5.1.2007 | 13:56
Veikindi
Ekkert sérlega skemmtilegur dagur í dag við hjónin vöknuðum upp við það í nótt að Sigrún var að gubba. Hún gubbaði aðeins í nótt og svo aftur í morgunn. Svo hélt ég að hún væri að hressast áðan, var farin að hoppa og skoppa um stofuna og farin að stríða mér eins og henni einni er lagið en nei nei... þá kom enn ein gusan. Ísinn og saltkexið sem hún hafði komið niður í morgun kom bara sömu leið til baka. Jakk. Og ekki bætir úr skák að mamman er með hálfgerðan niðurgang svo það eru tómir lasarusar á þessum bæ Frekar fúlt að byrja helgina svona.
Mæli með því að þið skoðið Gluggann eða Dagskrána því þar tróna þau á forsíðum beggja blaðanna (Já þetta er forsíðufrétt ) með litlu prinsessuna og stóra duglega bróður hennar. Rosalega flott öll og taka sig bara vel út. OOO svo gaman að þessu. Þið getið séð þetta á www.sudurglugginn.is ef þið komist ekki í blöðin.
En ég fór í eftirlit til Óskars í gær. Það lítur allt vel út og blóðprufurnar voru góðar. Ég á að hitta hann aftur eftir 3 mánuði. Vona bara að ég þurfi ekki að fara til hans fyrr. Hins vegar þarf ég að fara á mánaðarfresti í þessa Zolotex-sprautu. En það er nú ekkert miðað við allt og allt. Reyndar alveg hnausþykkri nál stungið í magann á mér og það er lítið hylki inni í sprautunni sem er skotið inn í magann og það eyðist upp á 28 dögum. Þetta er gert til að hindra blæðingar og þá starfsemi frá eggjastokkunum... því krabbameinið var jú hormónatengt og þess vegna þarf að bæla niður alla hormónastarfsemina hjá mér næstu 5 árin Þessar töflur sem ég þarf að taka inn líka eru einnig hormónabælandi.
En nóg um það. Best að fara að horfa á Pocahontas með prinsessunni.... Villimenn villimenn...!!! þú veist hvert leiðin liggur barn. Farðu eftir henni!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, elskurnar mínar þurftuð þið nú endilega að fá þessa pest (hún hefur gengið ljósum logum hér í Árbæ) . Já þau eru ekki lítið flott fjölskyldan í Suðurenginu í blöðunum, mest gaman að myndinni í Glugganum, því þar er Reynir með. Reynið að hafa það sem best um helgina, góðar kveðjur þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 14:43
Takk nafna mín. Alltaf gott að fá hlýjar kveðjur
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 5.1.2007 kl. 15:44
Hæ hæ ég þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar hér á síðunni já Reynir Örn tók sig vel út í Glugganum hehe. Já ömurleg þessi pest kannast við hana virðist fara víða. En vonandi eruð þið orðnar hressar og já til hamingju með hann pabba þinn. Kær kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.