18.4.2008 | 09:05
Augnaðgerðin...
... verður gerð 6.maí Ég fékk staðfestingu á því í þessari viku. Þá verður sem sagt sett rör í hægra augað og með því losna ég vonandi við táraflóðið sem hefur varað nú hátt í 3 ár Ja síðan í september 2005. Mér finnst eins og það sé nú bara svona ca 1/2 ár eða svo. Svona er þetta fljótt að líða allt saman.
Tveimur dögum seinna á ég 20 ára fermingarafmæli!!! Getur það verið???? Er ég orðin svona háöldruð????? Neeee er það ekki 10 ára? Hehehe Ég mun væntanlega halda upp á það með Panodíl og vatni og skoða gamlar myndir, ja svona með öðru auganu
Fór annars á góðan íbúafund í gærkvöld í Flóaskóla um uppbyggingarmál skólanna í hreppnum. Vel var mætt á fundinn og ýmsar góðar umræður komu fram og skoðanir íbúa á þessum málum. Það verður spennandi að sjá hvað verður gert með tilliti til leikskóla og eins framhald Flóaskóla. Ég hefði viljað heyra meira um leikskólann þó en það kemur kannski seinna
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta, frábært að heyra með aðgerðina En varðandi fermingarafmælið þá er ekki séns að það séu 20 ár liðin, bara ekki séns sko!!!!!! Ég er enn að nota Braun hárblásarann sem ég fékk frá Öllu og Kjartani......hehe
lovja S.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:30
Frábært að það er komin staðfesting á aðgerðinni til hamingju með það. En það er þetta með fermingarafmælið þetta eru nú 30 ár hjá mér í ár og ég er enn að nota lampa sem ég fekk í fermingargjöf (hann var í pásu í nokkur ár) svo ætlaði ég að losa mig við skattholið (sem allar stelpur fengu í fermingargjöf á þessum árum) en dóttir mín hélt nú ekki og notar það núna og er alsæl. Kv. Guðrún syss.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:28
Ha ha ha ha... já stelpur. Þetta er ótrúlegt. Og flott þetta með skattholið. Ég væri alveg til í að eiga eitt slíkt
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.