16.7.2006 | 21:46
Hjálpaðu mér upp...
...mér finnst ég vera að drukkna!!! Þannig leið okkur í gær og fyrradag því slík var rigningin að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Við Sigrún fórum á föstudag í sumarbústaðinn með mö og pa og höfðum það gott. Mesta úrkoman á landinu mældist auðvitað þar sem við vorum En við kíktum aðeins á Geysi í gær eins og hinir túristarnir. Það voru kannski svona 3 aðrir Íslendingar þar og 50 útlendingar. Við þurftum meira að segja að tala ensku við afgreiðslufólkið. Þá finnst manni nú fokið í flest skjól. Yeah yeah... ice cream youscream wescream!!! Fórum auðvitað í pottinn í dag. Loksins þegar stytti upp. Fórum svo heim í dag í blíðuna Ég ætlaði nú að vera voða dugleg og slá garðinn áðan eeeeen þá var helv... vélin bensínlaus Ég nennti náttúrlega EKKI að bruna á Selfoss til að ná í bensín þannig að við Sigrún kíktum aðeins í Timburhól (skóginn okkar stóra ) og við hrundum þar báðar ofan í þvílíkt djúpa holu sem var þar að ég hélt við kæmumst ekki upp aftur. Húff púff. Eða sko við fórum ekki alveg á bólakaf en fóturinn á mér fór langt upp á sköflung. Svo djúp var hún. Sigrúnu krossbrá og það varð nú dáldil dramatík í kringum það og sonna
Já það var þetta með fréttina. Ég er nú ansi hrædd um að flestir viti þetta sem ég er að fara að segja ykkur frá innan skamms Þetta er nú ekkert svooo merkilegt... og þó. Hmmmm
Nú er tingid slutt og hana núh!!!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl langt síðan ég hef kíkt hér maður er nú búin að vera á svoddann landshornaflakki þannig að maður dettur úr tölvuheiminum. Bíð spennt eftir fréttinni. Er að reyna muna eitthvað sem ég ætti að vita um fréttina en man það ekki hehe
kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 23:36
ég man !!!!!!!Er mjög ánægð fyrir þína hönd og annarra vandamanna, hehe
knús Sandra
Sandra Dís (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 16:17
Ég man ekki :).Hlakka til að heyra gleðifréttir. Aldrei of mikið af þeim í heiminum!
Kveðja Hulda Gunn
Hulda (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 16:29
Heyrðu mín kæra, hvað með tíðindin,nú erum við byrjaðar að vinna Árbæjarskvísur, farðu að láta sjá þig. Bestu kveðjur úr blíðunni, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 15:33
Vona að þú sért orðin þurr, blíðan í dag og í gær hlýtur að hafa séð til þess. Held ég hafi náð að taka eitthvað af sólinni með mér frá Kanarí, um leið og ég kom heim fór Siggi Stormur að lofa sól og blíðu út vikuna....
Er það svo bara ekki útilega um helgina fyrst spáin er svona góð?! Þarf ekki að æfa sig eitthvað fyrir Regnfólksútileguna í ágúst??? Held það bara!
hvernig er þetta annars með þessa miklu leyndó frétt??? Á ekki að segja manni?
kveðja
Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 16:32
Hvernig er þetta? á að drepa mann úr forvitni;o) Einhvern veginn finnst mér eins og þetta hafi gerst áður;o) Þú að gera alla forvitna... haha... og það virðist virka í hvert skipti!!
Annars var nú kominn tími á að þið fengjuð smá sumar þarna "uppfrá") Hér eru allir búnir að vera að drukna úr hita dag eftir dag og það hefur ekki komið dropi úr lofti í ca mánuð!! það er nú reyndar eitthvað verið að reyna lofa rigningu á morgun.. sem væri nú reyndar kanski ágætt fyrir gróðurinn.. jarðvegurinn hérna á bak við hús er allur í sprungum og grasið er skráfaþurrt og gult!!
Annars er allt gott að frétta og ég hlakka til að heyra fréttirnar;o) Bið að heilsa öllum!!
Knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.