Færsluflokkur: Dægurmál
19.10.2008 | 11:01
Ja það má passa sig á kirkjugörðunum
þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim
þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og
ákvaðu að pissa bakvið einhvern legstein þar. Sú sem fyrst pissaði
þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að
því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún
vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teigt sig í borða af
kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið
ferð sini áfram og komust heim heilar á húfi. Daginn eftir hringdi
eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði;
"Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus
heim í nótt.""Það er nú ekkert," sagði hinn, "Mín kom heim með
samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á
Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 18:03
Er ekki mál að lyfta sér upp?
Gæti ég ekki fengið eina Hlöðuböku?
Nú skal skundað út á lífið og hámað í sig Hlöðuböku og bjórinn með
Þið látið kannski heyra í ykkur þarna úti??? Látið ekki bugast. Það koma betri tímar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 14:03
Hvaða "Sex and the City" persóna ertu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 10:58
Bomboleo
Í vikunni var þemavika hjá prinsessunni á bænum og hér má sjá hópinn hennar ásamt kennurum að dansa við Bomboleo í miklu stuði. Þau fjölluðu um Suður-Ameríku og föndruðu löndin, fánana, hristur og fleiri hljóðfæri og ýmislegt annað tengt viðfangsefninu og bjuggu til Karnival. Í gær var svo sýning hjá öllum hópum á því sem fram fór í þemavikunni en þemað í heild var "fjölmenning". Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt og var m.a. boðið upp á mat frá ýmsum löndum sem gestir fengu að smakka á. T.d. fengum við sænskar kjötbollur, íslenska og danska kanilsnúða, avocadosúpu með kóríander (suður ameríka), amerískar samlokur og sleikjó, ávexti frá afríku, hrísgrjón frá Tælandi, þýskar pylsur og fleira og fleira. Frábær sýning hjá flottum skóla sem er btw Flóaskóli
Prinsessan mætti auðvitað með senjorítu kjólinn sinn og var hin flottasta með hristuna sína
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2008 | 08:26
Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn...
Hvað er það sem fellur svona af himnum ofan,látt' ekki eins '(og) þú vitir ekki hvað það er.Hvað er það sem hylur litla fjallakofa,ekta íslensk fönn.
Hvað er það sem litlu blómin blunda undir,ég hef bar' ekki grænan grun um hvað það er.Hvað er það sem fýkur yfir hæð og grundir,ekta íslensk fönn.
Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Ekta íslensk fönn.
Hvað er það sem safnast upp í háa skafla,æ, hættu elsku best' að gera gys að mér.Hvað er það sem börnin vaða upp að nafla.ekta íslensk fönn.
Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Ekta íslensk fönn.
Fönnin, fellur, af himnum oná jörð. Fönnin, fellur, af himnum oná jörð.
Hvað er það sem minnir mig á jólasveina,hvað er það sem veldur góðum geðbrigðum.Það er þetta eina sanna hvíta hreina,ekta íslensk fönn.
Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn.Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönnFönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönnekta íslensk fönn.Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn.Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönnFönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönnekta íslensk fönn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2008 | 17:10
Gulrætur í annarri og graslaukur í hinni
Sigrún brá sér út í garð áðan og tók upp ALLAR þær gulrætur sem hún sá og VOILA... þetta er afraksturinn Það er nú reyndar ennþá til hellingur af graslauk.
Gulræturnar okkar köfnuðu í arfa sem ég hélt lengi vel að væru gulrótargrös svo mikil er kunnáttan. Komst síðar að því að þetta var valmúi eða eitthvað álíka og reytti eins og ég ætti lífið að leysa. Ég er nú hissa yfir því að uppskeran yrði þó þetta mikil
Ég ætla að gera þetta aðeins öðruvísi næsta vor! Þá verður vandað meira til verka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2008 | 19:18
Afhjúpun minnisvarðans í Timburhól
Við fjölskyldan vorum viðstödd afhjúpun minnisvarðans um hjónin í Vorsabæ þau Stefán Jasonarson og Guðfinnu Guðmundsdóttur í dag við Timburhól. Þetta er hinn myndarlegasti minnisvarði sem listakonan Sigga á Grund gerði og það má með sanni segja að henni hefur tekist vel til. Á þessari mynd eru systkinin með listakonunni, formanni umf. Samygðar, gjaldkera og formanni minnisvarðanefndar. Systkinin frá Vorsabæ buðu svo í kaffi á eftir í Félagslundi þar sem borðin svignuðu undan kræsingum kvenfélagskvenna úr Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Athöfnin fór öll vel fram og "veðurguðirnir" voru okkur nokkuð hliðhollir í Timburhól því þegar við vorum á leiðinni í Félagslund fór að rigna og hefur ekki stytt upp síðan
Við Sigrún tókum nokkrar myndir í dag sem ég læt fylgja hér með
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 08:32
Ranka fór í réttirnar...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 13:01
Konur vs. karlar í hnotskurn!
Mamma segir: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara
uppí rúm. Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi
poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri
eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og
skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.
Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,
straujaði eina skyrtu og festi eina tölu. Hún tók saman dagblöðin sem
lágu á gólfinu.
Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti
símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr
uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.
Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti
peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo
skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.
Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og
greiddi sér.
Pabbin hrópaði úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa.
Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk
úr skugga um að dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á börnin og talaði
við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi sínu stillti hún
vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af
rúminu.
Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.
Á sama tíma slökkti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú
fer ég að sofa - og það gerði hann.
PS.
Svo eru karlarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2008 | 22:02
Hva- er hún þá bara eins og við hin?
Ég er svo aldeilis hissa Getur það verið að manneskjan sé stundum eins og drusla til fara? Eigum við ekki öll okkar slæmu daga? Það er nú varla alltaf hægt að vera eins og klipptur út úr tískublaði og fótósjoppaður í bak og fyrir eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar