26.8.2007 | 19:23
26.ágúst
Jæja þá höfum við hjónin verið gift í eitt ár í dag Undarlega fljótt að líða allt saman og mikið búið að bralla. T.d. byrjuðum við á að fara í brúðkaupsferð til Danmerkur í 6 daga, svo byrjaði ég í nýrri vinnu og Sigrún á nýjum leikskóla á þessu tímabili, keyptum okkur fellihýsi og búin að ferðast slatta og fleira og fleira. Við héldum upp á daginn í gær eiginlega með því að fá okkur humarpizzu og hvítvín, nammi namm.
Sigrún keppti á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti í gær við Félagslund á Flóamótinu. Hún var voða spennt og tók þátt í 60 metrunum og langstökki. Það voru 4 stökk í langstökkinu og henni fór fram í hverju stökkinu á fætur öðru og Unnur frænka hennar var henni innan handar með tæknina hehe. Hún á náttúrulega ekki langt að sækja hæfileikana skvísan (já NEEEI ekki líta á mig ) og hún var alveg uppfull af áhuga.
Búið er að skrá prinsessuna á bænum í fimleika í vetur. Þurfum að fara eldsnemma á fætur á laugardögum úff og ég sem hélt ég fengi að sofa út um helgar En jæja það er svo sem ágætt að koma sér bara á fætur og nýta dagana. Stebbi fær reyndar að fara með henni í fyrsta tímann þar sem ég verð í bústað í húsmæðraorlofi með öðrum góðum skvísum, vúhúúúú
Er enn að hugsa málið með naggrísinn. Veit ekki alveg hvort ég sé tilbúin í þetta... þrífa þrisvar í viku, muna að gefa mat og vatn, knúsa og allan þann pakka. Á stundum alveg nóg með mína og mitt heimili eins og það er. Sumir hérna eru oft ansi miklir orkuþjófar hehe. Reyndar er nú hægt að taka dýrið með sér í ferðalög þannig að þetta ætti ekki að vera svo mikið mál.
Yfrogút
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn og allt hitt sem hefur gerst á árinu.
Ég myndi gefa mér verulega góðan tíma til að hugsa um naggrísinn, ég myndi held ég hugsa endalaust um hann og láta það duga. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:29
Takk Helga Já ég er alvarlega að hugsa um lítinn nagga. Held ég verði ekki róleg fyrr en ég tek einn að mér hehe. Læt mér örugglega ekki nægja að "hugsa" bara um hann.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:39
Til lukku með daginn elskurnar, já tíminn er svo sannarlega fljótt að líða, ótrúlegt alveg hreint!! Ég verð að vera sammála Helgu hér fyrir ofan, ég myndi líka bara hugsa um naggrísinn og láta það nægja, hehe
Kær kveðja í sveitina frá okkur Bakkabúum
Sandra Dís (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:42
Til hamingju með þennan merka árangur, tíme flæs ven jú hef fön
Hafðu það gott
knús Sædís
Sædís Ósk Harðardóttir, 26.8.2007 kl. 23:26
Það er ekkert mál að skilja naggrísinn eftir heima í nokkra daga með nóg af vatni og mat.. þannig það er ekkert mál að ferðast.... heheheh voða heit í þessari naggrísaumræðu!!! Kv. Erla
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:02
Ha ha ha já Erla ég held ég skelli mér bara á einn nagga svei mér þá. Getur þú kannski reddað mér litlum kvenunga? En er ekki betra fyrir þá að vera 2 saman? Og hvort er þá betra að hafa 2 karla eða 2 kerlur saman því ekki ætla ég að fara að rækta litlu kvikyndin Erla Guðfinna þú mættir endilega senda mér tölvupóst með upplýsingum um hvernig maður annast svona naggrís og hvað þeir kosta (búrið og allt).
B. kv. R
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 28.8.2007 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.