26.9.2006 | 08:32
Þriðjudagur 26.september
Við hjónin eigum mánaðar brúðkaupsafmæli í dag. Gaman að því. Enda er maður svo þvílíkt frúarlegur núna að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð.
En jæja það er komið að því. Ég á að halda smá fyrirlestur í kvöld um gildi þess að vera með sjúkdómatryggingu þegar maður greinist með krabbamein. Ég væri að ljúga því ef ég segðist ekki hafa nokkur fiðrildi í maganum. Já nokkuð margar púpur bara því þau eiga sko örugglega eftir að klekjast út í kvöld. Spurning hvort ég verði kjaftstopp, hmmm? Ja það væri þá í fyrsta skipti. Púff!!!Ég er búin að setja helstu punkta niður á blað og svo vona ég bara að þetta blessist allt saman. Nú það verður þarna maður frá KB-líf svo að ég get hóað í hann ef ég lendi í vandræðum.
Wish me luckUm bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.
Ný könnun!!
Hvað ertu?
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko ég held nú að þú farir létt með þetta eins og þér er einni lagið elskan. Já gift í einn mánuð segirðu, við erum nýbúin að vera gift í heilt ár, ótrúlega fljótt að líða......áður en við vitum af verðum við gamlar virðulegar frúr að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæli á framandi slóðum. Sé okkur sko alveg í anda, djöfulli hressar og góðar :-)
Sendi þér hvatningarstrauma í kvöld því ég geri ekki ráð fyrir að komast
knús S.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 08:39
Gangi þér vel með þetta elskan, hef fulla trú á þér í þessu verkefni, veit að þú átt eftir að standa þig með sóma. Bestu kveðjur og til hamingju með mánaðar brúðkaupsafmælið frú mín góð. Nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 09:57
Gangi þér rosa vel í kvöld elsku dúllan mín... eins og ég veit að þér gengur!! til hamingju með mánaðar brullups afmælið;o)
Knús í kotið og ég verð með þér í anda í kvöld!!
kv Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 11:02
Sendi þér allar mínar hlýjustu hugsanir í kvöld! Go girl :-)
Gunnur (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 11:09
Takk elskurnar ;)
Rannveig B. (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 12:44
Rannveig mín, gangi þér vel með fyrirlesturinn. Þú rúllar þessu örugglega upp, fínt að nota tímann í bílnum til að hita upp, gera öndunaræfingar og syngja hástöfum ! Þá verðurðu í góðu "stöði" í kvöld.Kær kveðja til þín og þinna, Inga V.
Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 16:12
Eins og þú sérð hef ég ekki litið hér við í nokkra daga ( sorry darling ) Þegar þetta er skrifað ertu örugglega búin að halda þitt GÓÐA erindi og vonandi hefur allt gengið vel, hlakka til að heyra í þér. Til hamingju með mánaðar- brúðkaupsafmælið. Kveðja Anna Kolla
Anna Kolla (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.