Jæja

Veðurspáin klikkaði aðeins á því fyrir helgina Errm  því við ætluðum að vera í blíðu í Þjórsárdalnum um helgina.  Hins vegar var rokið svo mikið að ég hélt við tækjumst á loft í kviðunum sem komu, úfffff!  En við byrjuðum á því að koma fellihýsinu fyrir í dalnum (fyrst Herjólfsdalur varð ekki að raunveruleika þessa versló varð annar dalur að duga) og skelltum okkur svo í bíltúr inn í Landmannalaugar með ferðafélögunum.  Ætluðum í laugina en rokið og kuldinn var þvílíkur að það bíður betri tíma.  Fengum okkur bara nesti og héldum af stað aftur í Þjórsárdalinn og grilluðum og borðuðum öll saman í fortjaldinu hjá Kollu og Steinari og höfðum gaman.  Á sunnudaginn var veðrið nú skaplegra og allir skelltu sér í sund í Þjórsárdalslaug á meðan ég passaði hundinn.  Við Pollý skemmtum okkur vel við að kanna náttúruna og að því loknu tókum við rúnt í Þjóðveldisbæinn sem var nú bara gaman að skoða.  Svo fórum við niður að Hjálparfossi og vörðum dágóðum tíma þar.  Yndislegt veður alveg og við fleyttum kerlingar og fundum grasorma.  Sigrún og Ásdís Bára (vinkona hennar) voru mjög uppteknar af ormunum og fannst þeir bara sætir.  Sigrún ætlaði nú að taka einn með sér í bílinn og var búin að stinga honum í vasann GetLost  En hann fékk að vera áfram í Þjórsárdalnum blessaður.  Svo héldum við af stað heim á leið upp úr kvöldmat á sunnud. og enduðum í mat hjá Svövu og Einari og Stebbi fór svo á Stokkseyri til að kveikja upp í brennunni og halda flugeldasýningu með BFÁ og við Svava skelltum okkur bara með.  Ferlegt fjör og hittum fullt af skemmtilegu fólki LoL  Sigrún fékk að vera hjá Reyni sínum á meðan og svo sóttum við hana eftir fjörið. 

Svo er ég að byrja að vinna aftur á morgun.  5 vikna sumarfrí bara búið Gasp  og maður búinn að eiga frábært frí í oftast algjörri blíðu.  Bara gaman.

Heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Mig vantar svona flotta mynd af mér á forsíðuna hjá mér Hver er myndasmiðurinn og elskan.......bara eitt..... mikið gasalega myndastu vel. Hafðu það gott darling Knús

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.8.2007 kl. 19:28

2 identicon

Blessuð mín kæra

það var líka rok á okkar litlu útihátið en við náttúrlega gátum gist inni he he he. En það var bara smá útihátiðarstemming á túninu heima um helgina veðrið var yndislegt fyrir utan smá blástur. Við náttúrlega gátum séð flugeldasýninguna hans Stebba á sunnudagskvöldið og var hún glæsileg.

heyrumst síðar

Sigga

Sigga Sigf (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband