15.11.2007 | 11:00
Litli grís, litli grís hleyptu mér inn!
Já það kæmi manni ekki á óvart ef eitthvað grunsamlegt fyndist...
Ég held að við neytendur þurfum að fara að standa upp á afturlappirnar og fylgjast betur með því verði sem auglýst er í blöðum og stendur á búðarhillunum og hvort það standi sama verð á strimlinum. Svo segja þeir í afar smáu letri í blöðunum sem þeir gefa út að það geti verið um prentvillur að ræða í bæklingnum. AUÐVITAÐ kenna þeir því þá um ef einhver myndi mótmæla verðinu.
Ég finn skítalykt
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.
Ný könnun!!
Hvað ertu?
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög mjög ólíklegt að nokkuð finnist við þessa leit. Ef þeir eru á annað borð að makka saman þá hafa þeir haft langan tíma til þess að koma öllum sönnunum fyrir kattarnef þar sem fjölmiðlar hafa veitt þeim greinargóðar upplýsingar um hvað er að gerast.
Einnig efa ég það að þeir geri sömu mistök og ólíufurstarnir gerðu forðum daga, menn læra af reynslunni...ef ekki sinni eigin þá af annara.
Ellert (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:16
Ég kaupi vanalega inn í bónus og hef gert í næstum tvo ártugi, ég er smámunasöm með endemum og skoða iðulega kassastrimlana, ég sný við og heimta leiðréttingu. bónus er ekkert verri en aðrir með þetta nema síður sé nóatún og netto eru líka með mikil brögð, eitt sinn stóðst ekkert verð á ávöxtum og grænmeti, kassi / strimil og í netto skaust eg eftir humri þrisvar sinnum en greip í tómt í öll skiptin þó ég væri mætt rétt eftir opnun.
Ef þú getur sýnt fram á að verðið er hærra en í auglýsingu þá áttu skýlausan rétt á leiðréttingu, smá letrið er jú með smáafsökun, mæli með að fólk kvarti jafn óðum þá verður kannski á okkur hlustað
Fríða Eyland, 15.11.2007 kl. 11:22
Mér þætti fróðlegt að fá að vita, á hvaða forsendum þeir fengu húsleitarheimild hjá Dómi.
Á forsendum Gróusagna sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið ?
Hva, fengu þeir ekki bara handtökuheimild líka !
I am telling you, þetta stinkar til high heaven !
Bjarki (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:29
Já það þarf ekkert að vera að Bónus sé versta verslunin í þessu samhengi. Ég versla líka oftast í Bónus en stundum nenni ég því ekki og skrepp í Nóatún. Þar er nú bara rán um hábjartan dag alltaf því verðin þar eru bara fáránleg. Maður verslar kannski að jafnaði einn poka þar á meðan maður fer með 2 fulla út fyrir sama pening í Bónus.
Maður ber auðvitað ábyrgð á þessu sjálfur og þarf að fylgjast betur með.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.11.2007 kl. 11:31
Frábær fyrirsögn hjá þér.
Halli (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:32
Bjarki, þú hlýtur að hafa fylgst með því að fjöldi fyrrverandi og núverandi starfsmanna Bónus, Haga og Krónunnar hafa vitnað um umtalsvert samráð, svo að þessi rannsókn er bara ofur eðlileg.
Stefán (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:01
Það kom fram í fréttum áðan að hagar hafi boðið þeim í heimsókn vegna frétta undanfarið....
Fríða Eyland, 15.11.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.