25.5.2008 | 22:16
Gulrætur og radísur
Jæja þá er bóndinn minn bestaskinn búinn að græja fyrir mig matjurtargarð Hann er nú reyndar frekar lítill en ég er eitt sólksinsbros því ég ætla sko að koma upp gólrótum í sumar. Keypti gulrótarfræ í Húrígúrí þar sem þau fengust ekki í Blómavali á Selfossi (frekar en neitt annað þar ) og ég prufaði að kaupa svona borða þar sem fræin eru í. Keypti líka hin típísku fræ og ætla að prufa bæði. Svo keypti ég líka hvítar radísur sem ég hef aldrei prufað og þær eru svona ílangar eins og gulrætur. Virkilega spennandi og svo er spurning um að fá sér kóríander, basil og steinselju í potta út á pallinn sem er ekki til
Já ég finn að hinir grænu fingur eru hreinlega að spretta fram þessa dagana.
Og hvað var með þessar radísur þarna...??? UUUU nei gulrófur!!! Já gulrófur eða radísur skiptir það nokkru máli. Enda hefur mér alltaf fundist gulrófur vondar svo vertu sæl!!! Föttuðu þið þennan??? Þeir sem fatta fá gulrót að launum
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehehe.........ég fattaði þennan En af hverju stelurðu ekki bara gulrótum frá Friolf eða Dísu í Hátúni, það gafst nú nokkuð vel hérna einu sinni........!!!!!! Var annars sjálf að setja niður gulrótafræ, Svava heldur því reyndar fram að það komi ekkert upp hjá mér en við spyrjum að leikslokum
lifðu í lukku en ekki í krukku. Já og hamingjuóskir til meistara Stebba.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:08
Eitthvað rámar mig nú í þennan brandara,,,,,, "og þurfti að keyra alla leið í Hafnarfjörð,,,, ha Hafnarfjörð? var ekki nóg að fara í Kópavog???" HAHAHAHAHAHA
Bestu kveðjur í sveitina, og til hamingju með Stebba kallinn!!!!
Kv.Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:22
Ha ha ha ha ég vissi svo sem alveg hverjir myndu fatta þetta. Alltaf sami húmorinn
Sandra settirðu fræin í bleyti fyrst??? Það skiptir víst gríðarlegu máli að láta þau spíra fyrst og þurrka þau aftur og setja svo niður. Ég prufa það
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:56
Ef þú ert ekki búin að sá gulrótunum skal ég gefa þér ráð.
Settu fræið í skál og vatn á svo fljóti yfir. Bara kalt vatn. Geymdu það á góðum stað innanhúss, ekkert í sérstökum hita bara svona í eldhúsinu.
Bráðum fara að sjást hvítar spírur og þá dreifir þú fræjunum á dagblað. Ekki endilega Dagblaðið, bara Mogga eða eitthvað álíka.
Þarna eiga þau að þorna svo að ekki loði lengur saman og dreifist fallega í raðirnar þínar. Passa þó að ekki skrælni.
Þetta flýtir fyrir svo miklu munar.
Þú veist hvað "skrælni" þýðir, er það ekki? - þó þú hafir alist upp á Bakkanum. Kv.
Helga R. Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:36
Jú Helga mín ég veit hvað skrælni þýðir ÞÓ ég hafi alist upp á Bakkanum, uss uss usss.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:43
Gleymdi að segja takk fyrir ráðið Helga. Ég prufa þetta
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.