Færsluflokkur: Bloggar

Nýr garður

Jæja þá eru komnar myndir af garðvinnunni sem fór fram hjá okkur um helgina.  Gömlu beðunum var bara mokað í burtu og settur nýr jarðvegur og búin til ný beð.  Einnig breikkuðum við göngustígana hjá beðunum því við höfum beðin á 2 pöllum núna í staðinn fyrir 3.  Þið getið séð myndir af þessu hér í albúmi merktu Maí 06.  Þetta er þvílíkur munur og miklu snyrtilegra.  Við settum eitthvað af gömlu fjölæru blómunum aftur í (eftir að búið var að saxa verulega af þeim) og svo er bara að sjá hvort þær þoli álagið þegar líður á sumarið.  Blómarósin á myndunum var voða dugleg að hjálpa til en annars á Stebbi heiðurinn að þessu öllu saman     Yndislegur þessi elska.  Enda ætla ég að giftast honum í ágúst, he heh!!  Og stefni að því að fara í mátun nr. 3 í vikunni.  Ætla að panta tíma á morgun.

Annars er komin ný könnun hér til hliðar og væri gaman ef þið tækjuð nú þátt í henni svona til gamans. 

Þið sjáið fleiri myndir ef þið smellið á Athugasemdir hér fyrir neðan en þið sjáið þetta betur í albúminu.  Endilega segið hvað ykkur finnst.


Finnland - ja hérna hér!

Ja hver hefði trúað því að Finnland ætti eftir að rústa Eurovision með þessu líka "freaksjóvi"  Ég varð allavega MJÖÖÖÖG hissa þegar ég sá að þeir væru á góðri leið með vinna þetta og svo varð það raunin.  Lagið er reyndar mjög gott, reyndar heyrir maður vel í Iron Maiden, Metallica, Poison, Kiss og hvað þetta heitir allt saman þarna í gegn og eins datt manni strax í hug stæling á Noregi síðan í fyrra en hvað með það. Ullandi  Já ég segi bara Hard Rock Hallelúja!!! Kannski maður skelli sér á keppnina að ári... hver veit!?   

Við Stebbi fengum okkur svo humar í gærkvöldi...  Nammi namm... djöfull er hann alltaf góður.  Steiktum hann í skelinni á pönnu upp úr miklu smjöri og hvítlaukssalt og pipar yfir og ristað brauð með.  Klikkuðum á hvítvíninu með en það slapp til með coke light.   Horfðum svo á stigagjöfina í Euro með og vorum alltaf jafn hissa þegar við sáum bilið aukast á milli Finnanna og þeirra sem voru nr. 2... voru það ekki Rússar?   Ég sem var svo viss um að Carola hin sænska tæki þetta.  Smá ABBA fííílíngur þar...  En þetta segir manni bara það að Eurovision er að breytast... maður sá það nú með Norsurunum í fyrra.   Já þótt hún Silvía Nótt okkar hafi ekki komist áfram.  Hver skildi þá fara næst fyrir okkar hönd???  Er ekki bara rétt að senda Hjálma eða Í svörtum fötum... ja eða bara Stuðmenn með enn einn slagarann.  Svei mér þá.    

En Stebbi er búinn að breyta garðinum okkar heldur betur.  Hann kom á litlu traktorsvélinni úr fjósinu inn í garð í gær og mokaði einu beðinu hreinlega í burtu.  Þetta var hvort eð er allt orðið ljótt og komið í órækt þannig að hann skipti líka um jarðveg.  Svo er bara að sjá hvort hægt sé að setja eitthvað annað þarna í.  Skelli inn myndum af þessu við tækifæri fyrir ykkur sem "komast ekki í sveitina til að berja þetta augum"

Seeee yaaa,  bææjjj


Kominn föstudagur ???

Jahérnahér... kominn föstudagur enn einu sinni.  Maður verður orðinn grár og gugginn áður en maður veit af.    

Vorsýningin í Árbæ hófst í dag og tókst svona glymrandi vel.  Fallegustu listaverk út um allt hús.  Börnin á Fosskoti sungu svo 4 lög og stóðu sig svoooo vel að maður fylltist stolti.  Og það var líka alveg ofsalega vel mætt að annað eins hefur varla sést.  Frábært alveg. 

Við mamma fórum í bæinn í gær og ég mátaði nokkra brúðarkjóla í 2 búðum.  Sandra og Sibba komu líka með (á sinn hvorn staðinn) og það var voða gaman og gott að fá nokkur álit.  Ég tók nú nokkrar myndir af mér í 2 kjólunum og leist nú nokkuð vel á annan þeirra.  Það er nú ekki um marga kjóla að ræða fyrir mig þar sem ég er með sérþarfir út af "mínu vandamáli" ef þið vitið hvað ég meina.  Það ræðir ekkert um neina flegna kjóla fyrir mig    og ég myndi helst vilja hátt hálsmál eða allavega lítið flegið en það er nú ekki mikið úrval af svoleiðis týpum.  Flestir eru þessir kjólar hlýralausir eða með mjóum hlýrum eða þá svoooo flegnir að maður yrði hræddur um að brjóstin poppi bara uppúr.      En við mamma kíktum aðeins í Prinsessuna og þar mátaði ég nokkra kjóla sem eru ekki svokallaðir "hefðbundnir brúðarkjólar" heldur meira svona samkvæmis.  Mér leist roooosalega vel á einn þeirra sem hefði kannski verið hægt að laga aðeins að mínum þörfum en ég ætla nú að máta meira og panta mátun á allavega 2 stöðum í viðbót og sjá svo til.  Get samt eiginlega ekki hætt að hugsa um þennan í Prinsessunni    en klikkaði alveg á því að taka mynd af honum þar sem við mamma höfðum svo lítinn tíma þar því við áttum að mæta annarsstaðar stuttu síðar.

Jæja.  Afmæli og Eurovision á morgun... engin Silvía Night (kannski sem betur fer miðað við viðtökurnar þarna úti í gær) svo ég hef ákveðið að halda bara með Carolu hinni sænsku.  Voða flott pía með mjög sigurstranglegt lag að mínu mati.  Svo gætu nú reyndar Írarnir tekið þetta með þessa væmnu ballöðu sína.  Það yrði þá í hva... 8 skiptið sem þeir myndu vinna er þakki?!?  Ég man nú eftir þeim hérna um árið með Hold me now með Johhny Logan.  Það var sko árið 1987 og þá var Gente di mare í 2. eða 3. sæti sem hefði auðvitað átt að vinna.  Snilldarlag og besta Eurovision lag allra tíma.  Eða það finnst mér að minnsta kosti og ég þykist vita að sumir sem lesa þetta blogg eru sama sinnis.  Nefni engin nöfn en ef þið þorið að koma hér undir nafni þá...   

Góða helgi allir landsmenn til sjávar og sveita.  Vejo vejo.

 


Howdie

  Hæ hó!

Er að prufa nýja broskalla.  Eru þeir ekki fínir?

Minni á skoðanakönnunina hér til hliðar   

Ég er að fara í fyrstu kjólamátunina á morgun.  Wish me luck    Og svo rétt í lokin þá eru komnar nýjar myndir á heimasíðuna hjá Sigrúnu.


Mæðradagurinn

Elsku mamma!  Hjartanlega til hamingju með daginn Koss 

Var fólk að taka eitthvað mark á þessu bulli mínu í gær? Óákveðinn  Þetta var nú bara smá grín svona á laugardegi.  Ekkert illa meint.  En það er samt ákveðin kurteisi að kvitta fyrir sig Glottandi og stundum þarf maður að minna á það á meira áberandi hátt en oft áður, he he.  Þannig að ef þú lesandi góður vilt ekki láta hrauna yfir þig þá skaltu bara kvitta og málið er dautt!!

Í gær gæsuðum við Kollu (rauðu) og byrjuðum á því að vekja hana eftir næturvakt.  Skutluðum í hana morgunmat og brunuðum svo af stað til Reykjavíkur.  Byrjuðum á Grasagarðinum í picknick með rauðvín, osta, vínber og nice.  Fórum svo í Nordica Spa þar sem gæsin fékk heilnudd og nokkrar af hópnum fengu axlarnudd í pottinum.  Ægilega notalegt... fórum svo í diskókeilu þar sem ég malaði kellurnar Glottandi  en 2 úr hópnum höfðu aldrei áður farið í keilu.  Bara gaman að því.  Enduðum svo á því að fara að borða á Tapas barnum.  Rosalega góðir smáréttir og bjór með.  Þetta var hin besta ferð og við fengum sól og gott veður allan tímann.  Svo var brunað aftur austur á Selfoss og við kíktum í Pakkhúsið.  Ég staldraði nú ekki lengi við þar því þar var pakkað af fólki og slatti sem ég kannaðist ekki við þannig að ég ákvað að ganga bara heim... ég held ég gangi heim, held ég gangi heim... til mömmu og pabba þ.e.a.s. og gisti þar.

Við Sigrún erum svo búnar að fara í Töfragarðinn á Stokkseyri í dag í blíðunni og það var hin besta skemmtun.    Mæli sko með þeim stað á svona blíðviðrisdegi.  Þar geta börnin hoppað á risa hoppudýnu, klifrað í köðlum og rennt sér í rennibrautum, farið í bílana og skoðað nokkrar tegundir af dýrum.  Voða gaman.


Enn ein lyfjagjöfin búin...

Jæja þá er ég komin heim úr enn einni lyfjagjöfinni.  Þetta gekk bara vel í dag og blóðprufurnar komu vel út... já já já... ble ble ble... mér finnst ég einhvernveginn alltaf vera að skrifa það sama hérna.  En það er nú gott... þetta gengur allt vel... og allt það.

Þessar lyfjagjafaferðir mínar eru nú bara orðnar skemmtilegri en oft áður.  Þó elskuleg systir mín hún Sibba sé búin að vera mér yndisleg stoð og stytta í þessu öllu saman með því að koma með mér í næstum því hverja EINUSTU lyfjagjöf frá upphafi.   Húrra fyrir henni.  En þá eru þessar lyfjagjafir orðnar skemmtilegri að því leytinu að ÉG FINN HREINLEGA EKKERT FYRIR ÞEIM Brosandi Brosandi Brosandi  og fæ þar af leiðandi engar aukaverkanir.  Svo hitti ég orðið hana Boggu mína í hvert sinn sem ég kem í bæinn og fæ hjá henni eitthvert nýtt gúmmulaði í hvert sinn.  Í þetta sinn fékk ég æðislega tómatsúpu og brauðbollur.  Voða gott.  Og kaffi og súkkulaði á eftir Ullandi 

En í gær fórum við leikskólakennarar úr Suðurlandsdeild Félags leikskólakennara að borða saman í Hestakránni á Skeiðunum.  Þar fengum við dýrindis mat og skemmtum okkur konunglega við söng og gítarspil... að ógleymdu skemmtiatriðinu (sem mín lék meðal annars í).  Þetta var svakalega gaman en hefði mátt vera meiri tími.  Við vorum varla byrjaðar að syngja þegar við þurftum að fara að koma okkur heim. 

Duri duri... duri duri duri...  en ekkert svaaaaar... ekkert svar!!!

Ég varð náttúrlega að láta fylgja mynd af flottu sangríunni sem ég útbjó handa okkur liðinu á Flúðum um síðustu helgi Glottandi Hún var sko æði.  Það var bara eins og við værum komin á Kanarí aftur.


Garðvinna

Húff púff... það er erfitt að eiga stóran garð.  Ég er búin að vera í 2 tíma að tína burtu dauða ruslið í garðinum nú eftir hádegið og það er nú samt heilmikið eftir.  Búin að vera á hlírabolnum hérna úti og í svitabaði enda er 19 stiga hiti hérna og sólin skín sem aldrei fyrr.  Svalur  Já ég sagði 19 stig.  Þetta er bara Kanaríveður Ullandi alveg hreint yyyyyndislegt.  Ég ákvað nú að vera ekki lengur í dag til að drepa mig ekki alveg strax á þessu.  Maður verður að taka þetta í áföngum þegar garðurinn er þetta stór og mikil er vinnan.  Ætla nú að láta bóndanum það eftir að hirða hrúgurnar svo hann fái nú að taka þátt í þessu þessi elska Glottandi  en það verður nú að viðurkennast að þetta eru ekkert uppáhaldsverkefnin hjá okkur hjónaleysunum.  En auðvitað alltaf gaman að sjá hvað kemur undan dauða gróðrinum og þegar allt fer að blómstra á sumrin.  Reyndar er orðið ansi mikið illgresi í þessu hjá okkur því það hefur ekkert verið stungið upp í þónokkur ár en ég er með eina hugmynd sem ég ætla að hrinda í framkvæmd bráðlega og ef hún virkar ekki þá verður þessu bara mokað í burtu öllu saman og sett möl eða gras í staðinn.  Já og kannski fáum við okkur nokkra rósarunna svona upp á grínið Hlæjandi  þeir eru svo fallegir.  Svo í haust ætla ég að henda niður nokkrum haustlaukum.  Gaman að því.  En núna er fullt af blómstrandi Liljum í garðinum sem eru voða fallegar og einn og einn túlípani sem er að fara að springa út.  Einhverjar leyfar frá því fyrir nokkrum árum Ullandi   Ég skal setja inn myndir bráðlega af þessu afreki mínu (tiltektinni) svona fyrir og eftir myndir. 

Jæja best að koma sér í sturtu og skutlast svo á Selfoss eftir prinsessunni.  Er sko búin að taka út krítarnar hennar og nú verða gerð listaverk á stéttina Glottandi

Ekki má gleyma afmæliskveðju dagsins.  Hún Anna Kolla frænka mín á afmæli í dag.  Óskum við hér í Vorsabæ henni innilega til hamingju með daginn  Koss  Kossar og knúúúúús.  En í dag er nú reyndar akkaúrat eitt ár síðan ég fékk greininguna Öskrandi  en það er nú önnur saga...  ha?  Ég er ekki greind... ertu ekki greind?  Nei ég sé það núna... þetta er minn litur!!  Ha ha ha ha.... (skaup '87)


Dofin

Sit hér við tölvuna hálf dofin...  þegar ég fletti mogganum sé ég allt of mörg andlit á minningargreinar síðunum sem ég kannast við.  Gráta

Ég kannaðist aðeins við Jóhönnu Hafsteinsdóttur sem var jarðsungin í dag.  Við unnum einu sinni saman á Sæborg í Reykjavík.  Hún var alltaf í góðu skapi og það var sjaldnast lognmolla í kringum hana.  Hress stelpa og eftirminnileg og ég man að það var gaman að fara út að skemmta sér með henni.  Mér brá því heldur betur þegar ég hitti hana fyrir um mánuði síðan á göngudeild krabbameinslækninga.  Þar stóð hún og spjallaði við aðra unga konu sem ég þekki lítillega og var sjálf í lyfjagjöf.  Jú hún kannaðist líka við mig og okkur fannst undarlegt hvað heimurinn er lítill.  Blessuð sé minning hennar.  Það er sárt að vita til þess að hún láti eftir sig eiginmann og unga dóttur.  Það fara margar hugsanir á kreik þegar maður les minningargreinarnar. Gráta

Já ég átta mig betur og betur á því að það eiga sjálfsagt margir eftir að kveðja þennan heim sem ég kannast við.  Þar sem meðferðin sem ég er í er það löng þá sé ég marga á göngudeildinni bæði veika og heilbrigða ef svo má segja.  Og kynnist mörgum í svipuðum sporum og ég er í.  Það eru a.m.k. 3 kunnugleg andlit í mogganum í dag.  Óákveðinn  Og í vetur lést einn sem við Stebbi vorum með á námskeiði tengdu krabbameini í október og nóvember.

Æ hugsanirnar fara bara á flug í dag og ég verð sorgmædd.    Ég ætla að fara að koma mér út í góða veðrið.


Nú helgin er liðin...

Áttum yndislega helgi með vinum okkar í sumarbústað í Heiðarbyggð um helgina.  Fórum á föstudaginn og keyrðum inn í rigninguna Óákveðinn  á Flúðum og Svava, Einar og Reynir Örn komu stuttu síðar.  Við elduðum kvöldmat og svo skelltum við okkur í pottinn þegar börnin voru sofnuð.  Það var nú bara notalegt að fara í pottinn í rigningunni.

Á laugardaginn vöknuðum við í sólskini og börnin skelltu sér strax í pottinn með pöbbum sínum Brosandi á meðan við kellurnar útbjuggum desertinn sem vera átti um kvöldið ásamt því að líta í blöð og kíkja út í sólbað með kaffibollann.  Mamma og pabbi kíktu svo í kaffi um miðjan daginn en um kvöldið grilluðum við lamb og naut og borðuðum desertinn góða.  Fórum svo afvelta í bælið Ullandi 

Á sunnudeginum var aftur komin sól og þá skelltum við húsfrúrnar okkur í pottinn (en ekki hvað Glottandi) með börnunum og höfðum það gott.  Svo fórum við að tína dótið út í bíl smátt og smátt eftir hádegið og fórum svo í heimsókn til mömmu og pabba í nýja sumarbústaðinn þeirra sem er í Brekkuskógi.  Þessi líka fíni bústaður á hreint frábærum stað í miklum gróðri.  Og ekki skemmir fyrir að það er heitur pottur á staðnum Glottandi  og rólur og vegasalt sem fylgir bústaðnum.  Svava og co skunduðu heim um kaffileytið en við stöldruðum lengur við og Sibba, Hafþór og Hafsteinn komu og Sigrún og Hafsteinn skelltu sér í pottinn.  Ég held að það hafi verið pottaferð nr. 5 hjá Sigrúnu síðan á föstudaginn Óákveðinn  og nú verður tekin hvíld á böðum hjá prinsessunni til að hlífa húðinni því hún versnar svo við að fara í vatn.  Nú við enduðum á að borða hjá mömmu og pabba grillkjöt og tilheyrandi og svo þegar við vorum að fara þá komu Solla, Gunnar og Bogga amma í heimsókn til þeirra.

Bústaðirnir í Heiðarbyggð eru voðalega fínir og flottir Hissa  eða að minnsta kosti nýtískulegir.  Rándýr hönnun en svo eru þeir nú eiginlega bara kuldalegir þegar inn í þá er komið.  Vantar alveg myndir á veggina og svo eru loftin og veggirnir alveg eins þannig að allt fellur saman í eitt.  Hátt til lofts og það bergmálar um allt þegar stólarnir eru dregnir eftir gólfinu Óákveðinn  En Þetta var nú samt alveg frábær helgi í alla staði.  Sigrún og Reynir voru voða dugleg að leika sér saman alla helgina.  Þau horfðu mikið á Ávaxtakörfuna og Bangsimon, hlupu út á róló og lituðu í litabækur og hjóluðu á milli þess sem þau busluðu í pottinum Hlæjandi  Takk fyrir frábæra helgi Svava, Einar og Reynir Örn.

Yfir og út!!!


Eitt ár fljótt að líða

Já pælið í því.  Það er komið heilt ár síðan ég fór á leitarstöðina í krabbameinsskoðun til að láta líta á hnútinn sem ég hafði fundið fyrir nokkrum vikum áður.  Fýldur  Tíminn er ótrúlega fljótur að líða.  Ég hafði farið ein í bæinn og byrjaði á því að fara í Kringluna og fékk mér að borða.  Ætlaði svo að kíkja á buxnadragt eftir tímann.  Ákvað að hringja í Sibbu systur mína til að athuga hvort hún væri á lausu þennan dag og hvort hún vildi kannski koma og hitta mig.  Jú hún var laus og kom í Kringluna.  Við fengum okkur kaffi og svo ákváðum við að hún kæmi bara með mér í skoðunina og svo ætluðum við aftur í kringluna til að skoða dragtir.

Ég var óvenjulega lengi inni og Sibba vissi náttúrlega ekkert hvað var í gangi.  Hún beið frammi á meðan ég fór í brjóstamyndatöku og svo í sónar.  Þar var tekið sýni og röntgenlæknirinn tilkynnti mér að mjög líklega væri þessi hnútur í brjóstinu á mér illkynja krabbamein.  Gráta  Þarna komu fyrstu tárin.  Þetta var aldeilis kjaftshögg að fá.  Ég fór fram og borgaði og Sibba sá strax að eitthvað var að.  Ég sagði henni það sem læknirinn hafði sagt, og að ég yrði að fara í aðgerð til að láta taka hnútinn hvort sem hann væri góð- eða illkynja.  En líklegra hafði hún talið að hann væri illkynja.

Við Sibba fórum náttúrulega bara heim til hennar og fengum okkur sterkt kaffi og ég hringdi nokkur símtöl í mína nánustu.  Ég þurfti að bíða í 5 daga  eftir úrskurðinum og Sibba og Stebbi komu með mér í þann tíma.  Og við vitum nú framhaldið er þakki!? Fýldur

En einu ári síðar er ég bara hress.  Það versta er að baki, lyfjagjöf, brottnám brjósts, aftur lyfjagjöf, geislar og endurhæfing.  Nú komin aftur í vinnuna og það munar bara 2 dögum uppá að það hafi verið heilt ár sem ég var frá vinnu.  Skrítið.  Mér finnst þetta meira vera nokkrar vikur.  Óákveðinn


Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband