2.5.2008 | 23:51
Afmælisstúss
Jæja þá er það fjölskylduafmælið á morgun. Ég byrjaði á því að fara í Bónus eftir vinnu og O M G Heldur fólk að það opni aldrei búð aftur eða??? Ég hélt bara að það væru að koma jól þvílík var traffíkin. Ég er að tala um biðröð í kassana heim að mjólkurkæli. Og enga einustu körfu að fá úti og við Sigrún enduðum á því að elta hjón út í bíl til að panta körfuna hjá þeim ég hefði nú bara snúið við ef ég væri ekki með afmæli á morgun.
En við brunuðum heim eftir nokkrar útréttingar og ég skellti mér í að undirbúa afmælið og ég hef verið á fullu gjörsamlega með stuttum stoppum og er hreinlega bara orðin dauðþreytt. Skellti mér upp í sófa áðan en hentist fljótlega úr honum aftur og ryksugaði allt húsið Æ ég nenni ekki að eiga þetta eftir á morgun. Ég held ég hafi samt nóg að gera á morgun sko, hmmm. Ég hef bara aldrei verið eins sein að byrja að undirbúa afmæli eins og núna. Ég er ólík þeirri elstu sem undirbýr afmæli bara nóttina áður og fær kannski 3 tíma svefn Ég var náttúrulega að koma úr flugi seint á sunnudagskvöld (eða nótt) og svo bara beint í vinnu á mánudagsmorgunn. Svo var stelpuafmælið í gær og svo fjölskylda og vinir á morgun, úfff. EEEnnn þetta er bara gaman og Sigrún voða spennt og hún skemmti sér konunglega í gær með öllum vinkonunum. En þetta er ekki alveg að passa við mig að byrja svona seint, ég þarf alltaf að skipuleggja allt með góðum fyrirvara og vera búin að plana þetta vel og dreifa álaginu, hehe. Ótrúlegt alveg. Ætli þetta eldist ekkert af manni?
En jæja bóndinn elskulegi er búinn að færa mér rauðvínsglas svo ég ætla að skella mér við hlið hans í Lazy Boyinn okkar
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju.
Já það er stundum eins og allar búðir séu að loka í mánuð.
Eyrún Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 21:43
Frábær afmælisveisla hjá þér, takk fyrir okkur!
kv Svava og Reynir Örn
svava (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.