5.6.2007 | 08:30
Allt að verða klárt
Jæja þá er ég búin að margþræða helstu búðir á Selfossi sem gætu selt útileguvörur og það er ekki auðvelt að finna það sem mig vantar. Í einni ónefndri byggingavöruverslun sem ætti nú reyndar að vera búið að loka fyrir löngu fyrir lélega þjónustu (en það er önnur saga) þar var bara ekkert til nema samansafn af afgöngum síðan í fyrra og starfsmaðurinn sem ég talaði við sagðist bara EKKERT vita hvort það kæmi eitthvað nýtt inn Í einni lágvöruverslun var heldur ekkert til nema pikknikk körfur og plastskálar. Þannig að út fór ég enn eina ferðina þaðan án þess að finna neitt. Svo fór ég á aðalstaðinn og viti menn. Fann þessar líka fínu vörur til að setja í nýja fellihýsið mitt. Pikknikk-pakka með könnu, glösum, dúk, diskum, hnífapörum, bakka undir herlegheitin og meira að segja rör með Nú svo fann ég líka plastskálar í mismunandi stærðum (fyrir afgangana auðvitað og salötin) og kassa fyrir brauðmeti, hrökkbrauð og solleiss. Já það má bara ekkert vanta og ég nenni ekki að hafa þetta allt í plastpokum út um allt hús skiljiði Þannig að ég er hreinlega að verða klár í útilegurnar. Hhmm ég ætla nú ekki að uppljóstra því hvert við erum að spá í að fara um næstu helgi ég held að enginn venjulegur Íslendingur fari þangað í tjaldútilegu
Knús á línuna eins og Ásta Lovísa hefði sagt. Blessuð sé minning hennar.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu ég var allt með í plasti og voða ánægð með mig en svo fór mig að leiðast uppvaskið svo ég keypti bara einnota diska en er með plast-glös og alvöru hnífa pör ( svona svo maður sé ekki með eins mikla sektarkend yfir náttúruni) þá mínkaði uppvaskið til muna og í staðin gat ég farið í göngutúr með fjölskylduni eða bara fengið mér bjór í róliheitunum með kallinum en ég er forvitin hvert eru þið að fara?
kveðja Kolla
Kolla rauða (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:14
Bara allt að verða klárt í útilegurnar, til lukku með það....
Er það svo bara ekki humarhátíðin í lok mánaðrins? Tilvalið fyrir regnfólk amk.
kveðja
Sigga og Co.
Sigga Kristjansd (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:05
Já Kolla við erum sko líka með einnota dótarí með en ekki eingöngu. Reyndar vantar mig núna bara diska í plasti en það sleppur nú alveg þó maður sé bara með einnota diska. Ég nenni hins vegar ekki alltaf að drekka kaffið mitt úr linum plastglösum og borða með hnífapörum sem brotna við fyrsta bita
Og Sigga ég hefði svoooo verið til í Humarhátíð en er því miður með annað á prjónunum akkúrat þá helgi en kannski finnum við aðra helgi sem er laus fyrir okkur Regnfólkið. Alveg kominn tími á útilegu hjá þeim ágæta hópi
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:10
Góða skemmtun í útilegunum og bestu kveðjur þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.