30.8.2006 | 21:14
Danablogg
Jæja hér situr maður í Horsens með rautt í glasi... og það Krystalsglasi frá Prag, það er ekkert öðruvísi Við hjónin fórum út að borða í kvöld á Venecia (ítölskum stað) með hjónaleysunum hér á bæ (Áslaugu og Gunnari) og fengum alveg hreint snilldarmat þar. Snigla í forrétt og ég kjúlla í rjómasósu í aðalrétt og maðurinn minn fékk sér nautalund. Hún var víst bara næstum jafn góð og lundin heima... Sigga litla í lundinn græna hæfadderífaddirallalla Já það er sko dekrað við okkur á hveitibrauðsdögunum hér í Danmark. Fengum okkur ítalskt hvítvín og rauðvín með og svo fengu sér allir desert - nema ég. Ég var gjörsamlega sprunin eftir þennan góða mat. Þvílíkur var skammturinn.
Það var 25 stiga hiti hér í dag og sól á köflum og við Stebbi fórum auðvitað niður í bæ og á göngugötuna. Þar var auðvitað farið í H&M - en ekki hvað!! og við gátum verslað svolítið á skvísuna. Já og kelluna líka Fékk mér svo úlpu á spott pris Nú nú nema hvað!! Við erum búin að vera hér úti í garði að veiða geitunga síðan við komum. Þvílíkt magn af þeim hef ég sjaldan séð og þeir eru svo snarbrjálaðir að maður er í stríði við þá með bjórinn. Því ég gef ekki sopa með mér sko, huh!!
Við Stebbi förum á hótelið á morgun í Köben og ætlum að mæla strikið í hænuskrefum og kíkja á aaaðeins fleiri búðir. Kallinn fær sér bara bjór á meðan ég kíki á þetta, hehe.
Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar. Við skemmtum okkur náttúrlega manna best í brúðkaupinu. En sem sagt. Við erum bara að fíla okkur vel hér í hitanum.
Farvel.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt að lesa bloggið frá þér FRÚ Rannveig. Mannni langar bara í einn kaldann. Brúðkaupið var bara meiriháttar, spurning um að fara að skella sér á skeljarnar. Hafið þar frábærlega gott úti og skemmtið ykkur vel.
Bestu kveðjur
Íris
Íris B (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 21:39
Góðan daginn frú mín góð, má ég bjóða þér pappír og berjaljós? Bara að tékka hvort þú sért nokkuð búin að gleyma titlinum. Til hamingju með þetta allt saman og ha det meget godt i Danmark. Hilsen fra nabba pa Island.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 11:58
Hæ hæ gaman að heyra frá ykkur hjónunum í Danmark skemmtið ykkur vel og njótið. Líst vel á þennan kalda í hitanum þarna úti. kær kveðja héðan Svava. Bestu kveðjur til Gógó....hehe
svava (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 17:11
Hva.....biður enginn að heilsa Badda bróður?? Ég geri það þá bara hér með, hehe. Venlig hilsen fra Island
Sandra Dís og co
Sandra Dís (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 09:40
Hæ eskurnar.. takk fyrir í gær;o) mikið ljómandi var kokteillinn góður.. jumjumm;o) stórhættulegur alveg, algert sælgæti og var klukkan nú ekki nema eitthvað um 4;o)
Vona að krókodíllinn og kengúran hafi bragðast vel og við sjáumst í kvöld i öðrum í kokteil;o)
Knús Þóra bauni
Þóra (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 08:10
Hva..kokteilar,krókódílar og kengúrur hætt að lítast á þetta maður! gott að þið eruð komin eða alveg að koma heim hehehe kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.