5.5.2008 | 15:15
Augnaðgerð - hægra auga!
Afmælið á laugardaginn gekk bara glimrandi vel og var ég með passlegar veitingar handa fólkinu. Veitingarnar runnu ljúflega ofan í alla og veðrið var bara yndislegt. Sigrún var hæstánægð með daginn og auðvitað allar gjafirnar, fjúff. Vá maður. Kærar þakkir gott fólk fyrir yndislegan dag
Á sunnudaginn fórum við svo til Reykjavíkur í annað afmæli og hittum hluta af sama fólkinu Bara gaman að því og þar voru sko ekki síðri veitingar. Unaðslegt alveg! Nú við brunuðum svo í Smáralind til að skipta afmælisgjöf sem Sigrún fékk, hún fékk nefninlega Polly Pocket bíl alveg eins og við gáfum henni í jólagjöf þannig að við kíktum á úrvalið í Hagkaup og hvað haldiði.... FLUGVÉLIN góða var til þar og Sigrún fékk akkúrat peninginn í afmælisgjöf sem upp á vantaði þannig að hún fékk að kaupa flugvélina í staðinn fyrir bílinn Svo skelltum við prinsessunni í Veröldina okkar (sem var stútfull gjörsamlega) og við hjónin fórum í búðarráp. Ég fann á mig jakka og sitthvað fleira og svo fundum við fínan jakka á bóndann líka. Hann átti sko innleggsnótu frá því um jól því jakkinn sem ég gaf honum þá var ekki alveg að virka. En þessi er fínn þannig að ferðin var bara assgoti góð.
En jæja það á að reyna við hægra augað á morgun og fór ég í innskrift í morgun, s.s. undirbúning fyrir aðgerðina eins og venjan er fyrir svona aðgerðir. Fór fyrst á augndeildina og hitti þar deldarlækni þar sem spjallaði aðeins við mig. Fór svo og hitti svæfingarlækni og hjúkrunarfræðing og í blóðprufu á milli. Skutlaðist svo aftur út á augndeild og hitti Harald (þann sem gerir aðgerðina) og þá var ég orðin svöng og dreif mig í Kringluna á Cafe Bleu og fékk mér borgara Skrapp svo í nokkrar búðir og gerði bara ágætiskaup
Ég á að mæta kl. 7 í fyrramálið upp á augndeild þannig að ég þarf að leggja af stað kl. 6 takk fyrir Ekki alveg minn tími... heyrumst eftir aðgerð
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUMGANGI ÞÉR VEL Í AÐGERÐINNI ELSKAN.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 01:32
Hæ elskan
vona að aðgerðin hafi gengið vel..
Kem til íslands á fimmtudaginn með Eydísi og vinkonu hennar... hef samband þegar ég er komin...
knús í bæinn
Þóra
Þóra Hvanndal, 6.5.2008 kl. 20:38
Hæ elskan, vona að aðgerðin hafi gengið vel, hvenær má ég koma í heimsókn???? Ég get komið hvenær sem er.
Kv.Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:34
Sælar eskurnar.
Aðgerðin tókst ágætlega, það blæddi jafnmikið og síðast þannig að hann náði ekki að setja rörið inn
Bogga mín ég verð heima alla vikuna svo þú ert velkomin anytime
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.5.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.