannig.  Sumar pylsurnar voru nú lengri en augað eygði svei mér þá.   Fórum líka að skoða kastalarústir IMG_2394  efst uppi í borginni.  Þaðan var náttúrulega ótrúlega flott útsýni yfir borgina.   IMG_2400  Inni í kastalanum var svo þetta líka ferlíki sem var einu sinni bjórtunna.  Tekur litla 222.000 lítra.  IMG_2410  Við náðum nú ekki að klára úr henni GetLost

Svo fórum við í Rothenburg ob der Tauber sem er 12.000 manna bær og er frá miðöldum.  Þar voru svakalega flottar jólabúðir og stór jólamarkaður í litlum básum út um allt.  Í Rothenburg minntu húsin nú bara á gömlu Playmo húsin hans Bjögga bróður hennar Svövu sem við lékum okkur svo mikið með í denn Grin Playmo-hús   Ein af jólabúðunum í Rothenburg  En þetta var sem sagt frábærlega vel heppnuð ferð og bráðskemmtilegir ferðafélagar Smile

Ég er að fara á morgun að láta stinga á augun aftur.  Það á að reyna að opna táragöngin aftur... spurning hvort ég lagist eitthvað af þessu táraflóði sem ég er orðin aaaaansi leið á Angry  So wish me luck beibs.  Förum svo á jólahlaðborð á Geysi á laugardaginn með vinnunni. 

Þangað til næst.  Yfir og út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband