7.2.2008 | 12:43
Enn meiri ófærð!
Ja þessu ætlar bara ekki að linna svei mér þá - alla mína daga!
Við hjónin ætluðum í bæinn í morgun og kíktum á textavarpið og sáum að Þrengslin voru lokuð en Hellisheiði fær fjórhjóladrifnum bifreiðum. Þannig að við drifum okkur af stað á okkar fjallajeppa þar sem ég átti tíma hjá Óskari krabbalækni kl. 11. En þegar við komum að Hveragerði þá var búið að loka Hellisheiði líka, aaaarrrggghhh!!! Þannig að ég varð að fresta tímanum þar til á næsta mánudag og nú vona ég bara að það verði skaplegra veður þá
Var að fá SMS frá mömmu og pabba... 22 stiga hiti og blíða á Kanarí og þau búin að fara í morgungönguna sína og allt í hinu besta lagi gott að heyra það. Get ekki beðið eftir að komast úr þessum kulda og snjó í blíðuna... nú eru bara 12 dagar, jibbííííí!!!
Adios mi amigos
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er nú ekki amalegt hjá ykkur að ylja ykkur við tilhugsunina, ekki slæmt á svona dögum....bestu kveðjur, þín nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:46
Brrrr já það er einmitt tilfellið. Maður lifir á því að telja niður dagana ;)
Ég saknaði þín á blótinu nafna mín :(
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.2.2008 kl. 16:37
Gjörsamlega óþolandi veður! Þetta er komið gooooottttttt
Þórlaug (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:31
Já það var ekki nokkur frammistaða að koma ekki á blótið, það verður pottþétt næst! Bkv. Nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:56
Já það er nú eins gott því ég er í næstu nefnd og meira að segja formaður :)
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.