O - jæja

Fyrsta tilraun á hægra auga búin... og tókst ekki alveg nógu vel Crying  Það blæddi alveg jafn mikið og síðast sagði Haraldur eftir aðgerðina en honum tókst þó að bora gatið og gera "stóru" vinnuna þannig að næsta aðgerð verður væntanlega minna mál og tekur styttri tíma.  Honum tókst sem sagt ekki að setja rörið inn.  Aðgerðin tók um klukkustund og þá gafst hann upp á að reyna að sjá eitthvað fyrir blóði og lokaði bara fyrir Shocking 

Ég á að hitta hann aftur í næstu viku því þá verða saumarnir teknir og framhaldið ákveðið.  Ég ætla að leggjast á hnén ef með þarf og biðja um að rörið verði sett í áður en hann fer í sumarfrí Happy  ÞAÐ SKAL TAKAST!  Ég bara nenni ekki að vera svona lengur skiljiði GetLost  Hitt rörið er svoleiðis að þrælvirka svo ég bind miklar vonir við að næsta rör geri það líka.  Þá verð ég svona rörist i av og til i fem minuter hehehehe.  Fattaðirðu þennan?

En eitt var ansi skondið í gær þegar ég var að vakna upp á vöknun.  Ég fann eitthvað svo mikið til í skurðarsvæðinu þannig að ég bað um aðeins meiri verkjalyf.  Og fékk þau án vandkvæða.  Ekki dugði það þó lengi svo ég bað um meira því ég nenni ekki að finna svona til eftir aðgerð.  Jú jú viti menn ég fékk meira.  Svo um 12 leytið var ég keyrð inn á augndeild þar sem ég fékk að borða og svona og mér leið bara helvíti vel.  Hringdi í pabba til að segja honum að hann þyrfti ekki að bíða eftir mér því ég átti að vera þarna inni yfir nóttina.  Sofnaði þó fljótlega aftur og rumskaði nokkrum sinnum en var þó nokkuð vel vöknuð um kaffileytið.  Sendi þá Stebba mínum sms og spurði hann hvort hann hefði verið búinn að heyra af aðgerðinni.  Þetta var svarið sem ég fékk til baka:  Já þú hringdir í mig Smile  Haaaaaa?  Hvenær?  Jú mig rámaði nú eitthvað í það en var þó ekki viss.   Um kvöldið var mér farið að líða ansi undarlega, komin með ógleði og hausverk en engan verk í auganu sem slíku og hafði enga matarlyst.  Það var óvenjulegt.  Guðrún systir kom með kók og nammi til mín en mér var farið að líða svo illa að ég hafði enga lyst á því og hún þurfti að fara bara fljótlega.  Það var ekkert gaman að mér FootinMouth  Sorry Guðrún mín, það verður meira gaman næst.  En mér hafði verið gefið morfín á vöknun og nú var það líklega að fara úr líkamanum.  Mér skilst að fólki geti liðið svona einkennilega á eftir Gasp  Ég svaf í allt gærkvöld og gjörsamlega í alla nótt og vaknaði eldhress kl. 7 í morgun Smile  orðin sársvöng auðvitað.  Eftir aðgerðSvona er ég nú flott í dag

Ja hérna hér.  En ég er komin heim og matarlystin er komin aftur svo mér líður miklu betur W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef tvisvar eða þrisvar farið í það sem er kallað "létt svæfing", og mikið rosalega hefur nér liðið vel á eftir.

Vakna fyrst aðeins og dorma svo og blunda langt fram eftir degi. Algerlega slök og kærulaus. Það er ekki svo oft sem maður leyfir sér það. Gangi þér vel. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 18:15

2 identicon

Elsku kellingin!  Meira brasið með þessi rör...vona að það takist í næsta skipti, þá í eitt skipti fyrir öll!!  En nei....ég var ekki alveg að fatta brandarann....hehehehe en glotti nú samt út í annað.  Þú færð mann alltaf til að brosa  Hafðu það gott kæra vinkona og skilaðu kveðju í sveitina!

Þórlaug (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk Helga!

He he Þórlaug mín.  Þetta stendur alltaf aftan á pakkasúpum og sósum... rörist i av og til i fem minuter hehe.  Við fjölskyldan djókum oft með þetta þegar talað er um rör (í hvers kyns tilefnum ef svo má segja)

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.5.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Þóra Hvanndal

asskoti ertu glæsileg eskan... vonandi gengur næsta adgerd vel.. og vonandi fyrir sumarfrí.. svo thú getir farid ad losna vid thurkurnar..

En ég er á leidinni til íslands í dag og læt heyra í mér...;o)

knús í bæinn...

Thora

Þóra Hvanndal, 8.5.2008 kl. 06:09

5 identicon

Elsku dúllan mín hafðu ekki áhyggjur af þessu ég er bara glöð að þér leið strax betur daginn eftir og svafst vel, þú varst svo ansi borubrött uppúr þrjú og langaði bara í nammi, kók og allt.  Kv. Guðrún syss og co.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:55

6 identicon

Hæhæ, já ég vona að það takist að klára þetta næst;) Bestu kveðjur Erla og Co.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband