14.4.2006 | 09:44
Föstudagurinn langi
Stebbi er búinn að vera í leitinni á Langjökli frá því á miðnætti í gær og ég var að heyra í honum (kl. 10.30) að mennirnir eru fundnir og eru þeir heilir á húfi. Það var nú aldeilis mikill léttir.
Sigrún vaknaði í nótt og var sjóðheit öll. Ég náði að mæla hana í hálfa mínútu en henni finnst svo vont að láta rassamæla sig að hún verður alveg brjál. Mælirinn sýndi þó um 38 stig á þessum stutta tíma svo að hún var pottþétt með mun hærri hita. Ég gaf henni stíl og hún steinsofnaði aftur og vaknaði svo rúmlega 8 í morgun og virðist stálslegin Hún er mjög líklega hitalaus núna og ég vona að þetta verði nú ekkert meira. Hún var nú ekki alveg eins og hún átti að sér að vera í gær. Hún sofnaði t.d. seinnipartinn bara hér heima í sófanum að horfa á barnaefni. Það gerist aldrei núorðið. Þannig að eitthvað var hún slöpp eða þreytt
Bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir nær og fjær og segi enn og aftur...
Gleðilega páska
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.
Ný könnun!!
Hvað ertu?
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ æ vonandi verður hún nú ekki veik um páskana
Anna Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 13:06
Hæ eskan,
Vona að Sigrún sé hress og þið öll!!!
GLEÐILEGA PÁSKA;o)
Knús og kossar frá "húsbyggjurunum" i köben....
Þóra (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 09:27
hæ dúllan mín, ég er í páskafríi í Víkinni í mjög góðu yfirlæti, ég veit ekki hvort ég er að klikkast eitthvað en ég fór í messu í morgun kl. 8:00 nei þetta er ekki prentvilla, messan var kl. 8:00, líklega er hann séra Haraldur frændi þinn bara eitthvað að klikkast:) nei nei bara grín, það var svo öllum messugestum boðið í kaffi heim til hans og Gullu og hann bað voða vel að heilsa þér!!! (var sem sagt búinn að heyra af veikindunum þínum)
Heyri betur í þér við tækifæri honey Gleðilega páska!!!
Kv. Sigurborg
Sigurborg (IP-tala skráð) 16.4.2006 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.