20.5.2008 | 18:10
E U R O V I S I O N - fyrri forkeppnin í kvöld
Jæja gott fólk þá er fyrri forkeppnin í kvöld og svona er röðin skilst mér:
1. Svartfjallaland
2. Ísrael
3. Eistland
4. Moldavía
5. San Marino
6. Belgía
7. Azerbaijan
8. Slóvenía
9. Noregur
10. Pólland
11. Írland
12. Andorra
13. Bosnía-Herzegóvina
14. Armenía
15. Holland
16. Finnland
17. Rúmenía
18. Rússland
19. Grikkland
Maður verður nú allavega að fylgjast með Noregi og Finnlandi er þakki?! Skv. Eurovision síðunni hjá BBC þá munu Svíar vinna keppnina í ár, við verðum í 8.sæti og Norðmenn í því 9. Spurning hvað er til í þessu
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/7375489.stm Hér er linkurinn á BBC síðuna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 08:28
Frábært og löngu tímabært!
Ég varð ánægð þegar ég sá þessa frétt um hugmynd þess eðlis að veita fólki með ólæknandi sjúkdóma sérstakan þjónustufulltrúa sem mun gæta hagsmuna þess og réttinda því eins og flestir kannski vita þá hefur fólk sem veikist með þessum hætti litla sem enga orku til þess að þurfa að þrefa við kerfið til að leita allra sinna réttinda til þess að lifa af. Ég man það bara þegar ég veiktist (fyrir 3 árum síðan) þá fór öll orka mín í að læra að glíma við sjálfan sjúkdóminn og takast á við lyfjagjafirnar og svo auðvitað að reyna að sinna dóttur minni sem þá var 3 ára. Ég öðlaðist smám saman orku á ný eftir erfiða og langa lyfjameðferð og ég get vel trúað því að fólk sem fær þau tíðindi að það sé með ólæknandi sjúkdóm öðlist ekki fulla orku á ný Allavega ekki til að þurfa að glíma við kerfið. Ég var heppin því ég hef nokkurn veginn fulla orku í dag og trúi því að ég hafi sigrast á sjúkdómnum
Ég var sem betur fer með líf- og sjúkdómatryggingu þegar ég greindist með brjóstakrabbameinið og ég þurfti sem betur fer ekki að þrefa mikið til þess að fá trygginguna greidda. Enda var það nú frekar ljóst hvers eðlis meinið var.
Þannig að ég segi bara GOTT MÁL Jóhanna!
![]() |
Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 18:07
Nýtt hjól
Jæja þá er kjellan búin að fá sér nýtt hjól sem er alveg hreint algjör snilld. Ég skellti mér í Hjólabæ á Selfossi í gær og keypti mér fjallahjól sem er hannað af konu - fyrir konur
Algjörlega frábært hjól í alla staði og ég mæli sko með Hjólabæ. Frábær þjónusta þar og úrvalið bara ágætt. Ég endurnýjaði líka hjálmaflotann á bænum svo nú geta allir fjölskyldumeðlimir hjólað saman í sveitinni. Ég fór strax í gær og hjólaði 4 km (heim að vegamótum að Hamarsvegi) og fannst það nú lítið mál. Spurning um að fara næst 6 km (heim að Seljatungu og tilbaka) og smá lengja svo leiðina og auðvitað stefni ég á að taka Vorsabæjarhringinn í sumar sem er 10 km. Fer nú létt með hann sko
Spurning um að hjóla kannski á Selfoss einn daginn en það eru 14 km
Er þá nokkuð annað eftir en að hjóla bara í vinnuna sem eru ca 20 km?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 13:24
Garðvinna
Miklu er búið að áorka um þessa hvítasunnuhelgi. Stebbi búinn að missa sig með hekk-klippurnar og ég stormandi á eftir til að hirða allar greinarnar. Hér er Sigrún í einni greinahrúgunni.
Svo er ég búin að vera ansi dugleg í blómabeðunum að taka allan dauða gróðurinn eftir veturinn. Mátti ekki seinni vera að taka þetta því gróðurinn vex ótrúlega hratt þessa dagana. Hér má sjá fyrir og eftir myndir úr einu beðinu
Jæja er farin aftur út að gera meira
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 17:24
Mæðradagurinn
Til hamingju með daginn allar mæður landsins og þá sérstaklega
þú mamma mín Njótið dagsins en það er ég búin að gera.
Við hjónin búin að vera í garðinum í dag að klippa trén og hreinsa beðin
og taka til. Allt að verða voða fínt. Sigrún hjálpaði einnig til
Ég samdi lítið ljóð til þín mamma í tilefni dagsins og er það svohljóðandi:
MAMMA!
Þú ert mér allt mamma mín.
Þegar ég þarf að spjalla ertu ávallt til staðar.
Bæði þegar ég þarf að létta á mér og spjalla um allt og ekkert.
Dóttur minni ertu einnig allt.
Hún getur alltaf komið í ömmufaðm og fengið klór á bakið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar