20.7.2006 | 23:49
2 skipti eftir
Þá er ég komin úr borginni blíðu í blíðu Svei mér þá - alla mína daga. Það var ekki hægt að vera inni í bíl í dag slíkur var hitinn. Jeminn eini. Ég kíkti náttúrlega í nokkrar búiðir áður en ég fór í lyfin. Hitti lækninn ekki í þetta sinn þannig að ég fékk ekkert að vita úr sneiðmyndatökunni sem ég fór í fyrir 2 vikum (já veit... fljótt að líða) en engar fréttir eru góðar fréttir er þakki? Ég sveitamanneskjan arkaði náttla af stað í bæinn í morgun í STÍGVÉLUNUM í hitanum (sem ég vissi btw ekki að ætti eftir að verða svona mikill í dag) jaaaa þetta voru að vísu ekki fjósastígvélin en ansi voru þau heit þannig að ég rauk í búð og keypti mér sandalalalala. Rauða og fína. Veit það ekki á góða orku?! Það held ég Það getur alla vega ekki verið að rauði liturinn þýði að mig vanti orku því orkumeiri hef ég ekki verið í laaaaangaaaan tíma. Og hana nú!! En mikið leið mér betur í fótunum.
Það er víst ekkert lát á blíðunni næstu daga svo ég hvet ykkur endurskinsmerkin þarna úti að kaupa ykkur sterka sólarvörn svo maður gangi ekki fram á brunarústir einar eftir helgina. Ja það var nú bara 18 stiga hiti á Hellisheiði í dag. Það er nú bara ekkert öðruvísi.
En já alveg rétt. Í dag eru ákkúrat 365 dagar síðan ég fór í skurðaðgerðina (brottnámið). Já vá fljótt að líða myndi ég segja. Og sársaukinn við þetta allt saman er nú eiginlega bara gleymdur. Svona að mestu.
Hafið það gott í blíðunni næstu daga. Það ætla ég að gera og bjóða kallinum upp á humarpizzu og vel kælt hvítvín með, mmmmm
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, það er með ólíkindum að það sé heilt ár liðið, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég var að skreppa til þín uppá spítala. Og þó........þegar ég horfi á þig í dag finnst mér eins og þetta hafi gerst fyrir 10 árum því þú ert svo kát og hress dúllan mín :-)
Knús og kossar
Sandra Dís
sandra dís (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 11:16
Já, það er nú frábært að lyfjagjöfinni er að ljúka og þú svona dásamlega hress, njóttu blíðunnar mín kæra og góðar kveðjur í sveitina, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.