Frábær Danmerkurferð

Við lögðum af stað á Keflavíkurflugvöll um 4 leytið aðfararnótt miðvikudagsins 23.apríl.  Fórum allar saman með skólabíl Wink og hittum Árbæjarskvísur við innritun því þær voru líka að fara til Danmerkur.  Áttum flug um hálf átta en okkur var boðið að fara með annarri vél 3 korterum síðar gegn því að fá allar frímiða sem gildir fyrir einn fram og tilbaka hvert sem er í Evrópu og við tókum því að sjálfsögðu Grin

En jæja við vorum komnar til Danmerkur um kl. 14 á dönskum tíma og fórum í það að finna bílana okkar en við tókum 3 bíla til þess að fara á til Jótlands.  Fengum eitt gps tæki með en ein í hópnum hafði keypt sér slíkt tæki og notuðum við það sem vorum í fremsta bílnum og ókum sem leið lá til Jótlands.  Vorum frekar lengi á leiðinni þar sem við tókum smá aukarúnt í Vejle til að kíkja í BILKA Tounge  Það var fínt og keypti ég nokkra boli og peysur á Sigrúnu þar.

Við vorum nokkuð fljótar að finna húsið okkar, eða höllina öllu heldur því þetta var ekkert smá flott og stórt hús.  Ég fékk herbergi út af fyrir mig eða íbúð öllu heldur með sér baðherbergi og stofu við hliðina á herberginu.  Í aðalhúsinu var stórt eldhús og stór matsalur og baðherbergi og nokkrum herbergjum.  Uppi var svo risastór setustofa með billjard-borði, fótboltaspili, sófum, borðum og slíku og svona koníaksstofu með flottu útsýni.  Einnig var sjónvarp þarna en hinumegin við stigann voru fleiri herbergi, baðherbergi og svalir á 2 stöðum.  Geggjað hús í sveitasælunni. 

Við fórum á 3 leikskóla á fimmtudeginum, tókum daginn snemma og byrjuðum á einum sem heitir Knudsöhulen.  Hann er við hliðina á grunnskóla og er sami skólastjóri yfir báðum skólunum og svo eru deildarstjórar yfir hvoru húsi fyrir sig.  Við urðum strax allar ástfangnar af þessum leikskóla, eða umhverfinu og öllum náttúruefniviðnum á lóðinni öllu heldur því það var alveg frábært.  Staurar hér og þar í jörðinni og hengirúm hengt á milli, eitt stórt bálhús með kamínu inní og ísskáp þar sem börnin geymdu nestið sitt.  Bardagasvæði (sem ég útskýri nánar síðar), risarólur, risarennibraut og fleira og fleira. Frábær leikskóli þar sem börnin eru meira og minna úti allan daginn því húsið sjálft ber varla öll börnin í einu. 

Leikskóli nr. 2 heitir Myretuen og er leikskóli á hjólum FootinMouth  en hann er í sérsmíðuðum vagni og annar tengivagn sem settur er aftaní þegar hann er færður til.  Þessi leikskóli er í Ry (lítill bær) og er með 2 staði sem hann færir sig á milli á 6 mánaða fresti.  Þau eru í skóginum á sumrin og í hinum enda bæjarins á veturna.  En þarna voru þau komin í skóginn og börnin voru líka úti meira og minna allan daginn.  Á svæðinu voru þau búin að hengja áburðarpoka með plötu í botninum sem n.k. hengiróla (hugmynd fyrir Stebba minn Wink) og líka mjög háar rólur efst í trén, fínn sandkassi með kúluhúsi í eða helli sem þau gátu farið inn í, ein risaróla úr trefjakúlu (sem var búið að taka í tvennt), vír með belg á sem þau renndu sér á milli, drullumallakrókur og fleira og fleira.  Maðurinn sem tók á móti okkur er smiður og er einn af eigendum þessa leikskóla því hann er einkarekinn.  Hann stofnaði hann með systur sinni sem er leikskólakennari.  Þarna gátu verið 22 börn og allt inni í vagninum (sem og vagninn sjálfur) var smíðað og hannað af þessum smiði.  Ótrúlega sniðugt og hentar eflaust vel í Danmörku Happy 

Sá þriðji sem við heimsóttum þennan daginn heitir Muldvarpen og þar var fyrsta lóðin sem við sáum afgirta því hinir 2 voru ekki með girðinu í kring.  Börnin eiga einfaldlega að þekkja hvar mörkin eru og þau passa upp á hvert annað.  En þarna var umferðargata við leikskólann þannig að ekki var um annað að ræða en að hafa hann girtan af.  Fínn leikskóli með stóru útisvæði og svona bálhúsi eins og við sáum á þeim fyrsta, nokkur dýr eru þarna eins og hænur, grísir (á sumrin) og fleira.  Ágætis leikskóli en kannski minna um nýja hluti fyrir okkur að sjá svona í heildina. 

Við vorum komnar í húsið okkar um kvöldmatarleytið og grilluðum þá kjúllabringur og fleira gott og fórum svo í Sing Star uppi í efra og tókum nokkra billjardleiki LoL  Mjög skemmtilegt og mikið hlegið.

Á föstudeginum fórum við á síðasta leikskólann sem við skoðuðum í ferðinni og hann heitir Höndruphus (eitthv. svoleiðis) og er alveg í skógarjaðrinum á litlum bæ á Jótlandi.  Þar er heldur engin girðing, börnin vita hvar þau mega fara og hvar ekki.  Skógurinn á bakvið er risastór og fórum við í heljarinnar skógargöngu með einum kennaranum og elstu börnunum.  Svæðið býður upp á marga möguleika og börnin virðast þekkja og kunna vel á umhverfið.  Í garðinum við leikskólann er einnig frábært svæði og þau eru líka með nokkur dýr.  M.a. 3 geitur sem börnin hjálpa til við að fæða og hirða um.  3 risastórar kanínur eru líka og svo einn köttur.  Hann var mjög gæfur og vildi bara liggja í fanginu á manni og láta klappa sér.  Við borðuðum svo nestið okkar úti með börnunum og vorum þarna í eina 4 tíma.  Rosa skemmtilegt.

Við færðum leikskólunum öllum gjafir, m.a. stór plaköt af íslenska hestinum, kindinni og kúnni ásamt því að gefa staffinu súkkulaði og bingókúlur Cool og við gáfum þeim líka bókina "Ástarsaga úr fjöllunum" á dönsku og einnig ljósmyndir úr leik og starfi úr Krakkaborg.  Það voru allir þvílíkt ánægðir með gjafirnar og börnin hrifin af þessu öllu. 

Nú við kíktum svo í aðra BILKA búð seinni partinn á föstudeginum og fórum svo heim í hús og spiluðum pictionary við mikla gleði og glaum. 

Verslunarferð til AArhus á laugardeginum og þar var auðvitað kíkt í H og M og feiri búðir og ég mælti mér mót við Gunni vinkonu því hún býr í úthverfi AArhus og því ekki langt fyrir hana að koma.  Það var æðislegt að hitta hana og knúsa.  Yndislegt að hitta þig yfir Nachos og bjór Grin

Áttum svo flug kl. 21.50 á sunnudagskvöld og því voru þreyttir ferðalangar sem mættu í vinnu á mánudagsmorgunn Shocking

Set inn myndir úr ferðinni við tækifæri Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband