Fyrsta ferðin

Já við fórum í fyrstu útileguna þetta sumarið til REYKJAVÍKUR LoL  LoL  LoL  Hver hefði trúað því að við sveitalubbarnir myndum fara í útilegu þangað...???  En við vorum sem sagt að hjálpa systur minni að rýma húsið sitt og vorum að því langt frameftir laugardeginum og það var búið að lofa prinsessunni á bænum að fara í útilegu um helgina þannig að við slóum bara 2 flugur í einu höggi og skelltum okkur í útilegu í Laugardalnum.  Og þar er náttúrlega hin besta aðstaða og veðrið var yndislegt og við sváfum bara vel okkar fyrstu nótt í fellihýsinu Joyful  Við Sigrún tókum hálftíma rölt um "gamla hverfið mitt" í morgun á meðan húsbóndinn lagði sig aftur.  Hugsað um Baby    Tilbúin í háttinn    Hlaupið í rólurnar

Svo ákváðum við að skella okkur í Húsdýragarðinn þar sem ferðin um daginn var hálf misheppnuð.  Sigrún vildi nú bara vera í hringekjunni og lestinni allan tímann og var slétt sama um þessi dýr þarna Gasp  enda alvön alls kyns dýrum sveitastelpan.  En svo vildi hún fara í stóra fallturninn (stór á mælikvarða fyrir 5 ára barn) sem hún suðaði EKKI LÍTIÐ um þarna um daginn þegar M 12 dagurinn var.  Og jú hún fékk að fara í hann en var nú samt um 10 cm lægri en viðmiðið er í þetta tæki.  Starfsstúlkan spurði mig hvort ég myndi treysta henni í þetta þannig að ég spurði Sigrúnu aftur og aftur hvort hún vildi virkilega fara í þetta ógnartæki Frown   Já hún hélt það nú og þannig var það.  Hún skellti sér í eitt sætið með "hinum" unglingunum (því það voru bara unglingar í tækinu og svo hún) og sætin (sem eru utan á turninum) byrjuðu að færast upp.  Svo fóru þau ofar og ofar og allt í einu "féllu" þau niður á ógnarhraða og þá kom nú frekar mikill skelfingarsvipur á mína Undecided  en turninn hélt áfram nokkrum sinnum upp og niður og þegar þetta var búið spurðum við Stebbi hana hvort þetta hafi verið gaman...  "neeee ekki mjög.  Ég var soldið hrædd" sagði hún en fór þó ekki að skæla.  Hún kvaðst bara aldrei vilja fara aftur í þennan turn því hún hafi nú verið dáldið hrædd sko.  Þá er bara búið að prufa hann og varla verður suðað aftur um að fá fara í þetta tæki aftur GetLost 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef nú heyrt að tjaldsvæðið í Laugardal sé það besta á landinu; stutt í sund, stutt í dýragarðinn og meira segja hægt að panta pizzu í tjaldið....

kv.

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jáh djö maður við föttuðum það ekki enda sveitafólk með eindæmum

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:43

3 identicon

Hvað segiru.. er þetta kanski bara málið.... lausnin á því hvar við eigum að gista á íslandi þegar við komum!!! hehe

Eitthvað finnst mér ég kannast við svona ákveðna dömu.. sem vill fara í öll tækin.. Eydís grét þegar hún var 2ja og hálfs árs yfir að meiga ekki fara í öll stóru tækin á bakkanum... hundleiðinlegt að meiga bara fara í einhverjar pínulitlar hringekjur

knús í bæinn

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Þóra mín fara bara í Laugardalinn.  Ég get lánað ykkur tjaldvagn (ef hann verður ekki seldur þá).

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband