Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
30.8.2006 | 21:14
Danablogg
Jæja hér situr maður í Horsens með rautt í glasi... og það Krystalsglasi frá Prag, það er ekkert öðruvísi Við hjónin fórum út að borða í kvöld á Venecia (ítölskum stað) með hjónaleysunum hér á bæ (Áslaugu og Gunnari) og fengum alveg hreint snilldarmat þar. Snigla í forrétt og ég kjúlla í rjómasósu í aðalrétt og maðurinn minn fékk sér nautalund. Hún var víst bara næstum jafn góð og lundin heima... Sigga litla í lundinn græna hæfadderífaddirallalla Já það er sko dekrað við okkur á hveitibrauðsdögunum hér í Danmark. Fengum okkur ítalskt hvítvín og rauðvín með og svo fengu sér allir desert - nema ég. Ég var gjörsamlega sprunin eftir þennan góða mat. Þvílíkur var skammturinn.
Það var 25 stiga hiti hér í dag og sól á köflum og við Stebbi fórum auðvitað niður í bæ og á göngugötuna. Þar var auðvitað farið í H&M - en ekki hvað!! og við gátum verslað svolítið á skvísuna. Já og kelluna líka Fékk mér svo úlpu á spott pris Nú nú nema hvað!! Við erum búin að vera hér úti í garði að veiða geitunga síðan við komum. Þvílíkt magn af þeim hef ég sjaldan séð og þeir eru svo snarbrjálaðir að maður er í stríði við þá með bjórinn. Því ég gef ekki sopa með mér sko, huh!!
Við Stebbi förum á hótelið á morgun í Köben og ætlum að mæla strikið í hænuskrefum og kíkja á aaaðeins fleiri búðir. Kallinn fær sér bara bjór á meðan ég kíki á þetta, hehe.
Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar. Við skemmtum okkur náttúrlega manna best í brúðkaupinu. En sem sagt. Við erum bara að fíla okkur vel hér í hitanum.
Farvel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2006 | 11:50
Honey honey... will you marry me?
Jæja þá er ég orðin FRÚ Rannveig.
Brúðkaupið tókst mjög vel í alla staði. Þetta var frábært alveg og dagurinn flaug áfram á methraða ALLT of fljótt að líða. Ég var orðin ansi þreytt á fimmtudaginn í undirbúningnum en var svo bara hin hressasta allan laugardaginn og langt fram á nótt. Við týmdum varla að fara heim því dagurinn mátti ekki taka enda
Svo opnuðum við allar gjafirnar í gær og vá !!! Þvílíkt magn af gjöfum. Ég hélt við ætluðum aldrei að klára að bera út í bíl. Sigrún fékk líka nokkra pakka og var sko hæstánægð með þetta allt saman. Það gekk vel hjá þeim í Gaulverjabæ með skvísuna og hún var ofsa glöð með þetta allt saman.
En við viljum þakka ykkur öllum kæru vinir og ættingjar fyrir að eiga með okkur þennan frábæra dag og gera okkur hann ógleymanlegan. Við eigum enn eftir að lesa á hjörtun góðu en ég leit á nokkur í gær þegar við týndum af trénu og þekkti nú skriftina á nokkrum hí hí.
Við biðjum að heilsa ykkur öllum og heyrumst þegar við erum komin heim úr brúðkaupsferðinni okkar sem hefst í fyrramálið
P.s Skelli inn myndum hér á eftir (vonandi) úr brúðkaupinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.8.2006 | 00:58
Raunveruleikinn
Ég horfði á Brúðkaupsþáttinn Já í kvöld (eða brot af honum) og þá varð þetta allt eitthvað mikið raunverulegra það sem framundan er, úúú.... spennan magnast Ég gekk frá vínpöntuninni í dag. Einnig brúðarvandarpöntun ásamt skreytingu á bílinn. Já og vottorðin marrrh. Ekki mátti ég nú vera seinni í því. Konan var svo almennileg hjá Þjóðskrá að setja pappírana okkar í forgang þannig að þeir fara í póst í dag (hhmmm komið framyfir miðnætti sko). Já og við mamma kláruðum föndrið að mestu í gær og gerðum allt klárt (að mestu svona). Þannig að þetta er allt að smella saman bara. Asssssgoti fínt.
Annars fer ég í enn eina mátunina á kjólnum til Rvk. í dag. æ ég var einhvernveginn að vona að þetta væri nú bara komið en það er alltaf einhver smá lagfæring. En þetta hlýtur nú að koma allt saman. Ja annars gifti ég mig bara í fjósalörfunum. Já og stend við það!! En ég get náð í brúðarstandinn í leiðinni svo að ferðin nýtist vel. Svo ættum við að fá salinn á morgun eða fimmtudaginn þannig að þetta verður EKKERT MÁL. Bara skutla saman borðum og stólum og voila. Bara allt reddí fyrir skreytingar. Jæja best að fara að ná sér í smá beauty sleep svo maður verði ekki eins og herfa á brúðkaupsdaginn. Maður verður nú að vera þekkjanlegur.
Og sorry Magni. Ég bara nenni ekki að vaka lengur til að bíða eftir að sjá þig flytja þetta annars ágæta lag með Nirvana í kvöld því ég þarf minn 10 tíma svefn. Svo hefurðu heldur ekkert að gera með þessum útlifuðu jöskum sem þeir í Supernova eru. Hnuss. Við viljum bara fá þig í "sólina" aftur. Svo farðu að koma þér heim drengur OK.
Bið annars að heilsa ykkur kæru landsmenn til sjávar og sveita vejo vejo
Setti inn nokkrar nýjar myndir af því þegar Regnfólkið kom saman uppi í sumarbústað í Brekkuskógi um daginn. Þar höfðum við það ossa ossa gott og börnin skemmtu sér frábærlega saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2006 | 11:49
Vika í þetta
Jæja þá er bara vika í stóra daginn og allir orðnir spenntir Ja allavega ég svo mikið er víst. Kallinum var rænt úr vinnunni áðan af nokkrum félugum... Sem sagt steggjagleði framundan. Ég vona að þeir fari vel með kallinn. Ég vil fá hann heilann heim
Síðasta herceptin sprautan hefur farið fram og gekk vel að vanda. Fékk knús og góðar óskir frá hjúkkunum á göngudeildinni. Svo þarf ég nú að fara á 6-8 vikna fresti til að láta skola lyfjabrunninn. Ég vil nú ekki storka örlögunum alveg strax með því að láta fjarlægja hann... ég bíð aðeins með það.
Við Stebbi áttum stefnumót í hádeginu (fyrir lyfin) og fengum okkur humarveislu á Laugaási. Já gamla vinnustaðnum mínum Frekar fyndið að koma þarna inn. Þetta er allt eins og það var, sömu stólarnir, sömu borðin, sami matur... ja eða lítið breyttur matseðill en kannski örlítið dýrari og já sami eigandi sem var á vappinu þarna frammi til að fylgjast nú með að þetta fari nú allt saman rétt fram Maður fékk nú smá svona Flashback... En humarinn var rosalega góður og fékk ég hrásalat í svona litla skál til hliðar... ég sá náttúrlega alveg fyrir mér hvernig þetta var allt gert þarna á bakvið. Gaman að þessu verð ég að segja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2006 | 23:48
Síðasta lyfjagjöfin
Jæja þá fer ég í lokalyfin á morgun Langþráð verð ég að segja. Það verður nú hálf skrítið að fara ekki í bæinn á 2 vikna fresti eins og ég hef gert í heilt ár núna. En mikið assgoti er þetta nú fljótt að líða allt saman. Ég mun nú sakna kaffihúsaferðanna hjá okkur systrum því við höfum nú oft gert ansi gott úr þessu öllu saman og hitt marga og farið víða. Ég hef sjaldan drukkið eins mikið af góðu kaffi og smakkað jafn mikið af góðum réttum og kökum eins og undanfarið ár. Grænn kostur, Á næstu grösum, Maður lifandi, Iðu kaffi, Fjörðurinn, Kringlan, Smáralind og hvað þetta heitir allt saman og að ógleymdum fataleiðöngrunum okkar líka, heheh. Maður verður nú að líta á björtu hliðarnar á málunum því þetta hefur ekki bara verið leiðinlegt. Eiginlega bara ekkert leiðinlegt. Þótt þetta hafi verið erfitt á köflum þá er ég nú fljót að gleyma því slæma (sem betur fer) og lít björtum augum til þess sem er framundan.
Brúðkaupið fer að skella á og ég er nú enn voða róleg yfir þessu. Fatta stundum hvað er nú stutt í þetta og fæ smá panikk-kast yfir því. Það stendur þó stutt yfir og ég hugsa bara... æ ég get nú gert þetta á morgun. Þeir verða nú alltaf færri og færri dagarnir sem ég get hugsað svona. En ég er nú búin að fá mér brúðarstrípurnar og það eru svona spari spari... ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi í hárgreiðslustólnum áður. Og með þetta líka stutta hár. Held að Lóló hafi aldrei sett álstrípur í jafn stutt hár Það er sko dekrað við mann og svo er Það ótrúlegt hvað er hægt að klippa mikið af stuttu hári. En nú er loksins komin LÍNA í hárið. Já já aldeilis fínt bara. Svo er annað dekur í næstu viku. Já þetta er bara gaman og ég mæli með því að þið þarna úti sem eigið eftir að gifta ykkur að drífa bara í því. Þetta er svooooo gaman En þið verðið nú auðvitað að hafa fundið þann eina rétta/réttu. Ekki bara bunast út í eitthvað óhugsað. Neeeei það gengur ekki.
Jæja það er kominn galsi í mína og þá er mál að linni. Svo er bara að sjá hver dettur út úr Rock Star í kvöld, hmmm. Ætli það verði ekki Zayira (loksins) nú eða kannski Patrice Pike. Hún mætti nú alveg fara heim í kvöld mín vegna.
OUT!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2006 | 11:52
Bissí krissí
Ég ætlaði aldeilis að hafa það gott í ágúst og njóta þess að undirbúa brúðkaupið í rólegheitum án þess að þurfa að mæta í vinnu og svona en ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er tímafrekt allt saman. Svo er nú ekki auðvelt að föndra eitthvað fínerí með litla 4 ára skottu yfir sér því hún er búin að vera í sumarfríi síðan í byrjun júlí. Svo þarf maður að panta sér tíma í hinu og þessu til þess að líta nú sæmilega út á brúðkaupsdaginn Reyndar koma nú inn í þetta hinir ýmsu tímar í öðru en því sem fylgir brúðkaupinu eins og hjartaómun og brjóstamyndataka (eftirlit því nú er komið heilt ár frá brottnámi). Svo þarf ég að fara í SÍÐUSTU SPRAUTUNA 17. ágúst jei jei jei!!! Nú svo er mátun sama dag... vonandi lokamátunin á kjólnum því það þarf auðvitað að fiffa hann aðeins til fyrir mig og mínar sérþarfir Svo er það klipping, lit & plokk og ýmislegt sem tínist til. Púff ég vildi ekki vera að vinna líka. Mér sýnist mér ekkert veita af þessum tíma því það eru bara rúmar 2 vikur til stefnu. Úhúúú
Sigrún byrjar nú í leiksólanum aftur á morgun og hlakkar skvísunni mikið til að hitta krakkana aftur. "Mamma ég sakna svoooo krakkanna" sagði hún við mig í gær þannig að þetta er að verða ágætistími í fríi. Hún hefur nú tekið svolítið aukafrí með mér því ég fór í frí í júní. Suma daga hefur henni leiðst dálítið en þetta hefur nú sloppið nokkuð vel miðað við að við búum í sveitinni og engir krakkar á næsta bæ til að hlaupa til. Hún hefur reyndar verið með yndislega stelpu sem hefur verið að passa hana af og til í sumar og Sigrún fílar hana í botn. Svo áttum við líka frábæran tíma með frændsystkinum okkar í júní svo þetta sumar er búið að vera nokkuð gott þrátt fyrir kalda daga og BLAUTA, hehe. En við eigum ágætisþak á þessu húsi þannig að okkur líður vel og flest búin að jafna okkur á kvefinu.
Nú framundan er útilega REGNFÓLKSINS í Brekkuskógi. Þar ætlum við að hittast með krakkaskarann og hafa það notó í bústað m & p
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.8.2006 | 18:09
Magni flottur
Æ var að skoða æðislegar myndir af Magna (Megní) inn á Rock Star Supernova vefnum. Jiii hvað hann hefur verið ánægður að fá konuna og barnið til sín. Ekkert smá krúttlegar myndir. Það verður gaman að sjá hann annað kvöld syngja frumsamið lag. Held að þau eigi öll að taka frumsamin lög í næsta þætti Ef þið smellið á myndina komist þið inn á Rock Star svæðið.
Við vorum annars að koma heim úr sumarbústaðarferð í Brekkuskógi. Höfðum það agalega ljúft alla helgina með mömmu og pabba og fjölskyldunni úr Garðabænum. Veðrið var barasta fínt. Logn og "smá" rigning á laugardaginn en þurrt hina dagana. Það komu slatti af gestum í gær og var það bara gaman
Adios amigos
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar