28.4.2006 | 14:39
4 ára í dag
Hæ hæ.
Sigrún mín er 4 ára í dag. Hún fór með pabba sínum til Heiðu í afmælisklippinguna í gær og var alsæl. Hún var líka voða spennt að fara í leikskólann í morgun því hún ætlaði sko að baka súkkulaðiköku fyrir afmælisveisluna þar. Svo kemur fjölskyldan á morgun í kaffi og hér sit ég og hvíli mig á milli terta. Búin að gera stóra brauðtertu og skreyta hana voða flott og nú er bara að fara að þReyta rjómann og skella á marensinn og voila. Allt að verða klárt
Kíkti í Árbæ í morgun og hitti gellurnar þar. Ég er orðin voða spennt að byrja aftur að vinna og þær líka heyrist mér. Æ það verður voða gott að fara aftur í rútínuna sína. Jah enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það eru eiginlega orð að sönnu.
Hafið það gott um helgina kæru vinir og njótið þessarar löööööngu helgi út í ystu æsar.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu afmæliskveðjur til Sigrúnar, hlökkum mikið til að fá þig til okkar aftur. Kærar kveðjur, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 14:57
já aftur til hamingju með afmælið Sigrún mín, hey Rann-veig eða datt hún?? hahahaha þessi er gamall og lélegur:) en hey hvernig var í gær on the Red house???? Annars bara takk fyrir konuna nei ég meina komuna í gær, alltaf gaman að fá þig í heimsókn og spjall!!! Gangi þér vel í afmælisveislu-stússinu
Kv. Bogga
Sigurborg Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 15:04
Æ já gleymdi að skrifa það í færsluna. Það var rosa fínt á Rauða Húsinu í gær. En við hittumst þar sem sagt nokkrar gellur af bakkanum og borðuðum saman og spjölluðum um heima og geima. Voða nice. Takk fyrir það stelpur. Ég fékk mér sjávarréttasúpuna og hún klikkar náttúrlega aldrei. Bara góð.
Og Bogga mín... he he he... alltaf jafn fyndin elskan :o)
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 28.4.2006 kl. 15:18
Hæ elskurnar!
Innilegar hamingjuóskir á afmælinu hennar Sigrúnar og til hamingju með að vera að fara vinna!
Er nema von að þú spyrjir hvar bloggið er... búið að vera svo brjálað að gera að ég hef bara ekkert haft tíma til að vera í tölvunni;o( Verður vonandi ráðin bót á því um helgina;o)
Knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 18:47
Til hamingju með hana Sigrúnu kæra vinkona. Sjáumst í afmælinu á morgun. Hlakka rosalega til að fá þig í vinnuna til mín FRÁBÆRT!
Knús SVava
svava (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.