28.12.2007 | 17:10
Komnar inn jólamyndir
Við hér í sveitinni erum búin að hafa það rosalega gott um jólahátíðina. Við Sigrún vorum nú í náttfötunum langt framyfir hádegi og lágum uppi í rúmi og hofðum á Mr. Bean´s Holiday. Ótrúlega fyndin mynd og mikið hlegið
Svo er ég búin að liggja í kaffinu því við fengum Senseo kaffivél í jólagjöf Það er sterkt morgunkaffi hér alla morgna núna og svo fleiri og fleiri bollar yfir daginn. Ég er komin með útstæð augu og stjörf af kaffidrykkju hehehe. Nei nei ekki alveg svo slæmt en GOTT er kaffið, mmmmm. Maður kann sér nú hóf í kaffinu sem á öðrum sviðum
Sigrún fékk náttúrlega alveg fuuuullt af pökkum, nokkrar litlar dúkkur og fylgihluti og bíl fyrir herlegheitin (Polly Pocket), ferðatösku og Bratz dúkku með, allskonar liti, vettlinga, Stellu í framboði, Ég get lesið (bók með stafaböngsum), teppi, náttföt, peysu og ýmislegt fleira. Hún er búin að vera í miklu stuði um jólin og leikur sér mikið með dúkkurnar. Hún sofnaði nú ekkert mjög seint á aðfangadag en hún sofnaði yfir Stellumyndinni sem hún fékk
Það eru komnar inn jólamyndir á síðuna hennar Sigrúnar og þar getið þið séð herlegheitin öll.
Munið svo að styrkja Björgunarsveitirnar í flugeldunum Margt smátt gerir eitt stórt. Ég sé náttúrulega karlinn minn ekkert þessa dagana þar sem hann er á fullu í undirbúningi fyrir söluna. Hann kom t.d. heim kl. 03 í nótt og var farinn kl. 09 í morgun
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð er bara alveg á leiðinni í heimsókn fæ ég kannski einn púða? bestu kveðjur Svava
svava (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:20
Þó þeir væru 2 Svava mín. Jólaballið í dag er frá kl. 13 til ca 15...
Kemurðu ekki bara eftir það?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.12.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.