Augnaðgerðin...

... verður gerð 6.maí Grin  Ég fékk staðfestingu á því í þessari viku.  Þá verður sem sagt sett rör í hægra augað og með því losna ég vonandi við táraflóðið sem hefur varað nú hátt í 3 ár Gasp  Ja síðan í september 2005.  Mér finnst eins og það sé nú bara svona ca 1/2 ár eða svo.  Svona er þetta fljótt að líða allt saman. 

Tveimur dögum seinna á ég 20 ára fermingarafmæli!!! Getur það verið????  Er ég orðin svona háöldruð?????  Neeee er það ekki 10 ára?  Hehehe Undecided  Ég mun væntanlega halda upp á það með Panodíl og vatni Whistling  og skoða gamlar myndir, ja svona með öðru auganu   

Fór annars á góðan íbúafund í gærkvöld í Flóaskóla um uppbyggingarmál skólanna í hreppnum.  Vel var mætt á fundinn og ýmsar góðar umræður komu fram og skoðanir íbúa á þessum málum.  Það verður spennandi að sjá hvað verður gert með tilliti til leikskóla og eins framhald Flóaskóla.  Ég hefði viljað heyra meira um leikskólann þó en það kemur kannski seinna Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta, frábært að heyra með aðgerðina  En varðandi fermingarafmælið þá er ekki séns að það séu 20 ár liðin, bara ekki séns sko!!!!!! Ég er enn að nota Braun hárblásarann sem ég fékk frá Öllu og Kjartani......hehe

lovja S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:30

2 identicon

Frábært að það er komin staðfesting á aðgerðinni til hamingju með það.  En það er þetta með fermingarafmælið þetta eru nú 30 ár hjá mér í ár og ég er enn að nota lampa sem ég fekk í fermingargjöf (hann var í pásu í nokkur ár) svo ætlaði ég að losa mig við skattholið (sem allar stelpur fengu í fermingargjöf á þessum árum) en dóttir mín hélt nú ekki og notar það núna og er alsæl.  Kv. Guðrún syss.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha... já stelpur.  Þetta er ótrúlegt.  Og flott þetta með skattholið.  Ég væri alveg til í að eiga eitt slíkt

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband