20.5.2007 | 00:00
Candy floss sumarið mikla, úffff!
Við Sigrún skunduðum til Reykjavíkur í dag. Byrjuðum á því að hitta Sibbu söst í Kringlunni. Sigrún fór í Ævintýraland og skemmti sér konunglega. Við Sibba áttum erindi í búð í Kringlunni. Segi ekki meir þar sem sumir gætu verið að lesa Þegar það var búið fengum við okkur kaffi og með'ðí á Kaffi tár. Mmmmmm besta kaffið í heimi Svo náðum við í Sigrúnu og hún fékk pizzu og brauðstangir frá Dominos á Stjörnutorgi.
Svo kvöddum við Sibbu og brunuðum í Fjölskyldugarðinn á M 12 hátíð. OG JE MINN EINI. Þvílíkt og annað eins kraðak af fólki. Ég sleppti varla hendinni af Sigrúnu því það hefði EKKI verið auðvelt að finna hana aftur í mannmergðinni. Við urðum nú fyrir svolitlum vonbrigðum með þennan dag. Það var ægileg eftirvænting í Sigrúnu fyrir þennan dag því hún ætlaði sko í hringekjuna og í hoppukastala og að sjá Skoppu og Skrítlu. Sem henni finnst by the way ÆÐISLEGAR. Nú biðraðirnar í tækin voru tugi metra að lengd og það tæki sem heillaði mest hjá henni mátti hún ekki fara í því hún var ekki nógu há Þá var aðeins grátið. Svo hún fór þá á risa hoppudýnu þar sem sást nú varla í dýnuna fyrir krökkum. En hún prófaði og staldraði nú stutt við. Hún hoppaði og skoppaði upp í loftið og vildi bara koma af. Pínu meiri grátur Aðeins of margir STÓRIR krakkar. En jæja þá hófst leitin að Skoppu og Skrítlu. Við spurðum örugglega 10 starfsmenn (krakka BTW) hvar þær ættu að vera en enginn vissi neitt. "eeee sko ég held þær verði á sviðinu sem er einhvers staðar þarna" og bentu út í loftið. Annar sagði að þær yrðu hjá Víkingaskipinu. Enn einn sagðist bara ekki vita það sko... "ég bara vinn hérna" Oh my god!!! Þvílík hjálp sem var í þessu liði. Við gengum fram og til baka í garðinum þangað til við runnum bara á hljóðið í þeim og þá var mikil gleði að finna þær. Sigrún fór auðvitað fremst við sviðið (en ekki hvað!!! Hefur góða fyrirmynd ) og hlustaði á þær syngja af miklum áhuga. Svo þegar þær voru búnar með showið hófst myndataka með öllum börnunum. Við lentum nú frekar framanlega í því þannig að ég skelli inn myndum af því við tækifæri. Glaðar héldum við ferð okkar áfram um garðinn og ákváðum að fara í Candy floss röðina. Og je minn eini. Biðum í klukkutíma í röð þar til við gáfumst upp. Við ákváðum að fara bara á einhvern annan stað til að reyna að finna þetta Candy floss því það kom ekki til greina að kaupa eitthvað annað í staðinn. Candy floss skyldi það vera En jæja þá fórum við bara aftur í bílinn og heyrðum í Stebba og hann var þá akkúrat kominn í bæinn af Landsþingi Landsbjargar sem var á Suðurnesjunum. Við ákváðum að skella okkur í Kolaportið því ég hafði hlerað það í Fjölsk.garðinum að það fengist Candy floss þar. Og jú jú við fundum það og þá var nú kátt í höllinni Og við fundum líka harðfisk og nammi og þá fóru allir glaðir heim.
Jú dagurinn var bara nokkuð góður í heildina séð og Sigrún hæstánægð þegar öllu var á botninn hvolft
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta hljómar kunnuglega, Óli minn fór nebbnilega með barnabörnin öll þennan dag og þau höfðu sömu sögu að segja...enduðu öll dauðuppgefin í Bæjarins bestu og fengu sér pylsu með öllu því biðröðin í Fjölskyldugarðinum náði austur á Kambabrún....ýki kannski aðeins. Hafðu það sem best og vonandi fara augun þín að lagast. Bestu kveðjur, nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:57
Ég lagði ekki í að fara með mína orma í garðinn, en það var mikið suðað. Það má nota miðann seinna (fyrir landsbyggðarfólkið) og ætla ég að nýta mér það. Vissi að ég myndi tína mínum gaur strax í kraðakinu.
Dagný (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:33
Best að fá sér bara harðfisk....jeminn þetta hefur verið fjör þarna í garðinum úff...en gott að Sigrún mín fékk nú Candy floss það er svo ótrúlega flott nammi hehe
Hvað voruð þið nú að versla í Kringlunni hummm.......??
Kær kveðja Svava
Svava (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 18:42
Hæ elskan
ég get rétt trúað því að þið hafið verið uppgefnar eftir þetta allt saman;o)
Ég fór einmitt í tivolí á föstudaginn, pabbi bauð okkur öllum og það var svo troðið að ég hef bara sjaldan séð annað eins stelpurnar suðuðu einmitt um candy flos en það var ekki glæta að ég nenti að standa í kilometers röð til þess...
En við bættum úr candy flos leysi daginn eftir þegar við fórum aftur í tivolí í það skiptið til að fara á barna simfoníu tónleika.. vinur okkar spilar með hljómsveitinni og gaf okkur miða og maður fékk frítt inn í tivolí, þar sem tónleikarnir voru haldnir þar þá vorum við Andri með 5 börn... svaka stuð og sem betur fer ekki nærri eins margir í tivolí!! En ég hef nú samt ekki tölu á hvað ég taldi oft uppá 5 þann daginn hehe
knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.